Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar 5. október 2025 16:01 Ég bý við veg númer 329. Í hann hefur ekki verið borið í fjöldamörg ár. Holurnar eru orðnar að varanlegum kennileitum – eins konar kort af vanrækslu. Þetta er vegur sem ég, fjölskyldan mín og nágrannar mínir notum daglega. Til vinnu, skóla, búðarferða og til að flytja afurðirnar okkar – kjöt, korn og mjólk. Við framleiðum mat fyrir Íslendinga og ferðamenn alla daga ársins, en samt virðumst við ekki eiga skilið sama veg og ferðamaðurinn sem stoppar í eina nótt. Þetta er vandamál sem teygir sig um allt land, sveitavegir landsins eru margir orðnir minjar en mannvirki. Það er eitthvað bogið þegar fólk sem býr á landsbyggðinni þarf að aka eins og í torfærukeppni bara til að komast í vinnuna. Á meðan malbik og ljósaskilti spretta upp þar sem ferðamenn fara, molna grunnvegir landsbyggðarinnar niður. Við sem búum hér keyrum daglega á mölinni. Við forðumst holur, beygjum út í kant þegar flutningabíll eða mjólkurbíll kemur á móti, og skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka. Þetta er ekki lúxusvandamál – þetta er öryggismál. Hvernig á mjólkurbíll eða sjúkrabíll að komast leiðar sinnar þegar vegurinn er orðinn að skurði? Hvernig á fólk að vilja búa hér ef það þarf að taka áhættu í hvert sinn sem það leggur af stað? Við heyrum oft talað um fæðuöryggi, byggðastefnu og sjálfbærni. En hvað þýða þessi orð ef vegirnir sem halda sveitunum lifandi eru látnir grotna niður? Við sem vinnum í landbúnaði erum ekki að senda afurðir til útlanda – við erum að framleiða ferskan, íslenskan mat fyrir þjóðina og þá gesti sem heimsækja landið. Við erum hluti af þeirri ferðaþjónustu sem haldið er svo hátt á lofti – því án íslensks matar, er engin íslensk upplifun. En við þurfum líka að geta keyrt hann í afurðastöðvar og verslanir. Ef fjármunir í vegagerð fara fyrst og fremst í vegi sem ferðamenn nota, á meðan þeir vegir sem heimafólk treystir á eru látnir grotna, þá er forgangsröðunin röng. Það er ekki hægt að byggja framtíð í sveitum á rykugri möl og gloppóttum skurðum. Við verðum að hætta að tala um sveitina eins og hún sé minning – hún er grunnstoð þjóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um malbik eða möl – heldur virðingu. Virðingu fyrir fólki sem heldur landinu gangandi, framleiðir mat, ræktar, vinnur og byggir samfélag þar sem lífið er raunverulegt – alla daga ársins. Ef vegirnir grotna niður, þá gerir byggðin það líka. Og þegar byggðin fer, þá fer þjóðin að tapa sjálfri sér. Höfundur er svínabóndi í Laxárdal, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Skoðun Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bý við veg númer 329. Í hann hefur ekki verið borið í fjöldamörg ár. Holurnar eru orðnar að varanlegum kennileitum – eins konar kort af vanrækslu. Þetta er vegur sem ég, fjölskyldan mín og nágrannar mínir notum daglega. Til vinnu, skóla, búðarferða og til að flytja afurðirnar okkar – kjöt, korn og mjólk. Við framleiðum mat fyrir Íslendinga og ferðamenn alla daga ársins, en samt virðumst við ekki eiga skilið sama veg og ferðamaðurinn sem stoppar í eina nótt. Þetta er vandamál sem teygir sig um allt land, sveitavegir landsins eru margir orðnir minjar en mannvirki. Það er eitthvað bogið þegar fólk sem býr á landsbyggðinni þarf að aka eins og í torfærukeppni bara til að komast í vinnuna. Á meðan malbik og ljósaskilti spretta upp þar sem ferðamenn fara, molna grunnvegir landsbyggðarinnar niður. Við sem búum hér keyrum daglega á mölinni. Við forðumst holur, beygjum út í kant þegar flutningabíll eða mjólkurbíll kemur á móti, og skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka. Þetta er ekki lúxusvandamál – þetta er öryggismál. Hvernig á mjólkurbíll eða sjúkrabíll að komast leiðar sinnar þegar vegurinn er orðinn að skurði? Hvernig á fólk að vilja búa hér ef það þarf að taka áhættu í hvert sinn sem það leggur af stað? Við heyrum oft talað um fæðuöryggi, byggðastefnu og sjálfbærni. En hvað þýða þessi orð ef vegirnir sem halda sveitunum lifandi eru látnir grotna niður? Við sem vinnum í landbúnaði erum ekki að senda afurðir til útlanda – við erum að framleiða ferskan, íslenskan mat fyrir þjóðina og þá gesti sem heimsækja landið. Við erum hluti af þeirri ferðaþjónustu sem haldið er svo hátt á lofti – því án íslensks matar, er engin íslensk upplifun. En við þurfum líka að geta keyrt hann í afurðastöðvar og verslanir. Ef fjármunir í vegagerð fara fyrst og fremst í vegi sem ferðamenn nota, á meðan þeir vegir sem heimafólk treystir á eru látnir grotna, þá er forgangsröðunin röng. Það er ekki hægt að byggja framtíð í sveitum á rykugri möl og gloppóttum skurðum. Við verðum að hætta að tala um sveitina eins og hún sé minning – hún er grunnstoð þjóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um malbik eða möl – heldur virðingu. Virðingu fyrir fólki sem heldur landinu gangandi, framleiðir mat, ræktar, vinnur og byggir samfélag þar sem lífið er raunverulegt – alla daga ársins. Ef vegirnir grotna niður, þá gerir byggðin það líka. Og þegar byggðin fer, þá fer þjóðin að tapa sjálfri sér. Höfundur er svínabóndi í Laxárdal, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar