Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar 5. nóvember 2025 16:30 Í nýlegri grein lögðu bæjarfulltrúar í Ölfusi fram rökstudda og málefnalega áskorun um að ráðist verði tafarlaust í byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Ég vil þakka þeim fyrir greinargóða umfjöllun og styð þetta framtak af heilum hug. Fjölgun íbúa á efri árum og vaxandi þrýstingur á heilbrigðiskerfið eru staðreyndir sem við á Suðurlandi verðum að bregðast við með ábyrgum og markvissum hætti. Staðreyndirnar liggja fyrir – og þær kalla á aðgerðir Greiningar frá Hagstofu Íslands, samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi og fleirum sýna skýrt að á næstu árum þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Suðurlandi umtalsvert. Núverandi áform duga ekki til að mæta þeirri þörf sem þegar hefur safnast upp, hvað þá þeirri sem blasir við þegar líður á næsta áratug. Við getum ekki látið viðgangast að tugir og hundruð einstaklinga bíði mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er hvorki mannúðlegt né samfélaginu sæmandi. Markvissari og stórtækari aðgerða er þörf í uppbyggingu hjúkrunarrýma og þær þurfa að hefjast núna. Sitjum ekki með hendur í skauti á forsendum kerfisins og einhverra meintra hindrana. Lausna er þörf núna. Þorlákshöfn er góður kostur Bæjarfulltrúar í Ölfusi benda á sérstöðu Þorlákshafnar sem staðsetningar fyrir næsta hjúkrunarheimili. Bærinn er í lykilstöðu, bæði gagnvart íbúum Suðurlands og við lausn þess sem kalla mætti fráflæðisvanda á höfuðborgarsvæðinu. Nálægð við bráðaþjónustu, vaxandi samfélag með sterka innviði og þverpólitískur vilji til framkvæmda skapa kjöraðstæður til að ráðast í þetta mikilvæga verkefni. Sú staðreynd að nú þegar hefur verið úthlutað lóð undir 66-88 rými og samkomulag liggur fyrir við einkaaðila með reynslu og þekkingu á byggingu og rekstri hjúkrunarheimila, er ekki aðeins fagnaðarefni heldur líka skýr skilaboð: Þorlákshöfn er tilbúin. Nú þurfum við þingmenn að fylgja málinu eftir, vinna með sveitarfélaginu og þessum kröftugu aðilum sem vilja byggja hjúkrunarheimili og tryggja að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst. Forgangsmál Ég tek undir áskorun bæjarfulltrúanna til þingmanna Suðurlands og ég mun leggja mitt af mörkum til að þetta verkefni verði forgangsmál á Alþingi. Við eigum ekki að byggja heilbrigðisþjónustu framtíðar á biðröðum, neyðarrýmum og bráðabirgðalausnum. Við eigum að byggja hana á virðingu, fagmennsku og framtíðarsýn. Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn er ekki aðeins þörf, það er rétt ákvörðun. Það er fjárfesting í velferð fólks, í jöfnum tækifærum íbúa ólíkra landshluta og í heilbrigðu samfélagi þar sem enginn er skilinn eftir. Ég hlakka til að vinna áfram með sveitarfélaginu, samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og samstarfsfólki á Alþingi að því að þetta mikilvæga mál verði að veruleika. Höfundur er alþingismaður Suðurkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Gauti Hjaltason Ölfus Hjúkrunarheimili Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein lögðu bæjarfulltrúar í Ölfusi fram rökstudda og málefnalega áskorun um að ráðist verði tafarlaust í byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Ég vil þakka þeim fyrir greinargóða umfjöllun og styð þetta framtak af heilum hug. Fjölgun íbúa á efri árum og vaxandi þrýstingur á heilbrigðiskerfið eru staðreyndir sem við á Suðurlandi verðum að bregðast við með ábyrgum og markvissum hætti. Staðreyndirnar liggja fyrir – og þær kalla á aðgerðir Greiningar frá Hagstofu Íslands, samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi og fleirum sýna skýrt að á næstu árum þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Suðurlandi umtalsvert. Núverandi áform duga ekki til að mæta þeirri þörf sem þegar hefur safnast upp, hvað þá þeirri sem blasir við þegar líður á næsta áratug. Við getum ekki látið viðgangast að tugir og hundruð einstaklinga bíði mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er hvorki mannúðlegt né samfélaginu sæmandi. Markvissari og stórtækari aðgerða er þörf í uppbyggingu hjúkrunarrýma og þær þurfa að hefjast núna. Sitjum ekki með hendur í skauti á forsendum kerfisins og einhverra meintra hindrana. Lausna er þörf núna. Þorlákshöfn er góður kostur Bæjarfulltrúar í Ölfusi benda á sérstöðu Þorlákshafnar sem staðsetningar fyrir næsta hjúkrunarheimili. Bærinn er í lykilstöðu, bæði gagnvart íbúum Suðurlands og við lausn þess sem kalla mætti fráflæðisvanda á höfuðborgarsvæðinu. Nálægð við bráðaþjónustu, vaxandi samfélag með sterka innviði og þverpólitískur vilji til framkvæmda skapa kjöraðstæður til að ráðast í þetta mikilvæga verkefni. Sú staðreynd að nú þegar hefur verið úthlutað lóð undir 66-88 rými og samkomulag liggur fyrir við einkaaðila með reynslu og þekkingu á byggingu og rekstri hjúkrunarheimila, er ekki aðeins fagnaðarefni heldur líka skýr skilaboð: Þorlákshöfn er tilbúin. Nú þurfum við þingmenn að fylgja málinu eftir, vinna með sveitarfélaginu og þessum kröftugu aðilum sem vilja byggja hjúkrunarheimili og tryggja að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst. Forgangsmál Ég tek undir áskorun bæjarfulltrúanna til þingmanna Suðurlands og ég mun leggja mitt af mörkum til að þetta verkefni verði forgangsmál á Alþingi. Við eigum ekki að byggja heilbrigðisþjónustu framtíðar á biðröðum, neyðarrýmum og bráðabirgðalausnum. Við eigum að byggja hana á virðingu, fagmennsku og framtíðarsýn. Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn er ekki aðeins þörf, það er rétt ákvörðun. Það er fjárfesting í velferð fólks, í jöfnum tækifærum íbúa ólíkra landshluta og í heilbrigðu samfélagi þar sem enginn er skilinn eftir. Ég hlakka til að vinna áfram með sveitarfélaginu, samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og samstarfsfólki á Alþingi að því að þetta mikilvæga mál verði að veruleika. Höfundur er alþingismaður Suðurkjördæmis.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun