Körfubolti

Rebekka Rut ný­liði í fyrsta landsliðshóp Salminen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rebekka Rut Steingrímsdóttir er búin að spila sig inn í landsliðið á sínu fyrsta ári í efstu deild.
Rebekka Rut Steingrímsdóttir er búin að spila sig inn í landsliðið á sínu fyrsta ári í efstu deild. Vísir/Anton Brink

KR-ingurinn Rebekka Rut Steingrímsdóttir er eini nýliðinn í fyrsta landsliðshópnum sem Finninn Pekka Salminen valdi.

Pekka Salminen tók við íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta af Benedikti Guðmundssyni og fram undan eru leikir í undankeppni Evrópumótsins.

Salminen og þjálfarateymi hans völdu fimmtán manna landsliðshóp sem mun spila tvo leiki í G-riðli undankeppni EuroBasket 2027 gegn Serbíu og Portúgal.

Hópurinn kemur saman til æfinga á morgun, föstudag, og spilar fyrsta leik sinn í undankeppninni miðvikudaginn 12. nóvember gegn Serbíu kl. 19:30 í Ólafssal að Ásvöllum. Frítt er á leikinn í boði Bónus.

Rebekka Rut er eini nýliðinn en hún hefur staðið sig vel á sínu fyrsta tímabili í efstu deild og er með 18,0 stig og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í Bónus deild kvenna. 

Leikmennirnir fimmtán koma frá átta félögum þar af er Kolbrún María Ármannsdóttir sú eina sem spilar erlendis. Kolbrún leikur með Hannover Luchse í Þýskalandi

  • Fyrsti landsliðshópur Pekka Salminen: 
  • Anna Ingunn Svansdóttir – Keflavík - 14
  • Ásta Júlía Grímsdóttir – Valur - 14
  • Danielle Rodriguez – Njarðvík - 4
  • Diljá Ögn Lárusdóttir – Stjarnan - 10
  • Helena Rafnsdóttir – Njarðvík - 2
  • Isabella Ósk Sigurðardóttir – Grindavík - 15
  • Kolbrún María Ármannsdóttir – TK Hannover Luchse, Þýskalandi - 2
  • Kristrún Ríkey Ólafsdóttir – KR - 2
  • Rebekka Rut Steingrímsdóttir – KR (nýliði)
  • Sara Rún Hinriksdóttir – Keflavík - 32
  • Sigrún Björg Ólafsdóttir – Haukar - 7
  • Thelma Dís Ágústsdóttir – Keflavík -24
  • Tinna Guðrún Alexandersdóttir – Haukar - 10
  • Þóra Kristrín Jónsdóttir – Haukar - 37
  • Þóranna Kika Hodge-Carr – Valur - 7



Fleiri fréttir

Sjá meira


×