Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar 9. október 2025 18:01 Það vakti athygli mína í sumar þegar Hafnarfjarðarbær birti tilkynningu á heimasíðu sinni um að samið hefði verið við fyrirtækið Í-mat ehf. um skólamáltíðir fyrir alla leik- og grunnskóla bæjarins og frístundaheimilin í bænum. Góðar fréttir enda mikilvægt að börnum sé boðið upp á hollan og góðan mat í skólum að kostnaðarlausu fyrir foreldra. En það sem vakti athygli mína var það sem ekki kom fram í tilkynningunni, þ.e. hvernig kom það til að samið var við þetta tiltekna fyrirtæki um þjónustuna og hvert væri innihald samningsins. Með krókaleiðum má komast að því að bæjaryfirvöld hafa í raun þagað þunnu hljóði yfir þeirri staðreynd að ekkert fyrirtæki virðist hafa séð hag sinn í að bjóða í verkið. Það vekur upp spurningar enda er um að ræða eitt stærsta þjónustuútboð ef ekki hreinlega það stærsta sem þriðja stærsta sveitarfélag landsins hefur ráðist í: Voru útboðsskilmálar óljósir eða óraunhæfir? Hvernig kom það til að samið var við lítið og reynslulaust fyrirtæki um svo stórt og viðmiðamikið verkefni, var það að frumkvæði bæjaryfirvalda eða eigenda fyrirtækisins? Var fleiri fyrirtækjum boðið til viðræðna? Lög um opinber innkaup eru skýr um gagnsæi við innkaup opinberra aðila. Í því ljósi er auðvitað ámælisvert fyrir Hafnarfjarðarbæ að kynna ekki betur svo stóran og kostnaðarsaman samning en gera má ráð fyrir að hann hlaupi á milljörðum ef ekki tugum milljarða króna á samningstímanum. Þá vekur furðu að ekkert skuli heyrast frá kjörnum fulltrúum um málið, hvorki fulltrúum meirihlutans né fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn. Um leið og samningsaðilum er óskað velgegni í samstarfinu er hér með kallað eftir því að bærinn upplýsi um aðdraganda þess að gengið var til samninga við umrætt fyrirtæki og kynni innihald samningsins fyrir bæjarbúum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Davíð Arnar Stefánsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli mína í sumar þegar Hafnarfjarðarbær birti tilkynningu á heimasíðu sinni um að samið hefði verið við fyrirtækið Í-mat ehf. um skólamáltíðir fyrir alla leik- og grunnskóla bæjarins og frístundaheimilin í bænum. Góðar fréttir enda mikilvægt að börnum sé boðið upp á hollan og góðan mat í skólum að kostnaðarlausu fyrir foreldra. En það sem vakti athygli mína var það sem ekki kom fram í tilkynningunni, þ.e. hvernig kom það til að samið var við þetta tiltekna fyrirtæki um þjónustuna og hvert væri innihald samningsins. Með krókaleiðum má komast að því að bæjaryfirvöld hafa í raun þagað þunnu hljóði yfir þeirri staðreynd að ekkert fyrirtæki virðist hafa séð hag sinn í að bjóða í verkið. Það vekur upp spurningar enda er um að ræða eitt stærsta þjónustuútboð ef ekki hreinlega það stærsta sem þriðja stærsta sveitarfélag landsins hefur ráðist í: Voru útboðsskilmálar óljósir eða óraunhæfir? Hvernig kom það til að samið var við lítið og reynslulaust fyrirtæki um svo stórt og viðmiðamikið verkefni, var það að frumkvæði bæjaryfirvalda eða eigenda fyrirtækisins? Var fleiri fyrirtækjum boðið til viðræðna? Lög um opinber innkaup eru skýr um gagnsæi við innkaup opinberra aðila. Í því ljósi er auðvitað ámælisvert fyrir Hafnarfjarðarbæ að kynna ekki betur svo stóran og kostnaðarsaman samning en gera má ráð fyrir að hann hlaupi á milljörðum ef ekki tugum milljarða króna á samningstímanum. Þá vekur furðu að ekkert skuli heyrast frá kjörnum fulltrúum um málið, hvorki fulltrúum meirihlutans né fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn. Um leið og samningsaðilum er óskað velgegni í samstarfinu er hér með kallað eftir því að bærinn upplýsi um aðdraganda þess að gengið var til samninga við umrætt fyrirtæki og kynni innihald samningsins fyrir bæjarbúum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar