Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2025 12:30 Jon Rahm og Shane Lowry með eiginkonum sínum í hátíðarkvöldverðinum í gærkvöld, fyrir Ryder-bikarinn. Samsett/Getty Áhorfendur þóttu fara yfir strikið í niðrandi köllum sínum síðast þegar Ryder-bikarinn fór fram í Bandaríkjunum en búist er við því að nú verði aftur allt reynt til þess að slá Evrópubúa út af laginu. Ryder-bikarinn hefst á föstudaginn með keppni í fjórmenningi og hefst bein útsending á Sýn Sport 4 klukkan 11. Síðdegis, eða klukkan 17, hefst svo útsending frá keppni í fjórbolta. Mótið heldur svo áfram á laugardag og sunnudag, í beinni á Sýn Sport 4. Evrópuliðið hefur sjaldan unnið Bandaríkin þegar keppt er vestan Atlantshafsins og tapaði 19-9 á Whistling Straits fyrir fjórum árum. Áhorfendur létu þar Evrópubúana fá það óþvegið og eftir mótið kvartaði Írinn Shane Lowry yfir því að meira að segja eiginkona hans hefði orðið fyrir barðinu á ljótum köllum áhorfenda. Það virðist stefna í eitthvað svipað í New York um helgina. Alla vega mátti Spánverjinn Jon Rahm þola háðsglósur þegar hann tók sitt fyrsta högg á æfingahring á þriðjudaginn: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ heyrðist þá kallað, samkvæmt frétt Daily Mail. Gæti orðið verra núna Fyrrverandi golfstjarnan og sérfræðingurinn Laura Davies segir kylfingana tólf sem keppa fyrir Evrópu þurfa að vera við öllu búnir. „Á Whistling Straits var svo sannarlega farið yfir strikið. Það var mikið um fúkyrði í garð vina og fjölskyldumeðlima kylfinganna, sem var ekki gott, því þeir voru einu stuðningsmennirnir þar sem að það máttu ekki vera neinir evrópskir stuðningsmenn vegna Covid,“ sagði Davies samkvæmt Metro. „Ég heyrði mikið af hræðilegum köllum í átt að keppendum og þó var mótið í krummaskuði, Whistling Straits. Núna verðum við í New York, með New York stuðningsmenn. Ég vona að þetta gangi ekki of langt en ég yrði ekki hissa ef þetta yrði aftur svona slæmt eða jafnvel verra,“ sagði Davies. Ryder-bikarinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 föstudag, laugardag og sunnudag. Opnunarhátíðin verður á Sýn Sport 5 í kvöld klukkan 20. Hér má sjá lista yfir allar beinar útsendingar á íþróttarásum Sýnar. Ryder-bikarinn Golf Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ryder-bikarinn hefst á föstudaginn með keppni í fjórmenningi og hefst bein útsending á Sýn Sport 4 klukkan 11. Síðdegis, eða klukkan 17, hefst svo útsending frá keppni í fjórbolta. Mótið heldur svo áfram á laugardag og sunnudag, í beinni á Sýn Sport 4. Evrópuliðið hefur sjaldan unnið Bandaríkin þegar keppt er vestan Atlantshafsins og tapaði 19-9 á Whistling Straits fyrir fjórum árum. Áhorfendur létu þar Evrópubúana fá það óþvegið og eftir mótið kvartaði Írinn Shane Lowry yfir því að meira að segja eiginkona hans hefði orðið fyrir barðinu á ljótum köllum áhorfenda. Það virðist stefna í eitthvað svipað í New York um helgina. Alla vega mátti Spánverjinn Jon Rahm þola háðsglósur þegar hann tók sitt fyrsta högg á æfingahring á þriðjudaginn: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ heyrðist þá kallað, samkvæmt frétt Daily Mail. Gæti orðið verra núna Fyrrverandi golfstjarnan og sérfræðingurinn Laura Davies segir kylfingana tólf sem keppa fyrir Evrópu þurfa að vera við öllu búnir. „Á Whistling Straits var svo sannarlega farið yfir strikið. Það var mikið um fúkyrði í garð vina og fjölskyldumeðlima kylfinganna, sem var ekki gott, því þeir voru einu stuðningsmennirnir þar sem að það máttu ekki vera neinir evrópskir stuðningsmenn vegna Covid,“ sagði Davies samkvæmt Metro. „Ég heyrði mikið af hræðilegum köllum í átt að keppendum og þó var mótið í krummaskuði, Whistling Straits. Núna verðum við í New York, með New York stuðningsmenn. Ég vona að þetta gangi ekki of langt en ég yrði ekki hissa ef þetta yrði aftur svona slæmt eða jafnvel verra,“ sagði Davies. Ryder-bikarinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 föstudag, laugardag og sunnudag. Opnunarhátíðin verður á Sýn Sport 5 í kvöld klukkan 20. Hér má sjá lista yfir allar beinar útsendingar á íþróttarásum Sýnar.
Ryder-bikarinn Golf Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira