Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar 29. október 2025 14:02 Hvernig umönnun og tækni mætast í þágu öryggis og tengsla Í samfélagi sem er á fleygiferð, þar sem tækni og samfélagsmiðlar hafa tekið yfirhöndina, sýna rannsóknir að einmanaleiki og félagsleg einangrun eru að aukast. Það er hliðarverkun sem við bjuggumst kannski ekki við á þessari samfélagsmiðlaöld. Við höfum aldrei verið tengdari, en á sama tíma aldrei verið jafn ein. Tæknin þarf þó ekki að vera andstæða mannlegrar nándar, heldur getur hún verið leiðin að henni ef að við notum hana rétt. Þetta snýst nefnilega ekki um tæknina sjálfa, heldur hvernig við notum hana. Þegar hún er notuð til að hlusta, sýna umhyggju og vera til staðar, þá tengir hún fólk í stað þess að fjarlægja það hvert frá öðru. Þegar ég hóf störf hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og tók við fjarheimaþjónustu sviðsins varð ég uppnumin af því sem við gátum gert og þeim stuðningi sem við gátum veitt í gegnum skjáheimsóknir. Ég fór að tengjast fólki í gegnum endurtekin samtöl og jafnvel vingast við einstaklinga sem ég sá aðeins í gegnum skjáinn. Þetta voru alvarleg samtöl um heilsu, líðan og daglegt líf en líka spjall um samtímann og það liðna, skemmtilegar sögur og hlátursköst. Samtölin voru líka vettvangur ráðgjafar og eftirlits, að fylgjast með heilsu, veita leiðsögn og hjálpa fólki að rata í gegnum kerfið þegar þörf var á. Ég fann fljótt að þessi þjónusta skipti marga miklu máli og að hún hafði bein áhrif á daglegt líf og líðan þeirra. Mér fannst líka svo fallegt að sjá hvernig traust og tengsl gátu myndast án þess að fara inn á heimili fólks. Margir sögðu mér að þeim fyndist þetta fyrirkomulag jafnvel þægilegra en að þurfa að taka á móti fólki heima. Við skjáinn myndast ósýnileg tengsl og traust sem veita bæði öryggi, stuðning og þá dýrmætu tilfinningu að vera ekki ein. Þetta er mín eigin upplifun af þjónustunni og það sem ég trúi að fólkið sem við sinnum upplifi líka. Niðurstöður staðfesta það sem hjartað vissi „Félagslegur stuðningur dregur mig út úr holunni sem ég var búin að grafa mig í. Ég hlakka til að hitta þær á skjánum á hverjum degi.“ Frá árinu 2020 hefur Reykjavíkurborg boðið upp á skjáheimsóknir sem hluta af fjarheimaþjónustu. Þjónustan hefur vaxið jafnt og þétt og er nú orðin hluti af daglegum stuðningi við íbúa sem fá heimahjúkrun og heimastuðning. Með þessu hefur borgin verið brautryðjandi í að samþætta félagslega umönnun og velferðartækni í þágu öryggis og lífsgæða. Ég trúði frá upphafi að þjónustan hefði raunveruleg áhrif á líðan fólks og þess vegna er svo dýrmætt að fá staðfestingu á að skjáheimsóknir eru þjónusta sem veitir fólki öryggiskennd, tengingu og hefur raunveruleg áhrif á einmanaleika. Í nýjustu þjónustukönnun árið 2025 sögðust 83% notenda skjáheimsókna upplifa aukið öryggi heima fyrir og margir lýstu því hvað það skipti máli að vita að einhver hefði auga með þeim. Einn þátttakandi orðaði það á einfaldan og fallegan hátt: „Það er gott að vita að það er einhver sem hringir og tékkar á mér. Þá er maður ekki einn í heiminum.“ En það sem stendur upp úr er hversu áhrifin eru djúpstæð. Flestir sögðu að skjáheimsóknir lífguðu upp á daginn, að það væri gott að hlæja, spjalla og hlakka til næsta símtals. 79% þeirra sem finna fyrir einmanaleika upplifa að þjónustan dragi úr honum og margir sögðu að þessi reglulegu samtöl væru orðin hluti af lífinu, eins og að eiga vin á hinum endanum. Þessar niðurstöður endurspegla líka starfsfólkið okkar. Við höfum verið heppin að fá til okkar hjartahlýtt og gott starfsfólk sem er umhugað um náungann. Fólk sem sækir um starfið gerir það af kærleika og með það að markmiði að láta öðrum líða vel. Það skilar sér í hverju samtali, brosi, spjalli og í því að hlusta af alvöru. Notendur segja að það skipti miklu máli að sama starfsfólkið hringi og við það dýpki tengslin, traustið eykst og samkenndin verður sterkari. Skjáheimsóknir eru þannig ekki aðeins „þjónusta“ heldur félagsleg tenging. Þjónustan veitir líka ákveðið aðhald, til dæmis að minna á lyf, hvetja til hreyfingar eða einfaldlega að halda í gleðina í daglegu lífi. Það er þessi blanda af umhyggju, eftirfylgni og einlægum samskiptum sem gerir skjáheimsóknir svo einstakar. Nálægð án nærveru Skjáheimsóknir sýna að mannleg nánd þarf ekki endilega að byggjast á líkamlegri nærveru. Tæknin getur verið brú sem tengir fólk og styður við sjálfstætt líf á eigin heimili. Fyrir marga er það jafnvel þægilegra að geta talað við starfsfólk í ró og næði, heima hjá sér, án þess að þurfa að „bjóða heim“. En skjáheimsóknir eru ekki bara hlý og mannleg þjónusta, þær eru líka skilvirk og sveigjanleg lausn til að veita stuðning í heimahúsi. Þær gera okkur kleift að þjónusta fleiri án þess að þurfa að eyða tíma í akstur milli heimila. Við ljúkum einfaldlega samtalinu og hringjum í þann næsta. Þannig nýtist tími starfsfólks betur, sem þýðir meiri nærvera og þjónusta fyrir fleiri sem þurfa á því að halda. Þetta hefur skilað okkur miklum árangri hér í Reykjavík, en ávinningurinn gæti orðið margfaldur ef samskonar þjónusta væri í boði alls staðar á landinu og ekki síst á landsbyggðinni þar sem fjarlægðir eru meiri. Fyrir notendur er þetta jafnframt miklu sveigjanlegra og minna mál. Það eina sem þarf er að vera heima, hafa skjáinn við hendina og ýta á græna takkann til að svara. Þessi sveigjanleiki og nærvera gera skjáheimsóknir að lifandi dæmi um hvernig tækni og umhyggja geta farið saman, hvernig hægt er að gera þjónustu bæði mannlegri og markvissari, án þess að glata hlýjunni og þeirri mannlegu nánd sem gerir þjónustu í heimahúsi einstaka. Skjáheimsóknir eru því ekki eingöngu heimaþjónusta í nýju formi, þær eru samfélagsleg nýsköpun sem brúa bilið milli tækni og mannlegra samskipta. Þær eru eitt af þeim verkfærum sem við getum notað til að gera einstaklingum kleift að búa lengur á eigin heimili með auknu öryggi, en ekki síður með meiri félagslegri tengingu. Í samfélagi þar sem einmanaleiki er oft dulin áskorun geta skjáheimsóknir orðið lykill að betri líðan, auknu öryggi og meiri lífsgæðum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri samþættrar heimaþjónustu á skrifstofu öldrunarmála Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Félagsmál Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Hvernig umönnun og tækni mætast í þágu öryggis og tengsla Í samfélagi sem er á fleygiferð, þar sem tækni og samfélagsmiðlar hafa tekið yfirhöndina, sýna rannsóknir að einmanaleiki og félagsleg einangrun eru að aukast. Það er hliðarverkun sem við bjuggumst kannski ekki við á þessari samfélagsmiðlaöld. Við höfum aldrei verið tengdari, en á sama tíma aldrei verið jafn ein. Tæknin þarf þó ekki að vera andstæða mannlegrar nándar, heldur getur hún verið leiðin að henni ef að við notum hana rétt. Þetta snýst nefnilega ekki um tæknina sjálfa, heldur hvernig við notum hana. Þegar hún er notuð til að hlusta, sýna umhyggju og vera til staðar, þá tengir hún fólk í stað þess að fjarlægja það hvert frá öðru. Þegar ég hóf störf hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og tók við fjarheimaþjónustu sviðsins varð ég uppnumin af því sem við gátum gert og þeim stuðningi sem við gátum veitt í gegnum skjáheimsóknir. Ég fór að tengjast fólki í gegnum endurtekin samtöl og jafnvel vingast við einstaklinga sem ég sá aðeins í gegnum skjáinn. Þetta voru alvarleg samtöl um heilsu, líðan og daglegt líf en líka spjall um samtímann og það liðna, skemmtilegar sögur og hlátursköst. Samtölin voru líka vettvangur ráðgjafar og eftirlits, að fylgjast með heilsu, veita leiðsögn og hjálpa fólki að rata í gegnum kerfið þegar þörf var á. Ég fann fljótt að þessi þjónusta skipti marga miklu máli og að hún hafði bein áhrif á daglegt líf og líðan þeirra. Mér fannst líka svo fallegt að sjá hvernig traust og tengsl gátu myndast án þess að fara inn á heimili fólks. Margir sögðu mér að þeim fyndist þetta fyrirkomulag jafnvel þægilegra en að þurfa að taka á móti fólki heima. Við skjáinn myndast ósýnileg tengsl og traust sem veita bæði öryggi, stuðning og þá dýrmætu tilfinningu að vera ekki ein. Þetta er mín eigin upplifun af þjónustunni og það sem ég trúi að fólkið sem við sinnum upplifi líka. Niðurstöður staðfesta það sem hjartað vissi „Félagslegur stuðningur dregur mig út úr holunni sem ég var búin að grafa mig í. Ég hlakka til að hitta þær á skjánum á hverjum degi.“ Frá árinu 2020 hefur Reykjavíkurborg boðið upp á skjáheimsóknir sem hluta af fjarheimaþjónustu. Þjónustan hefur vaxið jafnt og þétt og er nú orðin hluti af daglegum stuðningi við íbúa sem fá heimahjúkrun og heimastuðning. Með þessu hefur borgin verið brautryðjandi í að samþætta félagslega umönnun og velferðartækni í þágu öryggis og lífsgæða. Ég trúði frá upphafi að þjónustan hefði raunveruleg áhrif á líðan fólks og þess vegna er svo dýrmætt að fá staðfestingu á að skjáheimsóknir eru þjónusta sem veitir fólki öryggiskennd, tengingu og hefur raunveruleg áhrif á einmanaleika. Í nýjustu þjónustukönnun árið 2025 sögðust 83% notenda skjáheimsókna upplifa aukið öryggi heima fyrir og margir lýstu því hvað það skipti máli að vita að einhver hefði auga með þeim. Einn þátttakandi orðaði það á einfaldan og fallegan hátt: „Það er gott að vita að það er einhver sem hringir og tékkar á mér. Þá er maður ekki einn í heiminum.“ En það sem stendur upp úr er hversu áhrifin eru djúpstæð. Flestir sögðu að skjáheimsóknir lífguðu upp á daginn, að það væri gott að hlæja, spjalla og hlakka til næsta símtals. 79% þeirra sem finna fyrir einmanaleika upplifa að þjónustan dragi úr honum og margir sögðu að þessi reglulegu samtöl væru orðin hluti af lífinu, eins og að eiga vin á hinum endanum. Þessar niðurstöður endurspegla líka starfsfólkið okkar. Við höfum verið heppin að fá til okkar hjartahlýtt og gott starfsfólk sem er umhugað um náungann. Fólk sem sækir um starfið gerir það af kærleika og með það að markmiði að láta öðrum líða vel. Það skilar sér í hverju samtali, brosi, spjalli og í því að hlusta af alvöru. Notendur segja að það skipti miklu máli að sama starfsfólkið hringi og við það dýpki tengslin, traustið eykst og samkenndin verður sterkari. Skjáheimsóknir eru þannig ekki aðeins „þjónusta“ heldur félagsleg tenging. Þjónustan veitir líka ákveðið aðhald, til dæmis að minna á lyf, hvetja til hreyfingar eða einfaldlega að halda í gleðina í daglegu lífi. Það er þessi blanda af umhyggju, eftirfylgni og einlægum samskiptum sem gerir skjáheimsóknir svo einstakar. Nálægð án nærveru Skjáheimsóknir sýna að mannleg nánd þarf ekki endilega að byggjast á líkamlegri nærveru. Tæknin getur verið brú sem tengir fólk og styður við sjálfstætt líf á eigin heimili. Fyrir marga er það jafnvel þægilegra að geta talað við starfsfólk í ró og næði, heima hjá sér, án þess að þurfa að „bjóða heim“. En skjáheimsóknir eru ekki bara hlý og mannleg þjónusta, þær eru líka skilvirk og sveigjanleg lausn til að veita stuðning í heimahúsi. Þær gera okkur kleift að þjónusta fleiri án þess að þurfa að eyða tíma í akstur milli heimila. Við ljúkum einfaldlega samtalinu og hringjum í þann næsta. Þannig nýtist tími starfsfólks betur, sem þýðir meiri nærvera og þjónusta fyrir fleiri sem þurfa á því að halda. Þetta hefur skilað okkur miklum árangri hér í Reykjavík, en ávinningurinn gæti orðið margfaldur ef samskonar þjónusta væri í boði alls staðar á landinu og ekki síst á landsbyggðinni þar sem fjarlægðir eru meiri. Fyrir notendur er þetta jafnframt miklu sveigjanlegra og minna mál. Það eina sem þarf er að vera heima, hafa skjáinn við hendina og ýta á græna takkann til að svara. Þessi sveigjanleiki og nærvera gera skjáheimsóknir að lifandi dæmi um hvernig tækni og umhyggja geta farið saman, hvernig hægt er að gera þjónustu bæði mannlegri og markvissari, án þess að glata hlýjunni og þeirri mannlegu nánd sem gerir þjónustu í heimahúsi einstaka. Skjáheimsóknir eru því ekki eingöngu heimaþjónusta í nýju formi, þær eru samfélagsleg nýsköpun sem brúa bilið milli tækni og mannlegra samskipta. Þær eru eitt af þeim verkfærum sem við getum notað til að gera einstaklingum kleift að búa lengur á eigin heimili með auknu öryggi, en ekki síður með meiri félagslegri tengingu. Í samfélagi þar sem einmanaleiki er oft dulin áskorun geta skjáheimsóknir orðið lykill að betri líðan, auknu öryggi og meiri lífsgæðum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri samþættrar heimaþjónustu á skrifstofu öldrunarmála Reykjavíkurborgar.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar