Handbolti

Ómar Ingi marka­hæstur í sigri Magdeburgar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ómar Ingi átti virkilega góðan leik.
Ómar Ingi átti virkilega góðan leik. Javier Borrego/Getty Images

Enn dregur Ómar Ingi Magnússon vagninn fyrir lið Magdeburgar sem vann nauman sigur á Wisla Plock frá Póllandi í Meistaradeild karla í handbolta í kvöld.

Ómar Ingi hefur vaðið á súðum í upphafi móts í þýsku úrvalsdeildinni og skorað yfir tíu mörk að meðaltali í leik. Hann náði ekki meðaltali deildarinnar í leik kvöldsins en var þrátt fyrir það markahæstur Magdeborgara með níu mörk.

Leikurinn var jafn framan af en góður lokakafli Magdeburgar á fyrri hálfleik veitti liðinu fjögurra marka forystu, 14-10, þegar hálfleiksflautið gall.

Mest komst Magdeburg sex mörkum yfir í stöðunni 20-14 en Wisla komst á mikla siglingu undir lokin. Magdeburg var 25-20 yfir þegar gestirnir tóku við sér og minnkuðu muninn í eitt mark, 26-25.

Þeim þýsku tókst að klára leikinn, lokatölur 27-26, og er Magdeburg áfram með fullt hús á toppi riðilsins.

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö marka Magdeburgar í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×