Körfubolti

Tinda­stóli og Njarð­vík spáð toppnum í vetur

Sindri Sverrisson skrifar
Njarðvík og Tindastóll geta gert sér vonir um að landa titli í vetur miðað við spárnar.
Njarðvík og Tindastóll geta gert sér vonir um að landa titli í vetur miðað við spárnar. Samsett/Vísir

Tindastóll mun enda í efsta sæti Bónus-deildar karla í körfubolta og Njarðvík efst í Bónus-deild kvenna, ef spár þjálfara, fyrirliða og formanna ganga eftir. Nýliðum er spáð falli aftur niður í 1. deild.

Spárnar voru kynntar í beinni útsendingu á Vísi í hádeginu í dag.

Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar kvenna, eftir sigur á Njarðvík í mögnuðu úrslitaeinvígi, en þeim er aðeins spáð 3. sætinu í vetur, á eftir liðunum tveimur úr Reykjanesbæ.

Samkvæmt spánni falla Ármenningar og hinir nýliðarnir, KR-ingar, missa sömuleiðis af úrslitakeppninni.

Spá þjálfara, fyrirliða og formanna í Bónus-deild kvenna.

Hjá körlunum er reiknað með því að Tindastóll endi efst, næst fyrir ofan Stjörnuna, en þessi lið mættust í rosalegu úrslitaeinvígi í vor. Miðað við spána stefnir í harða baráttu á milli næstu liða þar á eftir.

Því er spáð að KR verði síðasta liðið inn í úrslitakeppnina, fyrir ofan ÍR og Þór Þ., en að nýliðar ÍA og Ármanns staldri stutt við í deildinni.

Spá þjálfara, fyrirliða og formanna í Bónus-deild karla.

Fjölmiðlamenn spáðu einnig í spilin og var niðurstaða þeirra nákvæmlega sú sama í Bónus-deild karla, eins og hjá þjálfurum, fyrirliðum og formönnum.

Spá fjölmiðla um Bónus-deild karla.

Svipaða sögu er að segja í Bónus-deild kvenna nema hvað þar spáðu fjölmiðlar því að KR kæmist í úrslitakeppnina og yrði í 7. sæti en að Hamar/Þór myndi enda í 9. sæti og missa af ballinu í vor. Einnig spá fjölmiðlar því að Haukar endi ofar en Keflavík, í 2. sæti.

Spá fjölmiðla um Bónus-deild kvenna.

Þá voru einnig birtar spár fyrir 1. deildir kvenna og karla og má sjá þær hér að neðan.

Spá félaganna í 1. deild kvenna.
Spá félaganna í 1. deild karla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×