Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar 10. október 2025 13:30 Mönnunarvandi leikskólanna er ekkert leyndarmál og hefur aukist á undanförnum árum. Það þurfti eitthvað að gerast og eitthvað að breytast. Kópavogsbær reið á vaðið með Kópavogsmódelinu þar sem vilji var til að setja barnið í fyrsta sæti og bæta starfsaðstæður kennara. Kópavogsmódelið markaði tímamót og leikskólastjórum fannst loksins vera hlustað á þá. Leikskólakennarar geta margt og eru vanir að hlaupa hratt oft á tíðum, en hve lengi geturðu klætt þig í hlaupaskóna án þess að hrasa og meiða þig. Einhverstaðar þarf að stíga niður og skoða aðra lausn. Til þess að leikskólar geti sinnt hlutverki sínu sem menntastofnun og veitt gæðamenntun og þjónustu þá gengur dæmið ekki upp ef kennarar eru með 36 stunda vinnuviku en börnin 40 stunda viðveru og stundum jafnvel lengri. Lausnin liggur ekki í að bæta við stöðum kennara því þeir vaxa svo sannarlega ekki á trjánum. Hlutfall leikskólakennara á er 26% af starfsfólki leikskóla á landsvísu. Þrátt fyrir að í lögum um menntun og stjórnun leikskóla frá árinu 2008 standi að 2/3 starfsfólks eigi að vera kennaramenntuð. Árið 2008 var fyrir 17 árum. Óánægjuraddir hafa hljómað undanfarið sem hafa talað um að það sé byrjað á öfugum enda með Kópavogsmódelinu og öðrum svipuðum leiðum hjá nágrannasveitarfélögum og að ekki séu allir með 36 stunda vinnuviku og því aukist álag á barnafjölskyldur. Ég tel að lausnin á álaginu á barnafjölskyldur sé ekki að finna innan veggja leikskólanna heldur utan þeirra. Því ég og aðrir leikskólastjórar í Kópavogi sjáum gríðarlegan mun á börnunum í leikskólanum eftir að Kópavogsmódelið var innleitt. Dvalartími hefur dregist saman frá þvi að vera 8.1 klst að meðaltali í um 7, 3 klst á dag. Við finnum að börnin er rólegri, minna þreytt og veikindi hafa minnkað. Þeir foreldrar sem ég hef talað við hafa flestir litið á þetta jákvæðum augum og margir hverjir að nýta sér gjaldfrjálsa 6 tíma. Aðrir hafa minnkað vistunartímann. Þeir sem þurfa á lengri vistun að halda græða líka. Dagarnir í leikskólanum byrja rólega og enda rólega. Þar með fá þau börn sem eru með 8 – 9 klst vistun á dag gæðaþjónustu í rólegra umhverfi og eru í nánari samskiptum við kennara sína. Þannig græða allir á Kópavogsmódelinu. Ég vil því kasta boltanum til samfélagsins í heild að leysa vanda barnafjölskyldna. Kannski er lausnin frekar fólgin í því að innleiða 36 stunda vinnuviku fyrir foreldra og forráðamenn á öllum vinnustöðum landsins og lengja fæðingarorlof svo að Ísland geti orðið barnvænt land. Því sama þó einhverjir vilji meina að við höfum byrjað á öfugum enda þá er skrefið stigið og nú þarf að taka næstu skref. Fyrir hönd leikskólastjóra í Kópavogi vil ég segja að nú ætlum við að halda áfram að byggja upp gott leikskólastarf í Kópavogi og barnvænt samfélag. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Mönnunarvandi leikskólanna er ekkert leyndarmál og hefur aukist á undanförnum árum. Það þurfti eitthvað að gerast og eitthvað að breytast. Kópavogsbær reið á vaðið með Kópavogsmódelinu þar sem vilji var til að setja barnið í fyrsta sæti og bæta starfsaðstæður kennara. Kópavogsmódelið markaði tímamót og leikskólastjórum fannst loksins vera hlustað á þá. Leikskólakennarar geta margt og eru vanir að hlaupa hratt oft á tíðum, en hve lengi geturðu klætt þig í hlaupaskóna án þess að hrasa og meiða þig. Einhverstaðar þarf að stíga niður og skoða aðra lausn. Til þess að leikskólar geti sinnt hlutverki sínu sem menntastofnun og veitt gæðamenntun og þjónustu þá gengur dæmið ekki upp ef kennarar eru með 36 stunda vinnuviku en börnin 40 stunda viðveru og stundum jafnvel lengri. Lausnin liggur ekki í að bæta við stöðum kennara því þeir vaxa svo sannarlega ekki á trjánum. Hlutfall leikskólakennara á er 26% af starfsfólki leikskóla á landsvísu. Þrátt fyrir að í lögum um menntun og stjórnun leikskóla frá árinu 2008 standi að 2/3 starfsfólks eigi að vera kennaramenntuð. Árið 2008 var fyrir 17 árum. Óánægjuraddir hafa hljómað undanfarið sem hafa talað um að það sé byrjað á öfugum enda með Kópavogsmódelinu og öðrum svipuðum leiðum hjá nágrannasveitarfélögum og að ekki séu allir með 36 stunda vinnuviku og því aukist álag á barnafjölskyldur. Ég tel að lausnin á álaginu á barnafjölskyldur sé ekki að finna innan veggja leikskólanna heldur utan þeirra. Því ég og aðrir leikskólastjórar í Kópavogi sjáum gríðarlegan mun á börnunum í leikskólanum eftir að Kópavogsmódelið var innleitt. Dvalartími hefur dregist saman frá þvi að vera 8.1 klst að meðaltali í um 7, 3 klst á dag. Við finnum að börnin er rólegri, minna þreytt og veikindi hafa minnkað. Þeir foreldrar sem ég hef talað við hafa flestir litið á þetta jákvæðum augum og margir hverjir að nýta sér gjaldfrjálsa 6 tíma. Aðrir hafa minnkað vistunartímann. Þeir sem þurfa á lengri vistun að halda græða líka. Dagarnir í leikskólanum byrja rólega og enda rólega. Þar með fá þau börn sem eru með 8 – 9 klst vistun á dag gæðaþjónustu í rólegra umhverfi og eru í nánari samskiptum við kennara sína. Þannig græða allir á Kópavogsmódelinu. Ég vil því kasta boltanum til samfélagsins í heild að leysa vanda barnafjölskyldna. Kannski er lausnin frekar fólgin í því að innleiða 36 stunda vinnuviku fyrir foreldra og forráðamenn á öllum vinnustöðum landsins og lengja fæðingarorlof svo að Ísland geti orðið barnvænt land. Því sama þó einhverjir vilji meina að við höfum byrjað á öfugum enda þá er skrefið stigið og nú þarf að taka næstu skref. Fyrir hönd leikskólastjóra í Kópavogi vil ég segja að nú ætlum við að halda áfram að byggja upp gott leikskólastarf í Kópavogi og barnvænt samfélag. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun