Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 24. október 2025 17:00 Norðurál, eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins, varð fyrir gríðarlegu áfalli fyrr í vikunni og eru 2/3 hlutar starfseminnar úti. Hjá Norðuráli starfa um 600 manns og talsvert stærri hópur í afleiddum störfum. Þannig má ætla að allt að 2000 manns byggi afkomu sína, með beinum eða óbeinum hætti, á starfsemi fyrirtækisins. Norðurál er burðurinn í atvinnulífi Akraneskaupstaðar og sveitanna í kring og má geta þess að meðallaun þeirra sem starfa hjá álverum á Íslandi eru 20% yfir meðalheildarlaunum í landinu. En áfallið á Grundartanga varðar ekki bara starfsfólk, verktaka og þjónustuveitendur Norðuráls. Hlutur fyrirtækisins af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar er um 6% og námu rúmum 109 milljörðum á árinu 2024. Greiðslur félagsins til innlendra aðila á síðasta ári voru um 50 milljarðar. Norðurál er nefnilega eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar og þess vegna er þetta áfall fyrir okkur öll. Það eru útflutningsgreinar þjóðarinnar sem skapa verðmætin í landinu og eru grundvöllur hagvaxtar. Áfall af þessari stærðargráðu mun hafa alvarleg neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, hversu mikið er ófyrirséð enda alveg óljóst á þessari stundu hvað mun líða langur tími þar til fyrirtækið kemst aftur í fullan rekstur. Það heyrast engar skælur frá forsvarsfólki Norðuráls. Þau eru upptekin við að kortleggja stöðuna og leita lausna til að lágmarka það tjón sem fyrirséð er og koma framleiðslunni í samt horf. Enn er á huldu hversu langt það ferli verður. Allar vangaveltur á þessari stundu eru spámennska. Stjórnmálafólk og forystufólk í atvinnulífinu gera sér glögga grein fyrir stærðargráðu þessa áfalls og rýna nú stöðuna út frá þjóðarhag og áhrifum þessa atburðar á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Því það er ekki bara Norðurál sem hefur orðið fyrir skaða, fjölmörg önnur fyrirtæki hafa það einnig, eins og til að mynda Eimskip sem nú hefur gefið út afkomuviðvörun. Það er ekkert óeðlilegt við það að því sé velt upp hvort og þá hvernig sé unnt að veita þeim fyrirtækjum stuðning sem nú hafa orðið fyrir skaða. Markmiðið væri fyrst og fremst að verja störf vinnandi fólks sem situr nú í óvissu um framtíð sína. Við skulum þó vona að sú sviðsmynd sem raungerist verði ekki það dökk að til þess komi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Bilun hjá Norðuráli Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurál, eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins, varð fyrir gríðarlegu áfalli fyrr í vikunni og eru 2/3 hlutar starfseminnar úti. Hjá Norðuráli starfa um 600 manns og talsvert stærri hópur í afleiddum störfum. Þannig má ætla að allt að 2000 manns byggi afkomu sína, með beinum eða óbeinum hætti, á starfsemi fyrirtækisins. Norðurál er burðurinn í atvinnulífi Akraneskaupstaðar og sveitanna í kring og má geta þess að meðallaun þeirra sem starfa hjá álverum á Íslandi eru 20% yfir meðalheildarlaunum í landinu. En áfallið á Grundartanga varðar ekki bara starfsfólk, verktaka og þjónustuveitendur Norðuráls. Hlutur fyrirtækisins af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar er um 6% og námu rúmum 109 milljörðum á árinu 2024. Greiðslur félagsins til innlendra aðila á síðasta ári voru um 50 milljarðar. Norðurál er nefnilega eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar og þess vegna er þetta áfall fyrir okkur öll. Það eru útflutningsgreinar þjóðarinnar sem skapa verðmætin í landinu og eru grundvöllur hagvaxtar. Áfall af þessari stærðargráðu mun hafa alvarleg neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, hversu mikið er ófyrirséð enda alveg óljóst á þessari stundu hvað mun líða langur tími þar til fyrirtækið kemst aftur í fullan rekstur. Það heyrast engar skælur frá forsvarsfólki Norðuráls. Þau eru upptekin við að kortleggja stöðuna og leita lausna til að lágmarka það tjón sem fyrirséð er og koma framleiðslunni í samt horf. Enn er á huldu hversu langt það ferli verður. Allar vangaveltur á þessari stundu eru spámennska. Stjórnmálafólk og forystufólk í atvinnulífinu gera sér glögga grein fyrir stærðargráðu þessa áfalls og rýna nú stöðuna út frá þjóðarhag og áhrifum þessa atburðar á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Því það er ekki bara Norðurál sem hefur orðið fyrir skaða, fjölmörg önnur fyrirtæki hafa það einnig, eins og til að mynda Eimskip sem nú hefur gefið út afkomuviðvörun. Það er ekkert óeðlilegt við það að því sé velt upp hvort og þá hvernig sé unnt að veita þeim fyrirtækjum stuðning sem nú hafa orðið fyrir skaða. Markmiðið væri fyrst og fremst að verja störf vinnandi fólks sem situr nú í óvissu um framtíð sína. Við skulum þó vona að sú sviðsmynd sem raungerist verði ekki það dökk að til þess komi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar