Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 15:31 Nikola Jokic er til alls líklegur á komandi NBA-tímabili. Við fáum eflaust ekki mikið meira af svipbrigðum samt. Getty/ AAron Ontiveroz Framkvæmdastjórar NBA-deildarinnar í körfubolta ættu að vera manna mest inni í málum í deildinni og þeir hafa nú skilað atkvæðum sínum í árlegri könnun heimssíðu NBA-deildarinnar meðal framkvæmdastjóra allra þrjátíu liða deildarinnar. NBA-meistarar Oklahoma City Thunder eiga að verja titilinn því áttatíu prósent framkvæmdastjóra í NBA spáðu því að OKC muni vinna annað árið í röð. Ef Thunder tækist það yrði það í fyrsta sinn síðan Golden State Warriors vann tvöfalt árið 2018 sem liði tækist að verja meistaratitilinn. Cleveland Cavaliers og Denver Nuggets fengu bæði nokkur atkvæði, en Houston Rockets og New York Knicks fengu hvort um sig eitt atkvæði. Nikola Jokic, serbneska stórstjarnan hjá Denver Nuggets, hefur endað í fyrsta eða öðru sæti í síðustu fimm kosningum um mikilvægasta leikmanninn og hann er langlíklegastur til að vinna þennan heiður í ár. Jokic fékk 67 prósent atkvæða frá framkvæmdastjórunum. Undrabarnið hjá San Antonio Spurs, Victor Wembanyama, fékk 83 prósent atkvæða sem sá leikmaður sem framkvæmdastjórar myndu velja ef þeir gætu valið hvern sem er til að byggja lið í kringum, sem gerir hann að sigurvegara í þeim flokki annað árið í röð. 🚨 The 2025-26 GM Survey is HERE 🚨All 30 NBA GMs made their predictions for 2025-26 and beyond! See their NBA Finals pick and the results for all 49 questions, NOW on the NBA App!➡️ https://t.co/PTpK2rQrZv pic.twitter.com/F9qqGhPPY8— NBA (@NBA) October 9, 2025 Framherji Rockets, Amen Thompson, fékk þrjátíu prósent atkvæða í flokknum „líklegastur til að slá í gegn“, sem fellur vel að því að hann er nú talinn líklegastur til að verða framfarakóngur tímabilsins samkvæmt veðbönkum. Lítill vafi lék á því hver væri besti leikmaðurinn í hverri stöðu, en Shai Gilgeous-Alexander, Anthony Edwards, Luka Doncic, Giannis Antetokounmpo og Jokic hlutu þann heiður í sínum stöðum. Nýliði Mavericks, Cooper Flagg, sem var valinn fyrstur í nýliðavali NBA í júní, en hann er langlíklegastur til að vinna bæði titilinn nýliði ársins og vera besti nýliðinn úr þessum árgangi eftir fimm ár. Bakvörður Miami Heat, Kasparas Jakucionis, var valinn bestu kaupin í nýliðavali þessa árs. Í flokki einstaklingsyfirburða var Wembanyama (80%) valinn besti varnarmaður deildarinnar; Erik Spoelstra (52%) var valinn besti þjálfarinn sjötta árið í röð; Jokic (80%) var valinn besti sendingamaður NBA og leikmaður með hæstu körfuboltagreind, á meðan Antetokounmpo og Wembanyama voru jafnir, með 30% atkvæða hvor, um heiðurinn að vera fjölhæfasti leikmaður deildarinnar. Stephen Curry var sigurvegari, með 47% atkvæða, fyrir að vera sá leikmaður sem þú myndir vilja að tæki skotið þegar allt er undir. The annual NBA GM survey results are in and league execs voted:OKC the #1 team to win the NBA Finals.Shai Gilgeous-Alexander the #1 point guard in the NBA.Mark Daigneault the #2 head coach.OKC the #1 most promising young core.OKC the #1 (tied with Denver) best home… pic.twitter.com/vYwgnlE9jn— Brandon Rahbar (@BrandonRahbar) October 9, 2025 NBA Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
NBA-meistarar Oklahoma City Thunder eiga að verja titilinn því áttatíu prósent framkvæmdastjóra í NBA spáðu því að OKC muni vinna annað árið í röð. Ef Thunder tækist það yrði það í fyrsta sinn síðan Golden State Warriors vann tvöfalt árið 2018 sem liði tækist að verja meistaratitilinn. Cleveland Cavaliers og Denver Nuggets fengu bæði nokkur atkvæði, en Houston Rockets og New York Knicks fengu hvort um sig eitt atkvæði. Nikola Jokic, serbneska stórstjarnan hjá Denver Nuggets, hefur endað í fyrsta eða öðru sæti í síðustu fimm kosningum um mikilvægasta leikmanninn og hann er langlíklegastur til að vinna þennan heiður í ár. Jokic fékk 67 prósent atkvæða frá framkvæmdastjórunum. Undrabarnið hjá San Antonio Spurs, Victor Wembanyama, fékk 83 prósent atkvæða sem sá leikmaður sem framkvæmdastjórar myndu velja ef þeir gætu valið hvern sem er til að byggja lið í kringum, sem gerir hann að sigurvegara í þeim flokki annað árið í röð. 🚨 The 2025-26 GM Survey is HERE 🚨All 30 NBA GMs made their predictions for 2025-26 and beyond! See their NBA Finals pick and the results for all 49 questions, NOW on the NBA App!➡️ https://t.co/PTpK2rQrZv pic.twitter.com/F9qqGhPPY8— NBA (@NBA) October 9, 2025 Framherji Rockets, Amen Thompson, fékk þrjátíu prósent atkvæða í flokknum „líklegastur til að slá í gegn“, sem fellur vel að því að hann er nú talinn líklegastur til að verða framfarakóngur tímabilsins samkvæmt veðbönkum. Lítill vafi lék á því hver væri besti leikmaðurinn í hverri stöðu, en Shai Gilgeous-Alexander, Anthony Edwards, Luka Doncic, Giannis Antetokounmpo og Jokic hlutu þann heiður í sínum stöðum. Nýliði Mavericks, Cooper Flagg, sem var valinn fyrstur í nýliðavali NBA í júní, en hann er langlíklegastur til að vinna bæði titilinn nýliði ársins og vera besti nýliðinn úr þessum árgangi eftir fimm ár. Bakvörður Miami Heat, Kasparas Jakucionis, var valinn bestu kaupin í nýliðavali þessa árs. Í flokki einstaklingsyfirburða var Wembanyama (80%) valinn besti varnarmaður deildarinnar; Erik Spoelstra (52%) var valinn besti þjálfarinn sjötta árið í röð; Jokic (80%) var valinn besti sendingamaður NBA og leikmaður með hæstu körfuboltagreind, á meðan Antetokounmpo og Wembanyama voru jafnir, með 30% atkvæða hvor, um heiðurinn að vera fjölhæfasti leikmaður deildarinnar. Stephen Curry var sigurvegari, með 47% atkvæða, fyrir að vera sá leikmaður sem þú myndir vilja að tæki skotið þegar allt er undir. The annual NBA GM survey results are in and league execs voted:OKC the #1 team to win the NBA Finals.Shai Gilgeous-Alexander the #1 point guard in the NBA.Mark Daigneault the #2 head coach.OKC the #1 most promising young core.OKC the #1 (tied with Denver) best home… pic.twitter.com/vYwgnlE9jn— Brandon Rahbar (@BrandonRahbar) October 9, 2025
NBA Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum