Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar 3. október 2025 11:02 Starfsemi fjölda fyrirtækja sem ganga inn á verksvið snyrtifræðinga hér á landi hefur verið til umræðu þar sem grunur leikur á mansali og óviðunandi starfsaðstæðum erlends starfsfólks sem hefur lagt allt sitt undir í leit að betra lífi. Ljóst er að kerfið hefur brugðist með tvíþættum hætti. Annars vegar með afgreiðslu óvenjulega mikils fjölda umsókna um dvalarleyfi á grundvelli starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, án þess að skilyrði væru raunverulega uppfyllt, og hins vegar veitingu starfsleyfa til aðila sem eru ekki með tilskilin réttindi. Starfsleyfi veitt án tilskilinna réttinda Samkvæmt lögum um handiðnað nr. 42/1978 skal starfsemi í löggiltri iðngrein vera rekin undir forstöðu meistara og hafa einungis meistarar, sveinar og nemendur í löggiltum iðngreinum rétt til að starfa í þeim greinum. Því kunna einhverjir að spyrja hvernig réttindalausir aðilar gátu fengið starfsleyfi og hafið rekstur umræddra stofa í andstöðu við lög? Því er auðsvarað, hér ríkir skortur á eftirliti og glufur í regluverkinu. Núverandi framkvæmd og eftirlitsleysi býður hættunni heim þar sem að hver sem er getur sótt um starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirliti án þess að leggja fram staðfestingu þess efnis að meistari sé í forsvari fyrir rekstrinum. Þannig má líkja þessu við einfalt dæmi um einstakling sem vill opna sálfræðistofu en hefur ekki lokið námi í faginu. Viðkomandi sækir um starfsleyfi, uppfyllir skilyrði um hreinlæti ásamt öðru og fær þannig útgefið starfsleyfi og hefur rekstur án vandkvæða. Lögreglunni er ætlað að hafa eftirlit með löggiltum iðngreinum en það hefur sýnt sig að hún hefur ekki haft bolmagn í slíkt eftirlit. Hér á landi hafa því skapast kjöraðstæður fyrir fjölgun réttindalausra í starfsemi og skýrasta dæmið um það er gríðarleg fjölgun aðila á þessum markaði auk hársnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemi réttindalausra fylgir fórnarkostnaður og má þar nefna tjón sem neytendur hafa orðið fyrir við meðhöndlun húðar og líkama, aukning á svartri atvinnustarfsemi og alvarlegustu tilvikin eru grunur um mansal. Skilvirkara eftirlit Samtök iðnaðarins hafa um árabil gagnrýnt skort á eftirliti með ólögmætri starfsemi í löggiltum iðngreinum. Afleiðingarnar af skorti á eftirliti birtast nú landsmönnum í sorglegri stöðu fjölda fólks sem hefur verið beitt misneytingu og grunur leikur á alvarlegum brotum á hegningarlögum. Ef ríkari kröfur hefðu verið gerðar við útgáfu starfsleyfa þeirra aðila sem eru til rannsóknar hefði verið hægt að stemma stigu við þá stöðu sem nú er uppi. Mikilvægt er að draga lærdóm af því sem á undan er gengið enda miklir hagsmunir í húfi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú lagt fram áform um breytingu á heilbrigðiseftirliti. Í því samhengi er mikilvægt að gerð verði sú breyting að heilbrigðiseftirlitinu verði falin eftirfylgni við ákvæði laga um tilskyldar fagkröfur við útgáfu leyfisskyldrar starfsemi og að gætt verði að því í hvívetna að fyrirsvarsmaður rekstursins hafi til þess menntun og hæfni í samræmi við lagakröfur. Ljóst er að lögreglan annar ekki eftirliti. Því þarf að færa eftirlitið frá lögreglu til heilbrigðiseftirlitsins fyrir löggiltar handverksgreinar. Óbreytt ástand er of dýrkeypt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Björk Guðmundsdóttir Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsemi fjölda fyrirtækja sem ganga inn á verksvið snyrtifræðinga hér á landi hefur verið til umræðu þar sem grunur leikur á mansali og óviðunandi starfsaðstæðum erlends starfsfólks sem hefur lagt allt sitt undir í leit að betra lífi. Ljóst er að kerfið hefur brugðist með tvíþættum hætti. Annars vegar með afgreiðslu óvenjulega mikils fjölda umsókna um dvalarleyfi á grundvelli starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, án þess að skilyrði væru raunverulega uppfyllt, og hins vegar veitingu starfsleyfa til aðila sem eru ekki með tilskilin réttindi. Starfsleyfi veitt án tilskilinna réttinda Samkvæmt lögum um handiðnað nr. 42/1978 skal starfsemi í löggiltri iðngrein vera rekin undir forstöðu meistara og hafa einungis meistarar, sveinar og nemendur í löggiltum iðngreinum rétt til að starfa í þeim greinum. Því kunna einhverjir að spyrja hvernig réttindalausir aðilar gátu fengið starfsleyfi og hafið rekstur umræddra stofa í andstöðu við lög? Því er auðsvarað, hér ríkir skortur á eftirliti og glufur í regluverkinu. Núverandi framkvæmd og eftirlitsleysi býður hættunni heim þar sem að hver sem er getur sótt um starfsleyfi hjá heilbrigðiseftirliti án þess að leggja fram staðfestingu þess efnis að meistari sé í forsvari fyrir rekstrinum. Þannig má líkja þessu við einfalt dæmi um einstakling sem vill opna sálfræðistofu en hefur ekki lokið námi í faginu. Viðkomandi sækir um starfsleyfi, uppfyllir skilyrði um hreinlæti ásamt öðru og fær þannig útgefið starfsleyfi og hefur rekstur án vandkvæða. Lögreglunni er ætlað að hafa eftirlit með löggiltum iðngreinum en það hefur sýnt sig að hún hefur ekki haft bolmagn í slíkt eftirlit. Hér á landi hafa því skapast kjöraðstæður fyrir fjölgun réttindalausra í starfsemi og skýrasta dæmið um það er gríðarleg fjölgun aðila á þessum markaði auk hársnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemi réttindalausra fylgir fórnarkostnaður og má þar nefna tjón sem neytendur hafa orðið fyrir við meðhöndlun húðar og líkama, aukning á svartri atvinnustarfsemi og alvarlegustu tilvikin eru grunur um mansal. Skilvirkara eftirlit Samtök iðnaðarins hafa um árabil gagnrýnt skort á eftirliti með ólögmætri starfsemi í löggiltum iðngreinum. Afleiðingarnar af skorti á eftirliti birtast nú landsmönnum í sorglegri stöðu fjölda fólks sem hefur verið beitt misneytingu og grunur leikur á alvarlegum brotum á hegningarlögum. Ef ríkari kröfur hefðu verið gerðar við útgáfu starfsleyfa þeirra aðila sem eru til rannsóknar hefði verið hægt að stemma stigu við þá stöðu sem nú er uppi. Mikilvægt er að draga lærdóm af því sem á undan er gengið enda miklir hagsmunir í húfi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú lagt fram áform um breytingu á heilbrigðiseftirliti. Í því samhengi er mikilvægt að gerð verði sú breyting að heilbrigðiseftirlitinu verði falin eftirfylgni við ákvæði laga um tilskyldar fagkröfur við útgáfu leyfisskyldrar starfsemi og að gætt verði að því í hvívetna að fyrirsvarsmaður rekstursins hafi til þess menntun og hæfni í samræmi við lagakröfur. Ljóst er að lögreglan annar ekki eftirliti. Því þarf að færa eftirlitið frá lögreglu til heilbrigðiseftirlitsins fyrir löggiltar handverksgreinar. Óbreytt ástand er of dýrkeypt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun