Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar 2. október 2025 08:01 Í framhaldsskólagreininni „Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati?“ var bent á að of mikil miðstýring gæti gert námið einsleitt, á meðan samræmdur kjarni með svigrúmi fyrir bundið og frjálst val gæti tryggt bæði jafnræði og fjölbreytni. En hvernig má útfæra slíkt í reynd? Stafbókarverkefnið – brú milli skólastiga Stafbókarverkefnið hefur verið í þróun í meira en áratug og felur í sér 13 ritrýndar bækur í félagsvísindum ásamt verkefnabanka með fjölda verkefna fyrir hverja bók. Verkefnið hefur verið tekið upp í 11 framhaldsskólum víða um land, meðal annars á starfsbrautum. Þrjár bækurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir nemendur sem eru að ná tökum á íslensku eða eiga við annars konar áskoranir í námi. Markmiðið er að tryggja sambærilegt nám og undirbúning fyrir háskólastig með efni sem er aðgengilegt, sveigjanlegt og tengt beint við námskeið í háskólum. Verkefnið byggir þannig brú milli skólastiga og nýtir reynslu kennara sem hafa kennt í framhaldsskólum í áratugi. Spurningar sem skipta máli Í ljósi hugmynda um skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi vakna áleitnar spurningar: Á að búa til miðstýrt skólakerfi þar sem allt námsefni er samræmt? Hvaða áfangar munu halda sér – og hvaða áfangar falla út? Verða áfangarnir sjálfir líka miðstýrðir? Hvernig eiga áfangar að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til góðs undirbúnings fyrir háskólanám? Hverjir eiga að stýra og móta ferlið – ráðuneyti, svæðisskrifstofur eða kennarar sjálfir? Nýsköpun eða einsleitni? Stafbókarverkefnið er dæmi um hvernig hægt er að þróa námsefni sem mætir þessum kröfum. Það hefur ritrýnt gildi, er þegar í notkun í fjölda skóla og hefur sýnt að nýsköpun frá kennurum getur skapað námsefni og verkefnagerð sem nýtist fjölbreyttum hópi nemenda. En hverjir eiga að koma að því að samræma áherslur, kennsluefni og áfanga? Eiga kennarar að fá að leiða ferlið með eigin þekkingu og reynslu? Hvernig verður tekið mið af nemendum með ólíkan bakgrunn – innflytjendum, fötluðum nemendum eða þeim sem eru á starfsbrautum? Verður tryggt að fjölbreytt sjónarmið og efni fái að njóta sín, eða er hætta á að námsefnið verði einsleitt? Ef aðeins stórar útgáfur sem tengdar eru ríkinu fá vægi í ferlinu, er þá ekki verið að ýta nýsköpun og grasrótarkennurum út af borðinu? Er markmiðið að taka upp samræmt námsmat á milli skóla? Hver ber ábyrgð á að samræmt nám verði í raun hágæða og viðeigandi undirbúningur fyrir háskóla? Að lokum Ef markmiðið er að tryggja jöfn tækifæri og sambærilegt gæðanám, verður að tryggja að rödd nýsköpunar og reynslu kennara fái að heyrast – ekki aðeins þeirra sem standa útgáfum og kerfum næst. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í framhaldsskólagreininni „Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati?“ var bent á að of mikil miðstýring gæti gert námið einsleitt, á meðan samræmdur kjarni með svigrúmi fyrir bundið og frjálst val gæti tryggt bæði jafnræði og fjölbreytni. En hvernig má útfæra slíkt í reynd? Stafbókarverkefnið – brú milli skólastiga Stafbókarverkefnið hefur verið í þróun í meira en áratug og felur í sér 13 ritrýndar bækur í félagsvísindum ásamt verkefnabanka með fjölda verkefna fyrir hverja bók. Verkefnið hefur verið tekið upp í 11 framhaldsskólum víða um land, meðal annars á starfsbrautum. Þrjár bækurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir nemendur sem eru að ná tökum á íslensku eða eiga við annars konar áskoranir í námi. Markmiðið er að tryggja sambærilegt nám og undirbúning fyrir háskólastig með efni sem er aðgengilegt, sveigjanlegt og tengt beint við námskeið í háskólum. Verkefnið byggir þannig brú milli skólastiga og nýtir reynslu kennara sem hafa kennt í framhaldsskólum í áratugi. Spurningar sem skipta máli Í ljósi hugmynda um skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi vakna áleitnar spurningar: Á að búa til miðstýrt skólakerfi þar sem allt námsefni er samræmt? Hvaða áfangar munu halda sér – og hvaða áfangar falla út? Verða áfangarnir sjálfir líka miðstýrðir? Hvernig eiga áfangar að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til góðs undirbúnings fyrir háskólanám? Hverjir eiga að stýra og móta ferlið – ráðuneyti, svæðisskrifstofur eða kennarar sjálfir? Nýsköpun eða einsleitni? Stafbókarverkefnið er dæmi um hvernig hægt er að þróa námsefni sem mætir þessum kröfum. Það hefur ritrýnt gildi, er þegar í notkun í fjölda skóla og hefur sýnt að nýsköpun frá kennurum getur skapað námsefni og verkefnagerð sem nýtist fjölbreyttum hópi nemenda. En hverjir eiga að koma að því að samræma áherslur, kennsluefni og áfanga? Eiga kennarar að fá að leiða ferlið með eigin þekkingu og reynslu? Hvernig verður tekið mið af nemendum með ólíkan bakgrunn – innflytjendum, fötluðum nemendum eða þeim sem eru á starfsbrautum? Verður tryggt að fjölbreytt sjónarmið og efni fái að njóta sín, eða er hætta á að námsefnið verði einsleitt? Ef aðeins stórar útgáfur sem tengdar eru ríkinu fá vægi í ferlinu, er þá ekki verið að ýta nýsköpun og grasrótarkennurum út af borðinu? Er markmiðið að taka upp samræmt námsmat á milli skóla? Hver ber ábyrgð á að samræmt nám verði í raun hágæða og viðeigandi undirbúningur fyrir háskóla? Að lokum Ef markmiðið er að tryggja jöfn tækifæri og sambærilegt gæðanám, verður að tryggja að rödd nýsköpunar og reynslu kennara fái að heyrast – ekki aðeins þeirra sem standa útgáfum og kerfum næst. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun