Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar 6. október 2025 15:03 Kæri ráðherra, Ég skrifa þetta bréf vegna vaxandi áhyggja minna af stöðu loftslagsmála á Íslandi. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem krefst skýrra aðgerða, en samt virðist pólitísk skammsýni og ábyrgðarflótti ráða ferðinni. Ísland sendi inn sitt fyrsta landsframlag árið 2016 og uppfærði það í febrúar 2021. Þar kemur fram að Ísland stefni að 55% samdrætti í nettólosun árið 2030 miðað við 1990, í samvinnu við ESB, aðildarríki þess og Noreg (Loftslagsráð, e.d.). Þetta er metnaðarfullt markmið, en spurningin er hvort við séum á leiðinni þangað. Gögn sýna að árleg losun Íslands hefur ekki farið minnkandi, heldur haldist há. Árið 2023 var hún um 3,8 milljónir tonna CO₂, sem er mesta losun í sögunni ef árið 2008 er undanskilið (Our World in Data, e.d.-a; Ritchie og Roser, 2020/2024). Þegar litið er á losun á hvern íbúa sést að Íslendingar losa tæplega 10 tonn á mann, sem er mun meira en önnur Norðurlönd (Our World in Data, e.d.-b). Það sem gerir stöðuna enn alvarlegri er samanburðurinn við nágranna okkar. Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa á síðustu áratugum dregið hratt úr losun, bæði í heild og á hvern íbúa. Þar hefur stefnumótun og orkuskipti skilað árangri – losun á hvern íbúa hefur dregist verulega saman frá hámarki seint á 20. öld (Our World in Data, e.d.-c; Our World in Data, e.d.-d). Samkvæmt gögnum um neyslutengda losun á hvern íbúa hefur kolefnisspor á Norðurlöndum dregist saman um 30–50% frá 1990 til 2022 (Our World in Data, e.d.-e). Svíþjóð er nú með um 6.5 tonn CO₂ á mann, Danmörk og Noregur um 6–8 tonn, og Finnland um 9 tonn (Our World in Data, e.d.-e). Til samanburðar er neyslutengt kolefnisspor hins almenna Íslendings um 12 tonn CO₂ ígilda á ári. Þetta er um þrefalt hærra en æskilegt væri til að ná 1,5°C markmiðinu samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Til að fylgja því þyrfti kolefnissporið að vera komið niður í um 4 tonn á mann á ári (Kolefnisreiknir, e.d.). Þetta sýnir að Ísland stendur ekki jafnfætis nágrannaríkjum sínum í að draga úr losun. Við getum ekki réttlætt þessa stöðu með því að vísa til þess að við séum „lítið land“. Þvert á móti, sem hluti af Norðurlöndum og alþjóðasamfélaginu, ber okkur skylda til að vera í fararbroddi – ekki eftirbátur. Ef nágrannalönd okkar geta sýnt metnað og árangur, þá er það ekki skortur á möguleikum sem heldur aftur af okkur, heldur skortur á pólitískri forystu og hugrekki til að láta hagsmunagæslu víkja fyrir framtíðarsýn. Loftslagsmál eru ekki aðeins spurning um tölur á blaði. Þau snúast um samfélagslega ábyrgð og réttlát umskipti fyrir komandi kynslóðir. Ísland hefur skuldbundið sig til að draga verulega úr losun, en gögnin sýna svart á hvítu að við erum að dragast aftur úr, á meðan hin Norðurlöndin ná árangri. Ég hvet þig sem ráðherra til að sýna forystu. Við þurfum að binda endi á ábyrgðarflótta, efla alþjóðasamvinnu og hrinda í framkvæmd stefnu sem miðar að raunverulegum samdrætti í losun. Ísland getur ekki leyft sér að vera síðasti hlekkurinn í keðjunni – framtíðin krefst þess að við bregðumst við núna. Höfundur kennir félagsfræði og umhverfis- og loftslagsbreytinga. Heimildir Kolefnisreiknir. (e.d.). Kolefnisspor íbúa á Íslandi. Sótt 3. október 2025 af https://www.kolefnisreiknir.is Loftslagsráð. (e.d.). Skuldbindingar Íslands. Sótt 3. október 2025 af https://loftslagsrad.is/heim/loftslagsbreytingar/skuldbindingar_islands/ Our World in Data. (e.d.-a). Annual CO₂ emissions – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-b). CO₂ emissions per capita – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-c). Annual CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=SWE~NOR~DNK~FIN&mapSelect=~ISL Our World in Data. (e.d.-d). CO₂ emissions per capita – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=NOR~DNK~SWE~FIN Our World in Data. (e.d.-e). Per capita consumption-based CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/consumption-co2-per-capita?tab=line&country=NOR~SWE~DNK~FIN&mapSelect=~NOR Ritchie, H., & Roser, M. (2020, endurskoðað 2024). CO₂ emissions. Our World in Data. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/co2-emissions Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Kæri ráðherra, Ég skrifa þetta bréf vegna vaxandi áhyggja minna af stöðu loftslagsmála á Íslandi. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem krefst skýrra aðgerða, en samt virðist pólitísk skammsýni og ábyrgðarflótti ráða ferðinni. Ísland sendi inn sitt fyrsta landsframlag árið 2016 og uppfærði það í febrúar 2021. Þar kemur fram að Ísland stefni að 55% samdrætti í nettólosun árið 2030 miðað við 1990, í samvinnu við ESB, aðildarríki þess og Noreg (Loftslagsráð, e.d.). Þetta er metnaðarfullt markmið, en spurningin er hvort við séum á leiðinni þangað. Gögn sýna að árleg losun Íslands hefur ekki farið minnkandi, heldur haldist há. Árið 2023 var hún um 3,8 milljónir tonna CO₂, sem er mesta losun í sögunni ef árið 2008 er undanskilið (Our World in Data, e.d.-a; Ritchie og Roser, 2020/2024). Þegar litið er á losun á hvern íbúa sést að Íslendingar losa tæplega 10 tonn á mann, sem er mun meira en önnur Norðurlönd (Our World in Data, e.d.-b). Það sem gerir stöðuna enn alvarlegri er samanburðurinn við nágranna okkar. Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa á síðustu áratugum dregið hratt úr losun, bæði í heild og á hvern íbúa. Þar hefur stefnumótun og orkuskipti skilað árangri – losun á hvern íbúa hefur dregist verulega saman frá hámarki seint á 20. öld (Our World in Data, e.d.-c; Our World in Data, e.d.-d). Samkvæmt gögnum um neyslutengda losun á hvern íbúa hefur kolefnisspor á Norðurlöndum dregist saman um 30–50% frá 1990 til 2022 (Our World in Data, e.d.-e). Svíþjóð er nú með um 6.5 tonn CO₂ á mann, Danmörk og Noregur um 6–8 tonn, og Finnland um 9 tonn (Our World in Data, e.d.-e). Til samanburðar er neyslutengt kolefnisspor hins almenna Íslendings um 12 tonn CO₂ ígilda á ári. Þetta er um þrefalt hærra en æskilegt væri til að ná 1,5°C markmiðinu samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Til að fylgja því þyrfti kolefnissporið að vera komið niður í um 4 tonn á mann á ári (Kolefnisreiknir, e.d.). Þetta sýnir að Ísland stendur ekki jafnfætis nágrannaríkjum sínum í að draga úr losun. Við getum ekki réttlætt þessa stöðu með því að vísa til þess að við séum „lítið land“. Þvert á móti, sem hluti af Norðurlöndum og alþjóðasamfélaginu, ber okkur skylda til að vera í fararbroddi – ekki eftirbátur. Ef nágrannalönd okkar geta sýnt metnað og árangur, þá er það ekki skortur á möguleikum sem heldur aftur af okkur, heldur skortur á pólitískri forystu og hugrekki til að láta hagsmunagæslu víkja fyrir framtíðarsýn. Loftslagsmál eru ekki aðeins spurning um tölur á blaði. Þau snúast um samfélagslega ábyrgð og réttlát umskipti fyrir komandi kynslóðir. Ísland hefur skuldbundið sig til að draga verulega úr losun, en gögnin sýna svart á hvítu að við erum að dragast aftur úr, á meðan hin Norðurlöndin ná árangri. Ég hvet þig sem ráðherra til að sýna forystu. Við þurfum að binda endi á ábyrgðarflótta, efla alþjóðasamvinnu og hrinda í framkvæmd stefnu sem miðar að raunverulegum samdrætti í losun. Ísland getur ekki leyft sér að vera síðasti hlekkurinn í keðjunni – framtíðin krefst þess að við bregðumst við núna. Höfundur kennir félagsfræði og umhverfis- og loftslagsbreytinga. Heimildir Kolefnisreiknir. (e.d.). Kolefnisspor íbúa á Íslandi. Sótt 3. október 2025 af https://www.kolefnisreiknir.is Loftslagsráð. (e.d.). Skuldbindingar Íslands. Sótt 3. október 2025 af https://loftslagsrad.is/heim/loftslagsbreytingar/skuldbindingar_islands/ Our World in Data. (e.d.-a). Annual CO₂ emissions – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-b). CO₂ emissions per capita – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-c). Annual CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=SWE~NOR~DNK~FIN&mapSelect=~ISL Our World in Data. (e.d.-d). CO₂ emissions per capita – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=NOR~DNK~SWE~FIN Our World in Data. (e.d.-e). Per capita consumption-based CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/consumption-co2-per-capita?tab=line&country=NOR~SWE~DNK~FIN&mapSelect=~NOR Ritchie, H., & Roser, M. (2020, endurskoðað 2024). CO₂ emissions. Our World in Data. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/co2-emissions
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun