„Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Kári Mímisson skrifar 14. október 2025 22:09 Einar Jónsson og hans menn læra eflaust margt af slagnum við Porto í kvöld. Vísir/Diego Það mátti sjá blendnar tilfinningar hjá Einari Jónssyni, þjálfara Fram, þegar hann mætti í viðtal eftir tólf marka tap gegn Porto í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Einar segist vera ánægður með hluta af leiknum en að of mörg auðveld mistök sem Porto hafi nýtt sér hafi farið með leikinn. „Ég er að mörgu leyti bara mjög ánægður með þetta. Mér fannst við spila mjög vel hér á köflum í dag en það er bara svoleiðis hér í kvöld að ef þú gerir mistök á er þér refsað illilega,“ segir Einar eftir 38-26 tapið. „Þeir refsuðu okkur enda eru þeir góðir í því og það er bara ekki mikið rými fyrir mistök gegn þeim og alls ekki barnaleg mistök. Þessi betri lið refsa grimmilega. Heilt yfir og þá sérstaklega hér í upphafi seinni hálfleiks þá áttum við frábæran kafla fannst mér og Rúnar var algjörlega stórkostlegur á þeim tíma. Svo eðlileg fer að draga af honum og öðrum mönnum. Í kjölfarið kemur kafli hjá þeim sem við getum sagt að fari með leikinn að einhverju leyti þó svo að þeir hafi haft frumkvæðið og verið líklegri allan tíman þá er maður einhvern veginn alltaf í gæludýrinu,“ segir Einar og glottir áður en hann heldur áfram og bendir á að til þess að Fram vinni Porto þá þurfi í raun allt að ganga upp hjá liðinu. „Munurinn var þetta í kringum fjögur mörk á kafla í seinni hálfleik og við megum ekki gleyma að við erum að fara með vítaköst og markvarslan hjá þeim er á allt öðru stigi en hjá okkur í kvöld. Það eru þessi barnalegu mistök sem við gerum og þeir refsa fyrir það. Svo er það nú bara þannig að ef þú nýtir ekki dauðafærin þín þá er þetta erfiðara. Það þarf í rauninni allt að ganga upp hjá okkur til þessa að við vinnum Porto, það segir sig í raun bara sjálft. Ég geng allavega sáttur frá þessum leik þannig séð.“ Mikil gleði þrátt fyrir úrslitin Þrátt fyrir úrslitin þá skein mikil gleði yfir Lambhagahöllinni í kvöld. Það mátti sjá ótrúlega fjölda sjálfboðaliða gera húsið klárt fyrir þessa viðureign og umgjörðin var hin allra glæsilegasta. Viðbrögðin standa ekki á sér þegar Einar er spurður að því hversu gaman það er að sjá félagið hans takast á við jafn stórt verkefni og þetta. „Ég er ekkert eðlilega stoltur af okkar fólki. Þetta er algjörlega stórkostlegt, ég verð bara að segja það. Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn. Þetta er búið að vera mikil vinna í kringum þetta og höllin er algjörlega geggjuð. Svo á allt þetta fólk sem mætti hér í kvöld líka miklar þakkir skilið fyrir að skapa þessa notalegu og skemmtilegu Evrópustemningu. Þetta er ógeðslega flott og ég held að allir geti verið sammála um það að umgjörðin í kringum þennan leik er frábær og sé félaginu og öllum þeim sem komu að þessu til mikils sóma.“ Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
„Ég er að mörgu leyti bara mjög ánægður með þetta. Mér fannst við spila mjög vel hér á köflum í dag en það er bara svoleiðis hér í kvöld að ef þú gerir mistök á er þér refsað illilega,“ segir Einar eftir 38-26 tapið. „Þeir refsuðu okkur enda eru þeir góðir í því og það er bara ekki mikið rými fyrir mistök gegn þeim og alls ekki barnaleg mistök. Þessi betri lið refsa grimmilega. Heilt yfir og þá sérstaklega hér í upphafi seinni hálfleiks þá áttum við frábæran kafla fannst mér og Rúnar var algjörlega stórkostlegur á þeim tíma. Svo eðlileg fer að draga af honum og öðrum mönnum. Í kjölfarið kemur kafli hjá þeim sem við getum sagt að fari með leikinn að einhverju leyti þó svo að þeir hafi haft frumkvæðið og verið líklegri allan tíman þá er maður einhvern veginn alltaf í gæludýrinu,“ segir Einar og glottir áður en hann heldur áfram og bendir á að til þess að Fram vinni Porto þá þurfi í raun allt að ganga upp hjá liðinu. „Munurinn var þetta í kringum fjögur mörk á kafla í seinni hálfleik og við megum ekki gleyma að við erum að fara með vítaköst og markvarslan hjá þeim er á allt öðru stigi en hjá okkur í kvöld. Það eru þessi barnalegu mistök sem við gerum og þeir refsa fyrir það. Svo er það nú bara þannig að ef þú nýtir ekki dauðafærin þín þá er þetta erfiðara. Það þarf í rauninni allt að ganga upp hjá okkur til þessa að við vinnum Porto, það segir sig í raun bara sjálft. Ég geng allavega sáttur frá þessum leik þannig séð.“ Mikil gleði þrátt fyrir úrslitin Þrátt fyrir úrslitin þá skein mikil gleði yfir Lambhagahöllinni í kvöld. Það mátti sjá ótrúlega fjölda sjálfboðaliða gera húsið klárt fyrir þessa viðureign og umgjörðin var hin allra glæsilegasta. Viðbrögðin standa ekki á sér þegar Einar er spurður að því hversu gaman það er að sjá félagið hans takast á við jafn stórt verkefni og þetta. „Ég er ekkert eðlilega stoltur af okkar fólki. Þetta er algjörlega stórkostlegt, ég verð bara að segja það. Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn. Þetta er búið að vera mikil vinna í kringum þetta og höllin er algjörlega geggjuð. Svo á allt þetta fólk sem mætti hér í kvöld líka miklar þakkir skilið fyrir að skapa þessa notalegu og skemmtilegu Evrópustemningu. Þetta er ógeðslega flott og ég held að allir geti verið sammála um það að umgjörðin í kringum þennan leik er frábær og sé félaginu og öllum þeim sem komu að þessu til mikils sóma.“
Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira