96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2025 10:00 Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands var í viðtali við Ríkissjónvarpið í gær og virtist vera að fylgja eftir afar sérstöku viðtali ,,rannsóknarblaðamanns hjá Kveiki” við bandarískan ráðgjafa happdrættisins. Ráðgjafi bandaríski komast upp með ýmis konar fullyrðingar í Kveik athugasemdalaust af hálfu rannsóknarblaðamannsins, sem virtist ekki hafa kynnt sér eða vitað um fyrirliggjandi innlend gögn sem sýna allt aðra mynd en ráðgjafinn dróg upp. Erfitt var að skilja ráðgjafann öðruvísi en að hér væri það sem hann kallaði „ólöglega veðmálastarfsemi“ sem væri „studd af glæpahópum um allan heim“ að leggja íslenskt samfélag á hliðina vegna alls þess fjölda Íslendinga sem spilar á vefsíðunum og fjármunanna sem renna úr landi. Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar. Ósannar fullyrðingar í Kveiki Nú hefði verið skynsamlegt hjá rannsóknarblaðamönnum Kveiks að fletta upp í rannsókn sem Dr. Daníel Þór Ólason vann fyrir Dómsmálaráðuneytið og var birt í ágúst 2024. Þar kemur til dæmis fram að þegar „breytingar á þátttöku í peningaspilum á erlendum vefsíðum voru skoðaðar kom í ljós að svipað margir spiluðu þar árið 2023 og 2017.“ Í rannsókn Daníels kemur líka fram að samanburður á núverandi niðurstöðum við niðurstöður rannsóknar frá árinu 2017 „sýna að engar breytingar hafa orðið á fjölda þeirra sem eiga við spilavanda að stríða á þessu árabili,“ og að hlutfall þeirra sem glíma við spilafíkn sé óbreyttur, eða 2,3 prósent. Í greiningu Daníels á spilafíkn meðal þeirra sem höfðu spilað peningaspil í tólf mánuð áður en rannsóknin var gerð kemur fram að 91,4 prósent spila „án vandkvæða“, 5,3 prósent eru í lítilli hættu á vanda vegna peningaspila, 2,3 prósent eru í „nokkuri hættu á vanda vegna peningaspila“ og 1 prósent útsett fyrir „líklegri spilafíkn. Með öðrum orðum, ekki þarf að hafa áhyggjur af 96,7 prósent þeirra sem spila peningaspil. Athyglin á að beinast að þeim sem glíma við fíknina og þar er verkkaupi bandaríska ráðgjafans sem var í aðalhlutverki hjá Kveiki, Happdrætti Háskóla Íslands, í verulega vondum málum. Spilakassavandi Háskóla Íslands Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) er með tæplega 500 spilakassa í rekstri á rúmlega 20 stöðum, sem eru ýmist barir, söluturnar eða sérstakir spilasalir, og þar er beinlínis gert út af hörku á spilafíkn í ágóðaskyni fyrir Háskóla Íslands. Á þetta var meðal annars bent í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um „Réttarbætur á sviði happdrættismála“, sem kom út í desember 2022, en þar segir að „umfangsmestu og viðkvæmustu álitamálin sem takast þyrfti á við snéru að rekstri spilakassa og spilavéla sem rekin eru á grundvelli ákvæða sérlaga, en rekstur þeirra virðist nátengdur vandamálum tengdum spilavanda og spilafíkn.“ Ítrekað hefur verið staðfest að spilakassar eru skaðlegasta form veðmála. Af þeirri ástæðu voru svokölluð spilakort tekin upp í Noregi 2009 og 2014 í Svíþjóð. Notkun þeirra hefur hjálpað þeim sem glíma við spilafíkn að setja sér mörk og dregið úr tapi þeirra. Skylda er að nota spilakort í báðum löndum en með þeim þurfa spilarar að auðkenna sig og setja sér takmörk um hversu háa fjárhæð þeir geta sett inn á spilareikning sinn og spilað fyrir. Íslensku spilakassafélögin tvö hafa frá að minnsta kosti árinu 2017 talað um að koma hér upp spilakortum, en ekkert orðið úr verki. Mögulega óttast þau áhrifin á afkomu sína. Það var ekki að ástæðulausu sem SÁÁ ákvað að hætta þátttöku í rekstri spilakassa árið 2020 Þessu til viðbótar er rétt að benda enn og aftur á að embætti Ríkislögreglustjóra hefur í áhættumati sínu um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir Ísland, ítrekað vakið athygli á að „veruleg hætta er á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé“ hér á landi og að „vísbendingar“ séu um að það hafi verið gert. Hvorki HHÍ né hitt rekstrarfélag spilakassa, Íslandsspil (í eigu Rauða krossins og Landsbjargar), hafa brugðist af festu við þessari alvarlegu stöðu. Með hæstu mögulega einkunn Ég hef áður á þessum vettvangi fyrir hönd umbjóðanda míns, sænska fyrirtækisins Betsson, beint þeirri ósk til fjölmiðla og áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel. Á það bæði við um innlend og erlend peningaspilafélög. Ekkert í starfsemi Betsson er ólögmætt. Fyrirtækið uppfyllir strangar reglugerðir ESB, er löglegt fyrirtæki og borgar skatta og gjöld af öllum sínum tekjum. Það er fjórfrelsi hins evrópska efnahagssvæðis að þakka að Íslendingar eiga val um það hjá hverjum þeir spila á Netinu og við hvaða aðstæður. Grunnurinn að farsælum 60 ára rekstri Betsson er að hugsa vel um viðskiptavini sína og uppfylla öll ytri skilyrði af metnaði. Félagið er skráð í kauphöll Nasdac með ríka skyldu um gagnsæi og hæstu mögulega einkunn, AAA, frá Morgan Stanley Morgan Stanley Capital International (MSCI) gagnvart langtímaáhættu og tækifærum sem stafa af umhverfis-, félags- og stjórnarháttum (Environmental, Social, and Governance). Betsson leggur ríka áherslu á að koma í veg fyrir óheilbrigða spilamennsku. Spilarar geta sjálfir stutt sig við ýmsar ráðstafanir og fyrirtækið getur líka gripið inn í leikinn með því að hafa samband við viðskiptavini ef hugbúnaður félagsins nemur vísbendingar um að spilamennskan sé að fara úr böndunum.Við getum fullvissað fólk um að það er í margfalt öruggari höndum hjá Betsson en við spilakassa HHÍ. Góðu heilli virðist loks vera að myndast grundvöllur fyrir því að koma hér á skynsamlegu regluverki sem myndi skylda þá, sem þess þurfa, til að bæta ráð sitt. Þar á meðal þau innlendu félag sem stunda þessa starfsemi og auglýsa hana með afar ágengum hætti. Höfundur er lögmaður sem gætir hagsmuna Betsson sem er löglegt veðmálafyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Háskólar Fíkn Sigurður G. Guðjónsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands var í viðtali við Ríkissjónvarpið í gær og virtist vera að fylgja eftir afar sérstöku viðtali ,,rannsóknarblaðamanns hjá Kveiki” við bandarískan ráðgjafa happdrættisins. Ráðgjafi bandaríski komast upp með ýmis konar fullyrðingar í Kveik athugasemdalaust af hálfu rannsóknarblaðamannsins, sem virtist ekki hafa kynnt sér eða vitað um fyrirliggjandi innlend gögn sem sýna allt aðra mynd en ráðgjafinn dróg upp. Erfitt var að skilja ráðgjafann öðruvísi en að hér væri það sem hann kallaði „ólöglega veðmálastarfsemi“ sem væri „studd af glæpahópum um allan heim“ að leggja íslenskt samfélag á hliðina vegna alls þess fjölda Íslendinga sem spilar á vefsíðunum og fjármunanna sem renna úr landi. Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar. Ósannar fullyrðingar í Kveiki Nú hefði verið skynsamlegt hjá rannsóknarblaðamönnum Kveiks að fletta upp í rannsókn sem Dr. Daníel Þór Ólason vann fyrir Dómsmálaráðuneytið og var birt í ágúst 2024. Þar kemur til dæmis fram að þegar „breytingar á þátttöku í peningaspilum á erlendum vefsíðum voru skoðaðar kom í ljós að svipað margir spiluðu þar árið 2023 og 2017.“ Í rannsókn Daníels kemur líka fram að samanburður á núverandi niðurstöðum við niðurstöður rannsóknar frá árinu 2017 „sýna að engar breytingar hafa orðið á fjölda þeirra sem eiga við spilavanda að stríða á þessu árabili,“ og að hlutfall þeirra sem glíma við spilafíkn sé óbreyttur, eða 2,3 prósent. Í greiningu Daníels á spilafíkn meðal þeirra sem höfðu spilað peningaspil í tólf mánuð áður en rannsóknin var gerð kemur fram að 91,4 prósent spila „án vandkvæða“, 5,3 prósent eru í lítilli hættu á vanda vegna peningaspila, 2,3 prósent eru í „nokkuri hættu á vanda vegna peningaspila“ og 1 prósent útsett fyrir „líklegri spilafíkn. Með öðrum orðum, ekki þarf að hafa áhyggjur af 96,7 prósent þeirra sem spila peningaspil. Athyglin á að beinast að þeim sem glíma við fíknina og þar er verkkaupi bandaríska ráðgjafans sem var í aðalhlutverki hjá Kveiki, Happdrætti Háskóla Íslands, í verulega vondum málum. Spilakassavandi Háskóla Íslands Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) er með tæplega 500 spilakassa í rekstri á rúmlega 20 stöðum, sem eru ýmist barir, söluturnar eða sérstakir spilasalir, og þar er beinlínis gert út af hörku á spilafíkn í ágóðaskyni fyrir Háskóla Íslands. Á þetta var meðal annars bent í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um „Réttarbætur á sviði happdrættismála“, sem kom út í desember 2022, en þar segir að „umfangsmestu og viðkvæmustu álitamálin sem takast þyrfti á við snéru að rekstri spilakassa og spilavéla sem rekin eru á grundvelli ákvæða sérlaga, en rekstur þeirra virðist nátengdur vandamálum tengdum spilavanda og spilafíkn.“ Ítrekað hefur verið staðfest að spilakassar eru skaðlegasta form veðmála. Af þeirri ástæðu voru svokölluð spilakort tekin upp í Noregi 2009 og 2014 í Svíþjóð. Notkun þeirra hefur hjálpað þeim sem glíma við spilafíkn að setja sér mörk og dregið úr tapi þeirra. Skylda er að nota spilakort í báðum löndum en með þeim þurfa spilarar að auðkenna sig og setja sér takmörk um hversu háa fjárhæð þeir geta sett inn á spilareikning sinn og spilað fyrir. Íslensku spilakassafélögin tvö hafa frá að minnsta kosti árinu 2017 talað um að koma hér upp spilakortum, en ekkert orðið úr verki. Mögulega óttast þau áhrifin á afkomu sína. Það var ekki að ástæðulausu sem SÁÁ ákvað að hætta þátttöku í rekstri spilakassa árið 2020 Þessu til viðbótar er rétt að benda enn og aftur á að embætti Ríkislögreglustjóra hefur í áhættumati sínu um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka fyrir Ísland, ítrekað vakið athygli á að „veruleg hætta er á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé“ hér á landi og að „vísbendingar“ séu um að það hafi verið gert. Hvorki HHÍ né hitt rekstrarfélag spilakassa, Íslandsspil (í eigu Rauða krossins og Landsbjargar), hafa brugðist af festu við þessari alvarlegu stöðu. Með hæstu mögulega einkunn Ég hef áður á þessum vettvangi fyrir hönd umbjóðanda míns, sænska fyrirtækisins Betsson, beint þeirri ósk til fjölmiðla og áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel. Á það bæði við um innlend og erlend peningaspilafélög. Ekkert í starfsemi Betsson er ólögmætt. Fyrirtækið uppfyllir strangar reglugerðir ESB, er löglegt fyrirtæki og borgar skatta og gjöld af öllum sínum tekjum. Það er fjórfrelsi hins evrópska efnahagssvæðis að þakka að Íslendingar eiga val um það hjá hverjum þeir spila á Netinu og við hvaða aðstæður. Grunnurinn að farsælum 60 ára rekstri Betsson er að hugsa vel um viðskiptavini sína og uppfylla öll ytri skilyrði af metnaði. Félagið er skráð í kauphöll Nasdac með ríka skyldu um gagnsæi og hæstu mögulega einkunn, AAA, frá Morgan Stanley Morgan Stanley Capital International (MSCI) gagnvart langtímaáhættu og tækifærum sem stafa af umhverfis-, félags- og stjórnarháttum (Environmental, Social, and Governance). Betsson leggur ríka áherslu á að koma í veg fyrir óheilbrigða spilamennsku. Spilarar geta sjálfir stutt sig við ýmsar ráðstafanir og fyrirtækið getur líka gripið inn í leikinn með því að hafa samband við viðskiptavini ef hugbúnaður félagsins nemur vísbendingar um að spilamennskan sé að fara úr böndunum.Við getum fullvissað fólk um að það er í margfalt öruggari höndum hjá Betsson en við spilakassa HHÍ. Góðu heilli virðist loks vera að myndast grundvöllur fyrir því að koma hér á skynsamlegu regluverki sem myndi skylda þá, sem þess þurfa, til að bæta ráð sitt. Þar á meðal þau innlendu félag sem stunda þessa starfsemi og auglýsa hana með afar ágengum hætti. Höfundur er lögmaður sem gætir hagsmuna Betsson sem er löglegt veðmálafyrirtæki.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun