Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar 1. nóvember 2025 07:00 Í dag hófst sala á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar í bókaverslunum landsins, líkt og fyrsta nóvember á hverju ári í tæpa þrjá áratugi. Fastur liður á íslenska bókaárinu. Þetta árið kostar bókin, titluð Tál, fullu verði 8.699 kr. í verslunum Pennans Eymundsson. Bókin hans í fyrra, Ferðalok, kostaði 8.499 kr. Fyrir okkur sem pælum mikið í því hvað bækur kosta er ágætt að hafa þennan fasta árlega viðmiðunarpunkt. Vísitala bókaverðs, reiknuð árlega. Arnaldarvísitalan. Fólki er einmitt tíðrætt við mig um verð á bókum, og hváir gjarnan yfir því hvað bækur séu orðnar dýrar. Ég skil vel að að það sé upplifun fólks þegar það horfir á verðmiðann, enda er Arnaldarvísitalan núna að hækka um 200 kr. milli ára og ekki verður það skárra ef við horfum lengra aftur í tímann. Árið 2005, fyrir 20 árum, sendi Arnaldur frá sér bókina Vetrarborgin, en leiðbeinandi verðið sem var gefið upp í Bókatíðindum það ár var 4.690 kr. fyrir þann titil. Þar er því um rúma 4.000 króna hækkun að ræða, upp í verð dagsins í dag. Mér finnst samt erfitt að taka undir þessar áhyggjur fólks yfir því að bækur séu orðnar dýrari, því þó talan á verðmiðanum hafi hækkað þá er ekki þar með sagt að hluturinn sé dýrari að raunvirði. Sérstaklega ekki í óðaverðbólgu örhagkerfis íslensku krónunnar. Ef maður slær til dæmis verðið á Ferðalokum, bók Arnaldar frá því í fyrra, inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar fær maður það út að samkvæmt almennri verðlagsþróun ætti Tál, bókin hans í ár, að kosta rúmlega 8.800 kr. Ef við miðum svo við verðið á Vetrarborginni fyrir 20 árum ætti bók ársins í ár að kosta 12.400 kr. Það er því morgunljóst að bækur hafa, miðað við flest annað sem fólk kaupir, lækkað umtalsvert að raunvirði á síðustu tveim áratugum. Fólk á því ekki að láta verðmiðann hræða sig núna í aðdraganda jóla. Það skiptir máli fyrir framtíð íslenskrar tungu að fólk kaupi bækur, gefi bækur og lesi bækur, hefur trúlega aldrei verið mikilvægara. Það hefur líka aldrei verið ódýrara, að minnsta kosti að raunvirði. Höfundur starfar sem bóksali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Bókaútgáfa Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hófst sala á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar í bókaverslunum landsins, líkt og fyrsta nóvember á hverju ári í tæpa þrjá áratugi. Fastur liður á íslenska bókaárinu. Þetta árið kostar bókin, titluð Tál, fullu verði 8.699 kr. í verslunum Pennans Eymundsson. Bókin hans í fyrra, Ferðalok, kostaði 8.499 kr. Fyrir okkur sem pælum mikið í því hvað bækur kosta er ágætt að hafa þennan fasta árlega viðmiðunarpunkt. Vísitala bókaverðs, reiknuð árlega. Arnaldarvísitalan. Fólki er einmitt tíðrætt við mig um verð á bókum, og hváir gjarnan yfir því hvað bækur séu orðnar dýrar. Ég skil vel að að það sé upplifun fólks þegar það horfir á verðmiðann, enda er Arnaldarvísitalan núna að hækka um 200 kr. milli ára og ekki verður það skárra ef við horfum lengra aftur í tímann. Árið 2005, fyrir 20 árum, sendi Arnaldur frá sér bókina Vetrarborgin, en leiðbeinandi verðið sem var gefið upp í Bókatíðindum það ár var 4.690 kr. fyrir þann titil. Þar er því um rúma 4.000 króna hækkun að ræða, upp í verð dagsins í dag. Mér finnst samt erfitt að taka undir þessar áhyggjur fólks yfir því að bækur séu orðnar dýrari, því þó talan á verðmiðanum hafi hækkað þá er ekki þar með sagt að hluturinn sé dýrari að raunvirði. Sérstaklega ekki í óðaverðbólgu örhagkerfis íslensku krónunnar. Ef maður slær til dæmis verðið á Ferðalokum, bók Arnaldar frá því í fyrra, inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar fær maður það út að samkvæmt almennri verðlagsþróun ætti Tál, bókin hans í ár, að kosta rúmlega 8.800 kr. Ef við miðum svo við verðið á Vetrarborginni fyrir 20 árum ætti bók ársins í ár að kosta 12.400 kr. Það er því morgunljóst að bækur hafa, miðað við flest annað sem fólk kaupir, lækkað umtalsvert að raunvirði á síðustu tveim áratugum. Fólk á því ekki að láta verðmiðann hræða sig núna í aðdraganda jóla. Það skiptir máli fyrir framtíð íslenskrar tungu að fólk kaupi bækur, gefi bækur og lesi bækur, hefur trúlega aldrei verið mikilvægara. Það hefur líka aldrei verið ódýrara, að minnsta kosti að raunvirði. Höfundur starfar sem bóksali.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun