Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2025 10:33 Luke Donald á opnunarhátíð Ryder-bikarsins. epa/Luke Donald Luke Donald, fyrirliði evrópska liðsins, skaut á bandaríska liðið á opnunarhátíð Ryder-bikarsins í golfi. Talsvert hefur verið rætt um launin sem Bandaríkjamenn fá fyrir að keppa í Ryder-bikarnum. „Við erum drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt,“ sagði Donald á opnunarhátíðinni í gær. Ryder-bikarinn hefst á föstudaginn og lýkur á laugardaginn. Mikið hefur verið rætt og ritað um launin sem leikmenn bandaríska liðsins fá fyrir að taka þátt í Ryder-bikarnum. Allir tólf kylfingarnir í bandaríska liðinu, auk fyrirliðans Keegans Bradley, fá fimm hundruð þúsund Bandaríkjadala fyrir að keppa í Ryder-bikarnum en þar af fara þrjú hundruð þúsund af þeirri upphæð til góðgerðamála. Nokkrir leikmenn Bandaríkjanna hafa tilkynnt að þeir ætli að gefa öll launin sem þeir fá til góðgerðamála en Donald nýtti samt tækifærið í gær og baunaði á bandaríska liðið. „Ryder-bikarinn snýst ekki um verðlaunafé eða stig á heimslistanum. Þetta snýst um stolt,“ sagði Donald sem var einnig fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum fyrir tveimur árum. Evrópska liðið vann þá sigur á Ítalíu. Evrópa hefur unnið tíu af síðustu fjórtán Ryder-titlum og freista þess nú að vinna titilinn í fimmta sinn á bandarískri grundu. Ryder-bikarinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 föstudag, laugardag og sunnudag. Hér má sjá lista yfir allar beinar útsendingar á íþróttarásum Sýnar. Golf Ryder-bikarinn Tengdar fréttir Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Justin Rose viðurkennir að hafa orðið stjörnustjarfur þegar hann hitti óvænt fyrrum fótboltamanninn og kerrubílstjórann Gianfranco Zola á æfingu fyrir Ryder bikarinn. 24. september 2025 22:32 Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Áhorfendur þóttu fara yfir strikið í niðrandi köllum sínum síðast þegar Ryder-bikarinn fór fram í Bandaríkjunum en búist er við því að nú verði aftur allt reynt til þess að slá Evrópubúa út af laginu. 24. september 2025 12:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
„Við erum drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt,“ sagði Donald á opnunarhátíðinni í gær. Ryder-bikarinn hefst á föstudaginn og lýkur á laugardaginn. Mikið hefur verið rætt og ritað um launin sem leikmenn bandaríska liðsins fá fyrir að taka þátt í Ryder-bikarnum. Allir tólf kylfingarnir í bandaríska liðinu, auk fyrirliðans Keegans Bradley, fá fimm hundruð þúsund Bandaríkjadala fyrir að keppa í Ryder-bikarnum en þar af fara þrjú hundruð þúsund af þeirri upphæð til góðgerðamála. Nokkrir leikmenn Bandaríkjanna hafa tilkynnt að þeir ætli að gefa öll launin sem þeir fá til góðgerðamála en Donald nýtti samt tækifærið í gær og baunaði á bandaríska liðið. „Ryder-bikarinn snýst ekki um verðlaunafé eða stig á heimslistanum. Þetta snýst um stolt,“ sagði Donald sem var einnig fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum fyrir tveimur árum. Evrópska liðið vann þá sigur á Ítalíu. Evrópa hefur unnið tíu af síðustu fjórtán Ryder-titlum og freista þess nú að vinna titilinn í fimmta sinn á bandarískri grundu. Ryder-bikarinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 föstudag, laugardag og sunnudag. Hér má sjá lista yfir allar beinar útsendingar á íþróttarásum Sýnar.
Golf Ryder-bikarinn Tengdar fréttir Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Justin Rose viðurkennir að hafa orðið stjörnustjarfur þegar hann hitti óvænt fyrrum fótboltamanninn og kerrubílstjórann Gianfranco Zola á æfingu fyrir Ryder bikarinn. 24. september 2025 22:32 Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Áhorfendur þóttu fara yfir strikið í niðrandi köllum sínum síðast þegar Ryder-bikarinn fór fram í Bandaríkjunum en búist er við því að nú verði aftur allt reynt til þess að slá Evrópubúa út af laginu. 24. september 2025 12:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Justin Rose viðurkennir að hafa orðið stjörnustjarfur þegar hann hitti óvænt fyrrum fótboltamanninn og kerrubílstjórann Gianfranco Zola á æfingu fyrir Ryder bikarinn. 24. september 2025 22:32
Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Áhorfendur þóttu fara yfir strikið í niðrandi köllum sínum síðast þegar Ryder-bikarinn fór fram í Bandaríkjunum en búist er við því að nú verði aftur allt reynt til þess að slá Evrópubúa út af laginu. 24. september 2025 12:30