Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 29. október 2025 22:17 vísir/Anton Njarðvík tók á móti toppliði Grindavíkur í hörku leik í IceMar-höllinni í kvöld þegar fimmta umferð Bónus deild kvenna fór fram. Eins og við mátti búast var þetta hörku leikur sem Njarðvík vann með minnsta mun 85-84. Grindavík byrjaði leikinn á því að blaka uppkastinu til Dani Rodriguez sem keyrði af stað á körfuna og setti fyrstu stig leiksins á töfluna. Bæði lið þreifuðu svolítið fyrir sér en Njarðvík náði snemma að stíga skrefinu framar og leiddi eftir fyrsta leikhluta með tíu stigum 26-16. Gestirnir úr Grindavík mættu miklu grimmari út í annan leikhluta og byrjuðu hægt og rólega að saxa niður forskot Njarðvíkur. Grindavík náði góðum stoppum og voru að setja góð skot á móti. Abby Beeman setti niður tvö vítaskot undir lok leikhlutans sem skilaði Grindavík yfir með minnsta mun inn í hálfleikinn 43-44. Leikurinn gekk fram og til baka í þriðja leikhluta. Grindavík náði sjö stiga forskoti þegar best lét en Njarðvík vann sig aftur inn í jafnan leik. Undir lok leikhlutans fékk Grindavík tvö víti til þess að koma þessu í þriggja stiga leik. Abby Beeman setti fyrra en klikkaði á seinna. Njarðvík óð upp í sókn og Danielle Rodriguez setti buzzer þrist til að loka leikhlutanum og Njarðvík leiddi með einu 66-65 eftir þriðja leikhluta. Það var ljóst að fjórði leikhluti myndi einkennast af mikilli baráttu og það raungerðist svo sannarlega. Mjótt var á munum og hvert stig fór að vega þyngra. Það var svo Njarðvík sem stóð uppi sem sigurvegari en þær unnu Grindavík með minnsta mun 85-84. Atvik leiksins Lara Ösp Ásgeirsdóttir sýndi sannkallaðar stáltaugar undir lokin þegar hún fór á vítalínuna fyrir Njarðvík og setti niður tvö vítaskot sem vann leikinn fyrir Njarðvík með 2.4 sekúndur eftir á klukkunni. Stjörnur og skúrkarDani Rodriguez var öflug í liði Njarðvíkur í kvöld og skoraði 21 stig, tók 16 fráköst og af 8 stoðsendingar. Brittany Dinkins skoraði 26 stig og var öflug í seinni hálfleik.Hulda María Agnarsdóttir og Sara Björk Logadóttir áttu einnig frábæran leik fyrir Njarðvík. Hjá Grindavík var Abby Beeman með þrefalda tvennu 23/12/11. DómararnirBjarki Þór Davíðsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Einar Valur Gunnarsson dæmdu þennan leik.Heilt yfir fannst mér þeir komast ágætlega frá þessu. Ekki sammála öllum dómum en það er partur af þessu. Stemingin og umgjörðÞað er alltaf fjör í IceMar-höllinni og þá sérstaklega þegar grannar mætast. Umgjörðin í Njarðvík er alltaf til fyrirmyndar.ViðtölEinar Árni Jóhannsson þjáflari NjarðvíkurAnton Brink/Vísir„Kannski er ég orðin það gamall en ég var bara pollrólegur“„Fólkið fékk fyrir peninginn og hjartavöðvarnir styrktust hressilega hér í kvöld“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn.„Við erum tíu upp í fyrsta og þær eiga gott áhlaup í öðrum. Seinni hálfleikurinn var svo fram og til baka“„Liðin skiptust á að leiða og ég er bara gríðarlega ánægður með mitt lið að klára þetta í þeirri stöðu sem að við erum í dag“Brittany Dinkins hafði heldur hægt um sig í byrjun leiks en steig upp í seinni hálfleik.„Já og það þurfti ekki einusinni að nefna það við hana í hálfleiknum. Hún vissi alveg sem væri að hún var reyndar með fjórar stoðsendingar en hún var á einhverjum fjórum stigum í fyrri hálfleik“„Hún vissi alveg sem væri að við þyftum að fá meira frá henni í dag verandi án miðherja sem hefur verið öflugur þáttur í okkar leik þegar Paulina er að rúlla og boltascreen. Hún steig hressilega upp í seinni hálfleik“Lára Ösp Ásgeirsdóttir setti niður tvö víti alveg í lokinn með leikinn undir.„Kannski er ég orðin það gamall en ég var bara pollrólegur. Ég hugsaði líka bara ef ég mætti velja þá er Lára ein af þeim sem færi á línuna en ekki bara að hún er frábær skotmaður heldur er hún líka reynslumikil þannig það kom mér ekkert á óvart að hún setti þessi víti niður“ sagði Einar Árni Jóhannsson.Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur.„Ýmislegt sem hefði mátt betur fara“„Það er mjög svekkjandi að tapa“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur svekktur eftir leik. „Til að byrja með fannst mér þær vera leggja meira í þetta. Mikil stemning í húsinu og í fljótu bragði finnst mér dómararnir fylgja því. Þær spiluðu mjög hart og svo fannst mér ekki sama lína svona yfir höfuð“„Við vorum lélegar að mæta þessari orku sem að þær komu með þó svo að við hefðum talað um það hvað þyrfti að gera“„Við vorum búnar að undirbúa okkur undir það að Paulina Hersler væri að fara spila hérna. Varnarskipurlag okkar var rosalega mikið byggt út frá því en svo er hún ekki að spila svo það riðlaði varnarskipurlaginu og við byrjðum mjög illa“„Svo náði ég að breyta og það varð betra. Það er ýmislegt sem hefði mátt betur fara“ sagði Þorleifur Ólafsson. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík
Njarðvík tók á móti toppliði Grindavíkur í hörku leik í IceMar-höllinni í kvöld þegar fimmta umferð Bónus deild kvenna fór fram. Eins og við mátti búast var þetta hörku leikur sem Njarðvík vann með minnsta mun 85-84. Grindavík byrjaði leikinn á því að blaka uppkastinu til Dani Rodriguez sem keyrði af stað á körfuna og setti fyrstu stig leiksins á töfluna. Bæði lið þreifuðu svolítið fyrir sér en Njarðvík náði snemma að stíga skrefinu framar og leiddi eftir fyrsta leikhluta með tíu stigum 26-16. Gestirnir úr Grindavík mættu miklu grimmari út í annan leikhluta og byrjuðu hægt og rólega að saxa niður forskot Njarðvíkur. Grindavík náði góðum stoppum og voru að setja góð skot á móti. Abby Beeman setti niður tvö vítaskot undir lok leikhlutans sem skilaði Grindavík yfir með minnsta mun inn í hálfleikinn 43-44. Leikurinn gekk fram og til baka í þriðja leikhluta. Grindavík náði sjö stiga forskoti þegar best lét en Njarðvík vann sig aftur inn í jafnan leik. Undir lok leikhlutans fékk Grindavík tvö víti til þess að koma þessu í þriggja stiga leik. Abby Beeman setti fyrra en klikkaði á seinna. Njarðvík óð upp í sókn og Danielle Rodriguez setti buzzer þrist til að loka leikhlutanum og Njarðvík leiddi með einu 66-65 eftir þriðja leikhluta. Það var ljóst að fjórði leikhluti myndi einkennast af mikilli baráttu og það raungerðist svo sannarlega. Mjótt var á munum og hvert stig fór að vega þyngra. Það var svo Njarðvík sem stóð uppi sem sigurvegari en þær unnu Grindavík með minnsta mun 85-84. Atvik leiksins Lara Ösp Ásgeirsdóttir sýndi sannkallaðar stáltaugar undir lokin þegar hún fór á vítalínuna fyrir Njarðvík og setti niður tvö vítaskot sem vann leikinn fyrir Njarðvík með 2.4 sekúndur eftir á klukkunni. Stjörnur og skúrkarDani Rodriguez var öflug í liði Njarðvíkur í kvöld og skoraði 21 stig, tók 16 fráköst og af 8 stoðsendingar. Brittany Dinkins skoraði 26 stig og var öflug í seinni hálfleik.Hulda María Agnarsdóttir og Sara Björk Logadóttir áttu einnig frábæran leik fyrir Njarðvík. Hjá Grindavík var Abby Beeman með þrefalda tvennu 23/12/11. DómararnirBjarki Þór Davíðsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson og Einar Valur Gunnarsson dæmdu þennan leik.Heilt yfir fannst mér þeir komast ágætlega frá þessu. Ekki sammála öllum dómum en það er partur af þessu. Stemingin og umgjörðÞað er alltaf fjör í IceMar-höllinni og þá sérstaklega þegar grannar mætast. Umgjörðin í Njarðvík er alltaf til fyrirmyndar.ViðtölEinar Árni Jóhannsson þjáflari NjarðvíkurAnton Brink/Vísir„Kannski er ég orðin það gamall en ég var bara pollrólegur“„Fólkið fékk fyrir peninginn og hjartavöðvarnir styrktust hressilega hér í kvöld“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn.„Við erum tíu upp í fyrsta og þær eiga gott áhlaup í öðrum. Seinni hálfleikurinn var svo fram og til baka“„Liðin skiptust á að leiða og ég er bara gríðarlega ánægður með mitt lið að klára þetta í þeirri stöðu sem að við erum í dag“Brittany Dinkins hafði heldur hægt um sig í byrjun leiks en steig upp í seinni hálfleik.„Já og það þurfti ekki einusinni að nefna það við hana í hálfleiknum. Hún vissi alveg sem væri að hún var reyndar með fjórar stoðsendingar en hún var á einhverjum fjórum stigum í fyrri hálfleik“„Hún vissi alveg sem væri að við þyftum að fá meira frá henni í dag verandi án miðherja sem hefur verið öflugur þáttur í okkar leik þegar Paulina er að rúlla og boltascreen. Hún steig hressilega upp í seinni hálfleik“Lára Ösp Ásgeirsdóttir setti niður tvö víti alveg í lokinn með leikinn undir.„Kannski er ég orðin það gamall en ég var bara pollrólegur. Ég hugsaði líka bara ef ég mætti velja þá er Lára ein af þeim sem færi á línuna en ekki bara að hún er frábær skotmaður heldur er hún líka reynslumikil þannig það kom mér ekkert á óvart að hún setti þessi víti niður“ sagði Einar Árni Jóhannsson.Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur.„Ýmislegt sem hefði mátt betur fara“„Það er mjög svekkjandi að tapa“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur svekktur eftir leik. „Til að byrja með fannst mér þær vera leggja meira í þetta. Mikil stemning í húsinu og í fljótu bragði finnst mér dómararnir fylgja því. Þær spiluðu mjög hart og svo fannst mér ekki sama lína svona yfir höfuð“„Við vorum lélegar að mæta þessari orku sem að þær komu með þó svo að við hefðum talað um það hvað þyrfti að gera“„Við vorum búnar að undirbúa okkur undir það að Paulina Hersler væri að fara spila hérna. Varnarskipurlag okkar var rosalega mikið byggt út frá því en svo er hún ekki að spila svo það riðlaði varnarskipurlaginu og við byrjðum mjög illa“„Svo náði ég að breyta og það varð betra. Það er ýmislegt sem hefði mátt betur fara“ sagði Þorleifur Ólafsson.