Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir, Bóas Valdórsson, Árný Ingvarsdóttir, , Anna Lára Steindal og Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifa 24. október 2025 10:01 ADHD samtökin, Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð, Þroskahjálp, ÖBÍ réttindasamtök og Umhyggja félag langveikra barna lýsa yfir djúpstæðum áhyggjum af óviðunandi stöðu barna sem bíða greiningar. Þau vara við því að biðlistar eftir greiningu séu orðnir svo langir að heilsu og velferð barna sé beinlínis stefnt í hættu. Þessi staða er óásættanleg og brýnt að stjórnvöld bregðist tafarlaust við. Staðan er grafalvarleg Fjöldi barna sem bíða eftir greiningu vegna ADHD og einhverfu hjá Geðheilsumiðstöð barna eykst stöðugt á milli ára og hefur biðlistinn aldrei verið lengri. Samkvæmt nýjustu tölum frá Umboðsmanni barna eru í dag 2.498 börn á biðlista eftir þjónustu hjá stofnuninni. Það þýðir að fjöldinn hefur aukist um rúmlega 50% á aðeins einu og hálfu ári. Þessi þróun bendir til kerfislægrar vanrækslu þar sem börn og fjölskyldur þeirra eru látin bíða mánuðum og jafnvel árum saman eftir nauðsynlegri greiningu og meðferð. Í dag bíða 1.697 börn eftir greiningu vegna gruns um ADHD hjá Geðheilsumiðstöð barna. Þetta er stærstur hluti þeirra 2.498 barna sem nú eru á biðlista eftir þjónustu hjá stofnuninni. Meðalbiðtími eftir ADHD greiningu er nú orðinn 26,2 mánuðir. Á biðlista eftir einhverfugreiningu bíða 750 börn og er meðalbiðtími 33,9 mánuðir – næstum 3 ár! Þetta eru börn sem þegar hafa farið í gegnum frumgreiningu hjá skólaþjónustu, þar sem biðin er víða komin upp í 1–2 ár, eða hjá sjálfstætt starfandi fagaðilum. Í frumgreiningu þessara barna hefur komið fram rökstuddur grunur um vanda og talin þörf á nánari greiningu. Þrátt fyrir þennan rökstudda grun og oft umfangsmikla frumgreiningarvinnu þá þurfa börnin nú að fara á enn einn biðlistann, sem spannar nú 2-3 ár hjá Geðheilsumiðstöð barna, áður en þau fá staðfesta greiningu og þar með aðgang að nauðsynlegri þjónustu. Þessu er þó ekki lokið því eftir þessa löngu bið þá bætast við nýir biðlistar eftir læknisþjónustu ef lyfjameðferð er talin nauðsynleg og svo enn og afturnýir biðlistar eftir sálfræðiþjónustu, fjölskyldumeðferð, hópmeðferð og annarri sérhæfðri aðstoð fagfólks ef þörf er á. Sé horft til Ráðgjafar- og greiningarstöðvar blasir svipuð staða við. Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni barna bíða hundruð barna eftir þverfaglegri greiningu sem er forsenda þess að þau fái viðeigandi stuðning í námi og daglegu lífi. Á leikskólastigi bíða 419 börn og er meðalbiðtími 25,7 mánuðir og á grunn- og framhaldsskólastigi bíða 298 börn að jafnaði í 21 mánuð. Kerfið svíkur börnin sem þurfa mest á því að halda Aðgengi að greiningu og meðferð vegna ADHD og einhverfu er verulega takmarkað innan opinbera kerfisins. Foreldrar neyðast í vaxandi mæli til að leita til sjálfstætt starfandi sérfræðinga og bera allan kostnað sjálfir. Sá kostnaður er umtalsverður og langt frá því að vera á færi allra fjölskyldna. Þannig er þjónustan orðin stéttbundin og ósanngjörn, þar sem fjárhagur fjölskyldu ræður því hvort barn fær hjálp eða ekki. Þessi þróun hefur átt sér langan aðdraganda, en núverandi staða er ekkert annað en kerfisbundin vanræksla. Hið opinbera heilbrigðiskerfi ræður ekki lengur við þá grunnskyldu að tryggja börnum með ADHD og einhverfu tímanlega og viðeigandi þjónustu. Þetta er í algjörri andstöðu við markmið laga um samþættingu þjónustu við börn, lög um réttindi sjúklinga og opinber viðmið um biðtíma sem Embætti landlæknis hefur sett. Í stað úrræða, aðeins lokaðar dyr Börnin sem hér um ræðir glíma oft við flókinn og alvarlegan vanda, en í stað þess að fá aðstoð eru þau látin bíða árum saman. Á meðan versnar líðan þeirra og vandinn eykst. Þjónustuaðilar vísa hver á annan, án þess að nokkur taki raunverulega ábyrgð. Sumir neita börnum um þjónustu því vandinn sé of mikill, á meðan aðrir hafna þeim á þeim forsendum að vandinn sé ekki nægilega mikill. Þannig falla börn gjarnan á milli kerfa – og fá enga aðstoð.Að auki virðast stofnanir í auknum mæli herða inntökuskilyrði og þrengja að þjónustuleiðum í stað þess að mæta aukinni þörf með auknum úrræðum, skilvirkari þjónustu og faglegum stuðningi. Snemmtæk íhlutun er ekki munaður, hún er lífsnauðsyn Tíminn skiptir sköpum þegar börn sýna merki um ADHD, einhverfu eða annan taugaþroskavanda. Því fyrr sem íhlutun hefst, því betri verða horfurnar bæði fyrir barnið sjálft, fjölskyldu þess og samfélagið allt. Tryggt og tafarlaust aðgengi að greiningu og meðferð getur gjörbreytt lífsgæðum barns, byggt upp sjálfsmynd og komið í veg fyrir að vandinn dýpki og festi rætur. Vanræksla á þessum tíma hefur hins vegar alvarlegar og oft óafturkræfar afleiðingar. Börn sem bíða árum saman eftir þjónustu eru í aukinni hættu á að þróa með sér kvíða, þunglyndi, félagslega einangrun, sjálfskaðandi hegðun og leiðir í verstu tilvikum jafnvel til sjálfsvíga. Við vitum þetta. Rannsóknir, reynsla foreldra og fagfólks og fjöldi alþjóðlegra viðmiða segja það sama: að bregðast seint eða ekki við er ekki valkostur – það er ábyrgðarleysi. Kerfið mun bresta! Geðheilbrigðiskerfi barna er ekki lengur að glíma við „vaxandi vanda“, það er komið að þolmörkum. Kerfið sem á að veita þessum börnum nauðsynlega aðstoð er að hruni komið. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum. Það skortir ekki aðeins úrræði og mannskap heldur líka pólitískan vilja til að forgangsraða geðheilbrigðismálum barna. Þetta er ekki eitthvað sem á að „skoða“, „meta“ eða „ræða“ lengur. Ef við viljum teljast velferðarsamfélag verða ráðamenn að grípa til afgerandi aðgerða. Kerfið lagast ekki af sjálfu sér, og það eru börnin sem borga verðið fyrir aðgerðarleysið. Höfundar eru: Elín H. Hinriksdóttir, sérfræðingur ADHD samtakanna Bóas Valdórsson, framkvæmdastjóri Sjónarhóls ráðgjafamiðstöðvar Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Geðheilbrigði Málefni fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Árný Ingvarsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
ADHD samtökin, Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð, Þroskahjálp, ÖBÍ réttindasamtök og Umhyggja félag langveikra barna lýsa yfir djúpstæðum áhyggjum af óviðunandi stöðu barna sem bíða greiningar. Þau vara við því að biðlistar eftir greiningu séu orðnir svo langir að heilsu og velferð barna sé beinlínis stefnt í hættu. Þessi staða er óásættanleg og brýnt að stjórnvöld bregðist tafarlaust við. Staðan er grafalvarleg Fjöldi barna sem bíða eftir greiningu vegna ADHD og einhverfu hjá Geðheilsumiðstöð barna eykst stöðugt á milli ára og hefur biðlistinn aldrei verið lengri. Samkvæmt nýjustu tölum frá Umboðsmanni barna eru í dag 2.498 börn á biðlista eftir þjónustu hjá stofnuninni. Það þýðir að fjöldinn hefur aukist um rúmlega 50% á aðeins einu og hálfu ári. Þessi þróun bendir til kerfislægrar vanrækslu þar sem börn og fjölskyldur þeirra eru látin bíða mánuðum og jafnvel árum saman eftir nauðsynlegri greiningu og meðferð. Í dag bíða 1.697 börn eftir greiningu vegna gruns um ADHD hjá Geðheilsumiðstöð barna. Þetta er stærstur hluti þeirra 2.498 barna sem nú eru á biðlista eftir þjónustu hjá stofnuninni. Meðalbiðtími eftir ADHD greiningu er nú orðinn 26,2 mánuðir. Á biðlista eftir einhverfugreiningu bíða 750 börn og er meðalbiðtími 33,9 mánuðir – næstum 3 ár! Þetta eru börn sem þegar hafa farið í gegnum frumgreiningu hjá skólaþjónustu, þar sem biðin er víða komin upp í 1–2 ár, eða hjá sjálfstætt starfandi fagaðilum. Í frumgreiningu þessara barna hefur komið fram rökstuddur grunur um vanda og talin þörf á nánari greiningu. Þrátt fyrir þennan rökstudda grun og oft umfangsmikla frumgreiningarvinnu þá þurfa börnin nú að fara á enn einn biðlistann, sem spannar nú 2-3 ár hjá Geðheilsumiðstöð barna, áður en þau fá staðfesta greiningu og þar með aðgang að nauðsynlegri þjónustu. Þessu er þó ekki lokið því eftir þessa löngu bið þá bætast við nýir biðlistar eftir læknisþjónustu ef lyfjameðferð er talin nauðsynleg og svo enn og afturnýir biðlistar eftir sálfræðiþjónustu, fjölskyldumeðferð, hópmeðferð og annarri sérhæfðri aðstoð fagfólks ef þörf er á. Sé horft til Ráðgjafar- og greiningarstöðvar blasir svipuð staða við. Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni barna bíða hundruð barna eftir þverfaglegri greiningu sem er forsenda þess að þau fái viðeigandi stuðning í námi og daglegu lífi. Á leikskólastigi bíða 419 börn og er meðalbiðtími 25,7 mánuðir og á grunn- og framhaldsskólastigi bíða 298 börn að jafnaði í 21 mánuð. Kerfið svíkur börnin sem þurfa mest á því að halda Aðgengi að greiningu og meðferð vegna ADHD og einhverfu er verulega takmarkað innan opinbera kerfisins. Foreldrar neyðast í vaxandi mæli til að leita til sjálfstætt starfandi sérfræðinga og bera allan kostnað sjálfir. Sá kostnaður er umtalsverður og langt frá því að vera á færi allra fjölskyldna. Þannig er þjónustan orðin stéttbundin og ósanngjörn, þar sem fjárhagur fjölskyldu ræður því hvort barn fær hjálp eða ekki. Þessi þróun hefur átt sér langan aðdraganda, en núverandi staða er ekkert annað en kerfisbundin vanræksla. Hið opinbera heilbrigðiskerfi ræður ekki lengur við þá grunnskyldu að tryggja börnum með ADHD og einhverfu tímanlega og viðeigandi þjónustu. Þetta er í algjörri andstöðu við markmið laga um samþættingu þjónustu við börn, lög um réttindi sjúklinga og opinber viðmið um biðtíma sem Embætti landlæknis hefur sett. Í stað úrræða, aðeins lokaðar dyr Börnin sem hér um ræðir glíma oft við flókinn og alvarlegan vanda, en í stað þess að fá aðstoð eru þau látin bíða árum saman. Á meðan versnar líðan þeirra og vandinn eykst. Þjónustuaðilar vísa hver á annan, án þess að nokkur taki raunverulega ábyrgð. Sumir neita börnum um þjónustu því vandinn sé of mikill, á meðan aðrir hafna þeim á þeim forsendum að vandinn sé ekki nægilega mikill. Þannig falla börn gjarnan á milli kerfa – og fá enga aðstoð.Að auki virðast stofnanir í auknum mæli herða inntökuskilyrði og þrengja að þjónustuleiðum í stað þess að mæta aukinni þörf með auknum úrræðum, skilvirkari þjónustu og faglegum stuðningi. Snemmtæk íhlutun er ekki munaður, hún er lífsnauðsyn Tíminn skiptir sköpum þegar börn sýna merki um ADHD, einhverfu eða annan taugaþroskavanda. Því fyrr sem íhlutun hefst, því betri verða horfurnar bæði fyrir barnið sjálft, fjölskyldu þess og samfélagið allt. Tryggt og tafarlaust aðgengi að greiningu og meðferð getur gjörbreytt lífsgæðum barns, byggt upp sjálfsmynd og komið í veg fyrir að vandinn dýpki og festi rætur. Vanræksla á þessum tíma hefur hins vegar alvarlegar og oft óafturkræfar afleiðingar. Börn sem bíða árum saman eftir þjónustu eru í aukinni hættu á að þróa með sér kvíða, þunglyndi, félagslega einangrun, sjálfskaðandi hegðun og leiðir í verstu tilvikum jafnvel til sjálfsvíga. Við vitum þetta. Rannsóknir, reynsla foreldra og fagfólks og fjöldi alþjóðlegra viðmiða segja það sama: að bregðast seint eða ekki við er ekki valkostur – það er ábyrgðarleysi. Kerfið mun bresta! Geðheilbrigðiskerfi barna er ekki lengur að glíma við „vaxandi vanda“, það er komið að þolmörkum. Kerfið sem á að veita þessum börnum nauðsynlega aðstoð er að hruni komið. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum. Það skortir ekki aðeins úrræði og mannskap heldur líka pólitískan vilja til að forgangsraða geðheilbrigðismálum barna. Þetta er ekki eitthvað sem á að „skoða“, „meta“ eða „ræða“ lengur. Ef við viljum teljast velferðarsamfélag verða ráðamenn að grípa til afgerandi aðgerða. Kerfið lagast ekki af sjálfu sér, og það eru börnin sem borga verðið fyrir aðgerðarleysið. Höfundar eru: Elín H. Hinriksdóttir, sérfræðingur ADHD samtakanna Bóas Valdórsson, framkvæmdastjóri Sjónarhóls ráðgjafamiðstöðvar Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun