Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. september 2025 22:32 Justin Rose er stuðningsmaður Chelsea og aðdáandi Zola sem hefur golfað mikið eftir að fótboltaferlinum lauk. Justin Rose viðurkennir að hafa orðið stjörnustjarfur þegar hann hitti óvænt fyrrum fótboltamanninn og kerrubílstjórann Gianfranco Zola á æfingu fyrir Ryder bikarinn. Tæplega þrjátíu ár eru síðan Zola raðaði inn mörkum og titlum fyrir Chelsea á Englandi, hann hefur sinnt ýmsum störfum síðan þá, sveiflað golfkylfunni heilmikið líka og verður í hlutverki bílstjóra á Ryder bikarnum sem fer fram í New York um helgina. Zola mun keyra kerruna fyrir samlanda sinn frá Ítalíu, Francesco Molinari, sem er varafyrirliði evrópska liðsins. „Ég hitti margt flott fólk í gegnum golfið en ég sagði bara: VÁ! Hey, Gianfranco! Ég varð alveg stjörnustjarfur, sem er stórkostlegt“ sagði Justin Rose, kylfingur í evrópska liðinu, eftir að hafa óvænt rekist á Zola í dag. Zola tekur sig vel út sem bílstjóri. Andrew Redington/Getty Images Zola verður ekki hluti af þjálfarateymi evrópska liðsins en mun eflaust miðla sinni reynslu. „Ef það er eitthvað sem hann sér og getur miðlað til okkar, sérstaklega þegar kemur að pressu eða stemningunni á vellinum, þá mun hann auðvitað koma sterkur inn. Vonandi finnur hann eitthvað tækifæri til þess því ég myndi elska að heyra hvað hann hefur að segja“ sagði Justin Rose einnig en hann er yfirlýstur stuðningsmaður Chelsea og greinilega mikill aðdáandi Zola. Justin Rose just got starstruck by Gianfranco Zola 🤩 pic.twitter.com/dFfK5aulst— BBC Sport (@BBCSport) September 24, 2025 Opnunarhátíð Ryder bikarsins fór fram í kvöld en mótið sjálft hefst á föstudag og stendur yfir fram á sunnudag, í beinni útsendingu á Sýn Sport. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tæplega þrjátíu ár eru síðan Zola raðaði inn mörkum og titlum fyrir Chelsea á Englandi, hann hefur sinnt ýmsum störfum síðan þá, sveiflað golfkylfunni heilmikið líka og verður í hlutverki bílstjóra á Ryder bikarnum sem fer fram í New York um helgina. Zola mun keyra kerruna fyrir samlanda sinn frá Ítalíu, Francesco Molinari, sem er varafyrirliði evrópska liðsins. „Ég hitti margt flott fólk í gegnum golfið en ég sagði bara: VÁ! Hey, Gianfranco! Ég varð alveg stjörnustjarfur, sem er stórkostlegt“ sagði Justin Rose, kylfingur í evrópska liðinu, eftir að hafa óvænt rekist á Zola í dag. Zola tekur sig vel út sem bílstjóri. Andrew Redington/Getty Images Zola verður ekki hluti af þjálfarateymi evrópska liðsins en mun eflaust miðla sinni reynslu. „Ef það er eitthvað sem hann sér og getur miðlað til okkar, sérstaklega þegar kemur að pressu eða stemningunni á vellinum, þá mun hann auðvitað koma sterkur inn. Vonandi finnur hann eitthvað tækifæri til þess því ég myndi elska að heyra hvað hann hefur að segja“ sagði Justin Rose einnig en hann er yfirlýstur stuðningsmaður Chelsea og greinilega mikill aðdáandi Zola. Justin Rose just got starstruck by Gianfranco Zola 🤩 pic.twitter.com/dFfK5aulst— BBC Sport (@BBCSport) September 24, 2025 Opnunarhátíð Ryder bikarsins fór fram í kvöld en mótið sjálft hefst á föstudag og stendur yfir fram á sunnudag, í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira