Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar 22. október 2025 08:15 Í liðinni viku lét nýr forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Willum Þór Þórsson, í ljósi þá skoðun sína í frétt á visir.is, að stjórnvöld ættu að ráðast sem fyrst í breytingar á umhverfi veðmálamarkaðar. Willum endurspeglar þar sjónarmið Íslandsspila sem lögð voru fram í aðsendri grein undirritaðsþann 30. september sl. um betri spilamenningu með einu spilakorti. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ sagði Willum í viðtalinu en hann talar þarna í samræmi við það sem Íslandsspil hafa haldið á lofti í samtölum við stjórnvöld um langt skeið. Íslandsspil taka undir með Willum að staðan er ekki boðleg. Nokkur fjöldi fólks glímir við spilavanda á sama tíma og um 20 milljarðar hverfa úr hagkerfinu árlega í netspilun sem íslensk lög ná ekki utan um. Happatalan þrettán? Íslandsspil hafa eins og áður segir átt í samtali við stjórnvöld um langt skeið vegna þessa umhverfis og nú er þrettándi dómsmálaráðherrann með boltann frá því að Íslandsspil reyndu fyrst að fá þessu umhverfi breytt. Óþarfi er á þessum tímapunkti að rekja alla þá sögu eða byrja hana upp á nýtt. Það er kominn tími á aðgerðir sem hafi að leiðarljósi annars vegar skaðaminnkun með heilbrigðara spilaumhverfi og hins vegar tekjuöflun í þágu almannaheilla eingöngu. Fyrra leiðarljósið skýrir sig nokkuð sjálft og er óumdeilt að það þarf að ná betur utan um fólk sem glímir við spilavanda. Hjá Íslandsspilum teljum við að farsælast sé að koma á einu spilakorti sem skapi jákvætt spilaumhverfi utan um öll peningaspil, þ.e. í því umhverfi séu virkar forvarnir, stjórn á spilamennsku fólks möguleg og allt sé það gert í spilaumhverfi sem verði samfélagslega viðurkennt. Það sé besta forvörnin. Seinna leiðarljósið lítur að því að stjórnvöld hafa markað almannaheillafélögunum þessa tekjustofna með lögum. Eigendur Íslandsspila, Rauði krossinn á Íslandi og Slysavarnarfélagið Landsbjörg, eru hluti af íslensku almannavarnarkerfi og eru mannúðar- og hjálparsamtök sem gegna veigamikilum og mikilvægum hlutverkum í íslensku samfélagi. Lagabreytinga er þörf Íslandsspil hafa í fjölda ára átt í samskiptum við dómsmálaráðuneytið og lagt áherslu á að innleiða þurfi breytingar á lagaumhverfi peningaspila. Markmið okkar með því að fá lögunum breytt er að koma í veg fyrir eða draga úr spilavanda, en einnig að bæta svokallaða rásarvæðingu (e. Channelisation) spilaumhverfisins. Það er gert með því að færa alla spilun með peninga undir einn hatt; eitt spilakort, og draga þannig úr misnotkun og glæpum. Algengasti vandinn eru spilavítisleikir og íþróttaveðmál á netinu, en samkvæmt gögnum frá SÁÁ eru það ungir karlmenn, eða karlmenn á aldrinum 18-35 ára, rétt tæplega 60% þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilavanda. Við deilum því hlutverki með stjórnvöldum að finna leið sem slær réttan tón á milli þess að forðast misnotkun og vandamál en stuðla að eðlilegri spilun. Vonandi verður þrettándi ráðherrann til happs fyrir þá hagaðila sem starfa í þágu almannaheilla. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Örn Ingvarsson Fjárhættuspil ÍSÍ Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku lét nýr forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Willum Þór Þórsson, í ljósi þá skoðun sína í frétt á visir.is, að stjórnvöld ættu að ráðast sem fyrst í breytingar á umhverfi veðmálamarkaðar. Willum endurspeglar þar sjónarmið Íslandsspila sem lögð voru fram í aðsendri grein undirritaðsþann 30. september sl. um betri spilamenningu með einu spilakorti. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ sagði Willum í viðtalinu en hann talar þarna í samræmi við það sem Íslandsspil hafa haldið á lofti í samtölum við stjórnvöld um langt skeið. Íslandsspil taka undir með Willum að staðan er ekki boðleg. Nokkur fjöldi fólks glímir við spilavanda á sama tíma og um 20 milljarðar hverfa úr hagkerfinu árlega í netspilun sem íslensk lög ná ekki utan um. Happatalan þrettán? Íslandsspil hafa eins og áður segir átt í samtali við stjórnvöld um langt skeið vegna þessa umhverfis og nú er þrettándi dómsmálaráðherrann með boltann frá því að Íslandsspil reyndu fyrst að fá þessu umhverfi breytt. Óþarfi er á þessum tímapunkti að rekja alla þá sögu eða byrja hana upp á nýtt. Það er kominn tími á aðgerðir sem hafi að leiðarljósi annars vegar skaðaminnkun með heilbrigðara spilaumhverfi og hins vegar tekjuöflun í þágu almannaheilla eingöngu. Fyrra leiðarljósið skýrir sig nokkuð sjálft og er óumdeilt að það þarf að ná betur utan um fólk sem glímir við spilavanda. Hjá Íslandsspilum teljum við að farsælast sé að koma á einu spilakorti sem skapi jákvætt spilaumhverfi utan um öll peningaspil, þ.e. í því umhverfi séu virkar forvarnir, stjórn á spilamennsku fólks möguleg og allt sé það gert í spilaumhverfi sem verði samfélagslega viðurkennt. Það sé besta forvörnin. Seinna leiðarljósið lítur að því að stjórnvöld hafa markað almannaheillafélögunum þessa tekjustofna með lögum. Eigendur Íslandsspila, Rauði krossinn á Íslandi og Slysavarnarfélagið Landsbjörg, eru hluti af íslensku almannavarnarkerfi og eru mannúðar- og hjálparsamtök sem gegna veigamikilum og mikilvægum hlutverkum í íslensku samfélagi. Lagabreytinga er þörf Íslandsspil hafa í fjölda ára átt í samskiptum við dómsmálaráðuneytið og lagt áherslu á að innleiða þurfi breytingar á lagaumhverfi peningaspila. Markmið okkar með því að fá lögunum breytt er að koma í veg fyrir eða draga úr spilavanda, en einnig að bæta svokallaða rásarvæðingu (e. Channelisation) spilaumhverfisins. Það er gert með því að færa alla spilun með peninga undir einn hatt; eitt spilakort, og draga þannig úr misnotkun og glæpum. Algengasti vandinn eru spilavítisleikir og íþróttaveðmál á netinu, en samkvæmt gögnum frá SÁÁ eru það ungir karlmenn, eða karlmenn á aldrinum 18-35 ára, rétt tæplega 60% þeirra sem leita sér aðstoðar vegna spilavanda. Við deilum því hlutverki með stjórnvöldum að finna leið sem slær réttan tón á milli þess að forðast misnotkun og vandamál en stuðla að eðlilegri spilun. Vonandi verður þrettándi ráðherrann til happs fyrir þá hagaðila sem starfa í þágu almannaheilla. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun