Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar 24. október 2025 09:01 Sköpun er orð sem við notum oft, en skiljum ekki endilega eins. Margir tengja orðið við listir, myndlist eða tónlist. Í skólastarfi er sköpun hins vegar miklu víðara hugtak. Hún snýst um að láta hugmynd verða að veruleika, að tengja hugsun við verk og að læra með því að gera sjálf. Þegar nemandi fær að skapa lærir hann að hugsa sjálfstætt. Hann þarf að finna lausnir, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin vinnu. Það er ekki kennarinn sem segir hvað eigi að gera, heldur leiðbeinir barninu sem prófar, skoðar og lærir af tilrauninni. Í því felst frelsi og ábyrgð. Sköpun er ekki andstæða námsgreina heldur styrkir hún þær. Þegar barn hannar borðspil í stærðfræði, skrifar sögu sem byggir á sagnfræði eða smíðar líkan til að skilja eðlisfræði, þá verður þekkingin lifandi. Sköpun tengir fræðin við raunverulegt líf og það er þá sem nemandinn öðlast dýpri þekkingu á viðfangsefninu. Í skapandi verkefnum fá nemendur að vinna út frá eigin styrkleikum að fjölbreyttum verkefnum. Sumir hugsa í myndum, aðrir í hljóðum eða formum. Einn nemandi skrifar, annar byggir, sá þriðji skipuleggur og sá fjórði heldur utan um hópinn. Allir finna hlutverk. Þannig læra þeir að fjölbreytni er ekki vandamál heldur styrkur. Sköpun hjálpar börnum að takast á við óvissu. Hún kennir þeim að mistök eru ekki endalok heldur hluti af lærdómnum. Það er dýrmæt hæfni í heimi sem breytist hratt. Nemandi sem þorir að prófa nýjar leiðir, getur hugsað út fyrir kassann og unnið með öðrum að lausnum, á auðveldara með að takast á við framtíðina. Þessi hæfni nýtist ekki bara í skólanum heldur í öllu atvinnulífi. Skapandi hugsun er grunnurinn að nýsköpun, þjónustu og þróun. Hún gerir fólk hæft til að sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál, og til að vinna með ólíkum sjónarhornum að sameiginlegum lausnum. Fyrirtæki í dag leita ekki bara að fólki sem fylgir fyrirmælum, heldur fólki sem getur hugsað, aðlagast og skapað nýjar leiðir. Kennarar sem vinna með sköpun sjá hvernig áhugi kviknar þegar börn fá að tengja námið við eigin reynslu. Það þarf ekki stór verkefni til, stundum nægir að fá að velja aðferð eða útfærslu. Þegar börn fá að hafa áhrif eykst ábyrgðartilfinningin og trúin á eigin getu. Sköpun í skólum snýst ekki um list eða leik, heldur um lífið sjálft. Hún kennir börnum að sjá, spyrja og finna lausnir. Hún byggir upp seiglu, samvinnu og forvitni, allt það sem samfélagið okkar þarf meira af. Ef við viljum menntun sem skapar framtíð, þurfum við að gefa börnum rými til að skapa hana sjálf. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bryngeir Valdimarsson Grunnskólar Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Sköpun er orð sem við notum oft, en skiljum ekki endilega eins. Margir tengja orðið við listir, myndlist eða tónlist. Í skólastarfi er sköpun hins vegar miklu víðara hugtak. Hún snýst um að láta hugmynd verða að veruleika, að tengja hugsun við verk og að læra með því að gera sjálf. Þegar nemandi fær að skapa lærir hann að hugsa sjálfstætt. Hann þarf að finna lausnir, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin vinnu. Það er ekki kennarinn sem segir hvað eigi að gera, heldur leiðbeinir barninu sem prófar, skoðar og lærir af tilrauninni. Í því felst frelsi og ábyrgð. Sköpun er ekki andstæða námsgreina heldur styrkir hún þær. Þegar barn hannar borðspil í stærðfræði, skrifar sögu sem byggir á sagnfræði eða smíðar líkan til að skilja eðlisfræði, þá verður þekkingin lifandi. Sköpun tengir fræðin við raunverulegt líf og það er þá sem nemandinn öðlast dýpri þekkingu á viðfangsefninu. Í skapandi verkefnum fá nemendur að vinna út frá eigin styrkleikum að fjölbreyttum verkefnum. Sumir hugsa í myndum, aðrir í hljóðum eða formum. Einn nemandi skrifar, annar byggir, sá þriðji skipuleggur og sá fjórði heldur utan um hópinn. Allir finna hlutverk. Þannig læra þeir að fjölbreytni er ekki vandamál heldur styrkur. Sköpun hjálpar börnum að takast á við óvissu. Hún kennir þeim að mistök eru ekki endalok heldur hluti af lærdómnum. Það er dýrmæt hæfni í heimi sem breytist hratt. Nemandi sem þorir að prófa nýjar leiðir, getur hugsað út fyrir kassann og unnið með öðrum að lausnum, á auðveldara með að takast á við framtíðina. Þessi hæfni nýtist ekki bara í skólanum heldur í öllu atvinnulífi. Skapandi hugsun er grunnurinn að nýsköpun, þjónustu og þróun. Hún gerir fólk hæft til að sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál, og til að vinna með ólíkum sjónarhornum að sameiginlegum lausnum. Fyrirtæki í dag leita ekki bara að fólki sem fylgir fyrirmælum, heldur fólki sem getur hugsað, aðlagast og skapað nýjar leiðir. Kennarar sem vinna með sköpun sjá hvernig áhugi kviknar þegar börn fá að tengja námið við eigin reynslu. Það þarf ekki stór verkefni til, stundum nægir að fá að velja aðferð eða útfærslu. Þegar börn fá að hafa áhrif eykst ábyrgðartilfinningin og trúin á eigin getu. Sköpun í skólum snýst ekki um list eða leik, heldur um lífið sjálft. Hún kennir börnum að sjá, spyrja og finna lausnir. Hún byggir upp seiglu, samvinnu og forvitni, allt það sem samfélagið okkar þarf meira af. Ef við viljum menntun sem skapar framtíð, þurfum við að gefa börnum rými til að skapa hana sjálf. Höfundur er kennari.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun