Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2025 22:33 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Vísir Samtök iðnaðarins telja ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum muni reynast dýrkeypt. Framkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin skerist í leikinn og bjóði upp á hraðar lausnir í húsnæðismálum þjóðarinnar. Hann segir álagningu á húsnæði lægri en í öðrum greinum. Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í dag eftir að í ljós kom að Seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir eru nú 7,5 prósent. „Við teljum enn ekki tímabært að slaka. Það er enn þá mikil spenna. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil. Verðbólga án húsnæðisliðarins er nálægt markmiðum Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Það hafa hins vegar verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgunni uppi,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri eftir fund Peningastefnunefndar í Seðlabankanum í morgun. Dýrkeypt ákvörðun Í yfirlýsingu Samtaka iðnaðarins vegna ákvörðunarinnar í morgun kemur fram að það sé dýrkeypt ákvörðun að halda vöxtum óbreyttum. Aðhald peningastefnunnar sé farið að hafa veruleg neikvæð áhrif á stöðu og þróun iðnaðar og atvinnulífs í heild. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir félagsmenn ósátta. „Við teljum að þetta aðhald Seðlabankans sé dýrkeypt. Staðreyndin er sú að til að höggva á hnútinn á húsnæðismarkaðnum þarf að byggja fleiri íbúðir. Háir stýrivextir fjölga ekki lóðum eða flýta skipulagi heldur þvert á móti. Þeir draga úr uppbyggingunni. Þannig að við höfum verið að hvetja ríkisstjórnina eindregið til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að flýta skipulagi og auka framboð lóða svo hægt sé að fjölga nýbyggingum. Þetta þarf að gera í stað þess að skilja Seðlabankann eftir út í kuldanum,“ segir Sigurður Lægri álagning á húsnæði Aðspurður um hvaða ábyrgð byggingariðnaðurinn beri sjálfur í stöðunni svarar Sigurður. „Iðnaðurinn ber ríka ábyrgð á að byggja upp þær íbúðir sem þarf. Þar hafa starfsskilyrðin versnað. Gjöld og laun eru að hækka. Ferlið er flókið og vextir eru háir. Þetta felur í sér að uppbyggingin verður hægari en ella. Ef við skoðum álagningu verktaka þá er hún lægri en gengur og gerist í viðskiptahagkerfinu, þ.e. byggingaverktakar leggja minna á sínar vörur en önnur fyrirtæki leggja á vörur og þjónustu. Hagnaður byggingarfyrirtækja virðist líka vera að dragast saman milli áranna 2023 og 2024. Heilt yfir þá er hagnaður byggingarfyrirtækja minni sem hlutfall af veltu en gengur og gerist í viðskiptahagkerfinu,“ segir Sigurður. Hann segir að enn hafi ekki verið gerður samanburður á hver álagning verktaka hér er miðað við það sem gerist í öðrum löndum. „Við höfum ekki skoðað það. En uppbygging íbúðarhúsnæðis er víða of hæg og húsnæðismarkaður í ójafnvægi. Vandinn er bara stærri hjá okkur,“ segir Sigurður. Húsnæðismál Byggingariðnaður Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í dag eftir að í ljós kom að Seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir eru nú 7,5 prósent. „Við teljum enn ekki tímabært að slaka. Það er enn þá mikil spenna. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil. Verðbólga án húsnæðisliðarins er nálægt markmiðum Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Það hafa hins vegar verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgunni uppi,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri eftir fund Peningastefnunefndar í Seðlabankanum í morgun. Dýrkeypt ákvörðun Í yfirlýsingu Samtaka iðnaðarins vegna ákvörðunarinnar í morgun kemur fram að það sé dýrkeypt ákvörðun að halda vöxtum óbreyttum. Aðhald peningastefnunnar sé farið að hafa veruleg neikvæð áhrif á stöðu og þróun iðnaðar og atvinnulífs í heild. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri samtakanna segir félagsmenn ósátta. „Við teljum að þetta aðhald Seðlabankans sé dýrkeypt. Staðreyndin er sú að til að höggva á hnútinn á húsnæðismarkaðnum þarf að byggja fleiri íbúðir. Háir stýrivextir fjölga ekki lóðum eða flýta skipulagi heldur þvert á móti. Þeir draga úr uppbyggingunni. Þannig að við höfum verið að hvetja ríkisstjórnina eindregið til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að flýta skipulagi og auka framboð lóða svo hægt sé að fjölga nýbyggingum. Þetta þarf að gera í stað þess að skilja Seðlabankann eftir út í kuldanum,“ segir Sigurður Lægri álagning á húsnæði Aðspurður um hvaða ábyrgð byggingariðnaðurinn beri sjálfur í stöðunni svarar Sigurður. „Iðnaðurinn ber ríka ábyrgð á að byggja upp þær íbúðir sem þarf. Þar hafa starfsskilyrðin versnað. Gjöld og laun eru að hækka. Ferlið er flókið og vextir eru háir. Þetta felur í sér að uppbyggingin verður hægari en ella. Ef við skoðum álagningu verktaka þá er hún lægri en gengur og gerist í viðskiptahagkerfinu, þ.e. byggingaverktakar leggja minna á sínar vörur en önnur fyrirtæki leggja á vörur og þjónustu. Hagnaður byggingarfyrirtækja virðist líka vera að dragast saman milli áranna 2023 og 2024. Heilt yfir þá er hagnaður byggingarfyrirtækja minni sem hlutfall af veltu en gengur og gerist í viðskiptahagkerfinu,“ segir Sigurður. Hann segir að enn hafi ekki verið gerður samanburður á hver álagning verktaka hér er miðað við það sem gerist í öðrum löndum. „Við höfum ekki skoðað það. En uppbygging íbúðarhúsnæðis er víða of hæg og húsnæðismarkaður í ójafnvægi. Vandinn er bara stærri hjá okkur,“ segir Sigurður.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent