Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar 8. október 2025 17:01 Því er oft haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík og að minnkandi lýðræðisþátttaka ungs fólks sé áhyggjuefni. Það er ábyggilega eitthvað til í því en ég finn þvert á móti að áhugi ungs fólks á stjórnmálum og samfélaginu er mikill og að aukast. Áhuginn birtist kannski ekki í linnulausum mótmælum á Austurvelli heldur í almennri umræðu, á samfélagsmiðlum og í daglegu amstri. Alltof oft finnst manni ungu fólki gefin þau skilaboð að þeirra pólitík eigi einungis að snúast um róttækni og uppþot og þar með er lítið gert úr áhuga ungs fólks á almennum stjórnmálum. Þessu verðum við að breyta því stjórnmál eru fyrir alla. Ungt fólk hefur skoðanir á samfélaginu og hvert það stefnir. Það kvartar undan lélegri geðheilbrigðisþjónustu, of mikilli umferð, fæðingarorlofskerfinu eða menntakerfinu. Þessar skoðanir eru mikilvægar og eiga að heyrast. Það skiptir máli að ungt fólk sé virkjað til þátttöku í mótun samfélagsins og gefnar raunverulegar ástæður til að taka þátt. Það þarf að sýna ungu fólki að það getur haft áhrif. Þátttaka í stjórnmálum er bæði sjálfsögð og skemmtileg, ekki einhver risa ákvörðun sem stimplar þig að eilífu. Það er í lagi að prófa sig áfram! Ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum 17 ára, sem venjulegur gaur í menntaskóla, því ég fann að ég hafði skoðanir og vildi hafa áhrif. Ég var heppinn að þekkja fólk sem benti mér á hvernig ég gæti tekið þátt en síðan þá hef ég fengið alls konar tækifæri og var nýlega kjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks - ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. Ég vil nýta þann vettvang til þess að virkja ungt fólk til þátttöku og búa til raunverulegan farveg fyrir skoðanir ungs fólks, hvort sem þau eru sammála mér í flestu eða fáu. Ungt jafnaðarfólk hefur nú opnað fyrir skráningar í málefnanefndir UJ. Þær eru fjölbreyttar og fullkominn vettvangur fyrir þau sem vilja stíga sín fyrstu skref. Á föstudag verðum við svo með sérstakt Nýliðapartý á Prikinu sem hefst kl 20:00. Ég vil hvetja þig til að taka skrefið og mæta á einn viðburð hjá ungliðahreyfingu - þú munt aldrei sjá eftir því! Við viljum kynnast þér og fá þig í starfið! Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Því er oft haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík og að minnkandi lýðræðisþátttaka ungs fólks sé áhyggjuefni. Það er ábyggilega eitthvað til í því en ég finn þvert á móti að áhugi ungs fólks á stjórnmálum og samfélaginu er mikill og að aukast. Áhuginn birtist kannski ekki í linnulausum mótmælum á Austurvelli heldur í almennri umræðu, á samfélagsmiðlum og í daglegu amstri. Alltof oft finnst manni ungu fólki gefin þau skilaboð að þeirra pólitík eigi einungis að snúast um róttækni og uppþot og þar með er lítið gert úr áhuga ungs fólks á almennum stjórnmálum. Þessu verðum við að breyta því stjórnmál eru fyrir alla. Ungt fólk hefur skoðanir á samfélaginu og hvert það stefnir. Það kvartar undan lélegri geðheilbrigðisþjónustu, of mikilli umferð, fæðingarorlofskerfinu eða menntakerfinu. Þessar skoðanir eru mikilvægar og eiga að heyrast. Það skiptir máli að ungt fólk sé virkjað til þátttöku í mótun samfélagsins og gefnar raunverulegar ástæður til að taka þátt. Það þarf að sýna ungu fólki að það getur haft áhrif. Þátttaka í stjórnmálum er bæði sjálfsögð og skemmtileg, ekki einhver risa ákvörðun sem stimplar þig að eilífu. Það er í lagi að prófa sig áfram! Ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum 17 ára, sem venjulegur gaur í menntaskóla, því ég fann að ég hafði skoðanir og vildi hafa áhrif. Ég var heppinn að þekkja fólk sem benti mér á hvernig ég gæti tekið þátt en síðan þá hef ég fengið alls konar tækifæri og var nýlega kjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks - ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. Ég vil nýta þann vettvang til þess að virkja ungt fólk til þátttöku og búa til raunverulegan farveg fyrir skoðanir ungs fólks, hvort sem þau eru sammála mér í flestu eða fáu. Ungt jafnaðarfólk hefur nú opnað fyrir skráningar í málefnanefndir UJ. Þær eru fjölbreyttar og fullkominn vettvangur fyrir þau sem vilja stíga sín fyrstu skref. Á föstudag verðum við svo með sérstakt Nýliðapartý á Prikinu sem hefst kl 20:00. Ég vil hvetja þig til að taka skrefið og mæta á einn viðburð hjá ungliðahreyfingu - þú munt aldrei sjá eftir því! Við viljum kynnast þér og fá þig í starfið! Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun