Körfubolti

Sögu­leg byrjun OKC á tíma­bilinu

Siggeir Ævarsson skrifar
Shai Gilgeous-Alexander er kátur þó svo að Jalen Williams sé ennþá meiddur og eigi eftir að spila sinn fyrsta leik í vetur.
Shai Gilgeous-Alexander er kátur þó svo að Jalen Williams sé ennþá meiddur og eigi eftir að spila sinn fyrsta leik í vetur. Vísir/Getty

NBA meistarar Oklahoma City Thunder hafa byrjað tímabilið frábærlega en liðið vann sinn sjöunda leik í röð síðustu nótt. Þetta er annað tímabilið í röð sem liðið er taplaust í fyrstu sjö leikjum sínum en aðeins tvö lið hafa leikið það eftir í sögunni.

Boston Celtics gerðu þetta 1963 og 1964 þegar liðið vann fyrstu ellefu leiki sína og fyrstu sjö tímabilið eftir. Houston Rockets gerðu þetta svo 30 árum síðan og unnu fyrstu 15 leikina 1993 og fyrstu níu árið eftir. 

Nú hafa ríkjandi meistarar leikið þetta eftir rúmum 30 árum síðar en bæði Celtics og Rockets unnu titilinn tvö ár í röð samhliða þessum árangri.

Margir hafa tippað á að OKC sé líklegasta liðið til fara alla leið á ný í ár en það sem gerir þennan góða árangur í upphafi móts ekki síður merkilegan er að liðið er að glíma við töluverð meiðsli.

Jalen Williams hefur ekkert leikið enn, Chet Holmgren er búinn að missa af þremur leikjum sem og Alex Caruso og þá hafa þeir Cason Wallace og Lu Dort báðir misst af sitthvorum leiknum. Þá hafa rulluspilararnir Kenrich Williams og Nikola Topic ekkert spilað heldur en það hefur ekki stoppað OKC eimreiðina.

NBA

Tengdar fréttir

NBA-leikmaður með krabbamein

Nikola Topic, bakvörður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta, hefur hafið krabbameinslyfjameðferð eftir að hafa greinst með eistnakrabbamein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×