Handbolti

Viktor Gísli og fé­lagar í Barcelona heims­meistarar fé­lags­liða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Heimsmeistarinn Viktor Gísli.
Heimsmeistarinn Viktor Gísli. Ruben De La Rosa/Getty Images

Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar hans í Barcelona lögðu Bjarka Má Elísson og félaga í Veszprém frá Ungverjalandi í úrslitaleik HM félagsliða í handbolta, lokatölur eftir framlengdan leik 31-30.

Viktor Gísli kom lítið við sögu í leiknum og náði ekki verja skot. Sömuleiðis kom Bjarki Már ekki við sögu í leiknum.

Leikurinn var gríðarlega jafn frá upphafi til enda. Í hálfleik leiddi Veszprém með einu marki, 13-12. en staðan var jöfn 21-21 þegar flautað var til leiksloka. Því þurfti að framlengja og þar hafði Barcelona á endanum betur.

Aleix Gomez Abeillo var markahæstur í liði Barcelona með sex mörk á meðan Hugo Descat gerði átta mörk í liði Veszprém.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×