Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar 12. nóvember 2025 12:32 Árið 2020 fór ég til Nagorno-Karabakh sem þingmaður þegar stríðið geisaði og sá með eigin augum þær hörmulegu afleiðleiðingar sem stríðsrekstur hefur á almenna borgara. Þrjú stríð hafa geisað í Nagorno-Karabakh þar sem alls um 40 þúsund manns hafa fallið. Það fyrsta hófst árið 1988 og það síðasta árið 2023. Í desember 2022 lokaði Aserbaísjan eina veginum í Kákasus fjallgarðinum sem tengir Nagorno-Karabakh við Armeníu. Engar vistir bárust til Karabakh í 9 mánuði hvorki matvæli, lyf eða eldsneyti. Loka varð öllum skólum og opinberum byggingum vegna skorts á rafmagni og eldsneyti til húshitunar. Um 30 manns létust á þessu tímabili vegna hungurs og skorts á lyfjum. Í September 2023 réðst Aserbaísjan síðan inn í Nagorno-Karabakh, opnaði veginn til Armeníu og rak alla íbúa Nagorno-Karabakh, 120 þúsund talsins yfir til Armeníu. Þau búa ýmist hjá ættingjum í Armeníu eða í flóttamannabúðum. Íbúarnir eru kristinnar trúar og hefur það verið ásteytingarsteinn í múslimsku ríki Aserbaísjan. Neyð þeirra sem eru í flóttamannabúðum er mikil og þau upplifa sig öllum gleymd nú þegar miklar hörmungar eru í hinum ýmsu hlutum heimsins. Margir hafa lýst þessum aðgerðum Aserbaísjans sem þjóðernishreinsunum. Aserbaísjan hefur nú öll yfirráð í Nagorno-Karabakh. Íbúðarhús og opinberar byggingar standa ýmist auð eða hafa verið tekin yfir af Azerum. Engar bætur hafa verið greiddar til lögmætra eigenda húsanna. Aserbaísjan hefur tekið niður alla krossa á kirkjum í Nagorno-Karabakh og breytt þeim í moskur. Forn kennileiti allt frá 4. öld um kristni hafa verið eyðilögð og kirkjugarðar jafnaðir við jörðu með jarðýtum. Þetta hefur verið staðfest með gervihnattamyndum. Evrópuráðið í Strassborg hefur gert skýrslu um eyðilegginguna og fordæmt framferði Aserbaísjan harðlega. Sömuleiðis hefur UNESCO lýst yfir þungum áhyggjum. Í mars á þessu ári voru gerð drög að friðarsamningi milli Aserbaísjan og Armeníu. Hann hefur ekki verið staðfestur. Nagonro-Karbakh hafði enga aðkomu að þessum samningi og hvergi er minnst á þjóðarbrotið sem þar bjó í 1700 ár en hefur nú verið rekið burt. Fjölmargir stjórnmálamenn og embættismenn frá Nagorno-Karabakh sitja enn í fangelsi í Aserbaísjan. Fimmtudaginn 13. nóvember n.k. kl. 19:30 verða styrktartónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Safnað verður fyrir neyðaraðstoð handa kristnum flóttamönnum frá Nagorno-Karabakh. Fyrrverandi forsætisráðherra Nagorno-Karabakh, Artak Beglaryan flytur erindi, sem lætur engan ósnortinn. Artak er blindur frá 6 ára aldri er hann varð fyrir jarðsprengjubrotum. Kim Harzner, læknir, forstöðumaður dönskur hjálparsamtakanna Mission10forty segir frá stuðningi þeirra. Sýnd verða myndbönd af aðstoð við flóttafólkið og glæsilegur, armenskur píanóleikari, Irina Hayrapetyan, flytur þekkt píanóverk. Viðburðir sem þessi hafa verið haldnir í Færeyjum og Danmörku og fengið mjög góðar viðtökur. Neyðaraðstoðin fer til matargjafa, vetraraðstoðar, lífsviðurværis og sálrænar aðstoðar. Aðgangur er ókeypis en vonast er til að frjáls framlög til styrktar verkefninu komi frá fólki og fyrirtækjum. Höfundur er fv. þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Þórarinsson Nagorno-Karabakh Aserbaídsjan Armenía Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 fór ég til Nagorno-Karabakh sem þingmaður þegar stríðið geisaði og sá með eigin augum þær hörmulegu afleiðleiðingar sem stríðsrekstur hefur á almenna borgara. Þrjú stríð hafa geisað í Nagorno-Karabakh þar sem alls um 40 þúsund manns hafa fallið. Það fyrsta hófst árið 1988 og það síðasta árið 2023. Í desember 2022 lokaði Aserbaísjan eina veginum í Kákasus fjallgarðinum sem tengir Nagorno-Karabakh við Armeníu. Engar vistir bárust til Karabakh í 9 mánuði hvorki matvæli, lyf eða eldsneyti. Loka varð öllum skólum og opinberum byggingum vegna skorts á rafmagni og eldsneyti til húshitunar. Um 30 manns létust á þessu tímabili vegna hungurs og skorts á lyfjum. Í September 2023 réðst Aserbaísjan síðan inn í Nagorno-Karabakh, opnaði veginn til Armeníu og rak alla íbúa Nagorno-Karabakh, 120 þúsund talsins yfir til Armeníu. Þau búa ýmist hjá ættingjum í Armeníu eða í flóttamannabúðum. Íbúarnir eru kristinnar trúar og hefur það verið ásteytingarsteinn í múslimsku ríki Aserbaísjan. Neyð þeirra sem eru í flóttamannabúðum er mikil og þau upplifa sig öllum gleymd nú þegar miklar hörmungar eru í hinum ýmsu hlutum heimsins. Margir hafa lýst þessum aðgerðum Aserbaísjans sem þjóðernishreinsunum. Aserbaísjan hefur nú öll yfirráð í Nagorno-Karabakh. Íbúðarhús og opinberar byggingar standa ýmist auð eða hafa verið tekin yfir af Azerum. Engar bætur hafa verið greiddar til lögmætra eigenda húsanna. Aserbaísjan hefur tekið niður alla krossa á kirkjum í Nagorno-Karabakh og breytt þeim í moskur. Forn kennileiti allt frá 4. öld um kristni hafa verið eyðilögð og kirkjugarðar jafnaðir við jörðu með jarðýtum. Þetta hefur verið staðfest með gervihnattamyndum. Evrópuráðið í Strassborg hefur gert skýrslu um eyðilegginguna og fordæmt framferði Aserbaísjan harðlega. Sömuleiðis hefur UNESCO lýst yfir þungum áhyggjum. Í mars á þessu ári voru gerð drög að friðarsamningi milli Aserbaísjan og Armeníu. Hann hefur ekki verið staðfestur. Nagonro-Karbakh hafði enga aðkomu að þessum samningi og hvergi er minnst á þjóðarbrotið sem þar bjó í 1700 ár en hefur nú verið rekið burt. Fjölmargir stjórnmálamenn og embættismenn frá Nagorno-Karabakh sitja enn í fangelsi í Aserbaísjan. Fimmtudaginn 13. nóvember n.k. kl. 19:30 verða styrktartónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Safnað verður fyrir neyðaraðstoð handa kristnum flóttamönnum frá Nagorno-Karabakh. Fyrrverandi forsætisráðherra Nagorno-Karabakh, Artak Beglaryan flytur erindi, sem lætur engan ósnortinn. Artak er blindur frá 6 ára aldri er hann varð fyrir jarðsprengjubrotum. Kim Harzner, læknir, forstöðumaður dönskur hjálparsamtakanna Mission10forty segir frá stuðningi þeirra. Sýnd verða myndbönd af aðstoð við flóttafólkið og glæsilegur, armenskur píanóleikari, Irina Hayrapetyan, flytur þekkt píanóverk. Viðburðir sem þessi hafa verið haldnir í Færeyjum og Danmörku og fengið mjög góðar viðtökur. Neyðaraðstoðin fer til matargjafa, vetraraðstoðar, lífsviðurværis og sálrænar aðstoðar. Aðgangur er ókeypis en vonast er til að frjáls framlög til styrktar verkefninu komi frá fólki og fyrirtækjum. Höfundur er fv. þingmaður.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar