Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar 22. september 2025 11:02 Við munum öll þann tíma í lífi okkar þegar ekkert var mikilvægara en að vera eins og allir hinir. Fyrir eina kynslóð var t.d. þráin eftir að eignast Millet-úlpu og uppháa Adidas körfuboltaskó djúp og innileg. Án þess fatnaðar myndi enginn verða hrifinn af okkur og jafnvel hætta á að verða fyrir stríðni jafnaldra. Á næsta skeiði lífsins snérist þetta við hjá okkur. Við hófum leitina að okkur sjálfum og ekkert var verra en að vera alveg eins og hinir. Síðan komst á jafnvægi og lífið tók við. Lífið leiðir fólk mismunandi vegu og margt gerist á ferðinni sem við áttum ekki von á í upphafi. Við veljum okkur ólíka menntun og störf. Við höfum mismunandi áhugamál og sjáum mis mikið af heiminum. Okkur er útdeilt misstórum skömmtum af gleði og sorg. Við veljum okkur ólík búsetuform, bæði hvað varðar staðsetningu og gerð. Kannski verðum við heppin og náum háum aldri. Á efri árum erum við einmitt hvað ólíkust hvort öðru - þó að við séum í grunninn eins. Óskir okkar og þarfir eru misjafnar, í takt við það sem við höfum vanið okkur á í lífinu. Sum okkar munu á einhverjum tímapunkti þurfa á þjónustu að halda við daglegar athafnir og vilja flytja í húsnæði sem svarar þeim þörfum. En það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við höfum sjálf eitthvað um það að segja hvar og hvernig við búum á efri árum. Eitt stærsta og mikilvægasta mál heilbrigðiskerfisins núna er uppbygging á húsum og þjónustu fyrir aldraða. Þegar þessi orð eru skrifuð eru um 500 eldri borgarar að bíða eftir búsetuúrræði, en til að mæta þörfinni næstu árin þarf að útvega um 100 ný hjúkrunarrými á ári. Og það eru ekki bara hjúkrunarrými sem vantar, heldur einnig pláss í dagdvölum, aukið framboð á heimaþjónustu og einnig heilsueflandi þjónustu sem gerir öldruðum kleift að halda sjálfstæðri búsetu sem lengst. Sjómannadagsráð, Hrafnista og DAS íbúðir hafa undanfarin tvö ár unnið að uppbyggingaráætlun félaganna til næstu 15 ára. Fjölmargar vinnustofur með starfsfólki, stjórnendum, íbúum og hinum ýmsu hagaðilum leggja grunninn að þessari áætlun þar sem rauði þráðurinn er að búa til samfélög fólks sem gera ráð fyrir því að við erum mismunandi einstaklingar. Hægt er að kynna sér uppbyggingaráætlunina og koma með athugasemdir á vefslóðinni uppbygging.sjomannadagsrad.is. Ég held áfram að vera ég þó ég eldist. Við höldum áfram að sinna áhugamálum og lifa lífinu á okkar hátt. Einhverjir halda áfram að ganga á fjöll og ferðast til fjarlægra landa á meðan aðrir spila á hljóðfæri, mála og dansa. Þau sem geta haft áhrif á stefnur í uppbyggingu fyrir aldraða ættu að gefa þessu gaum. Muna eftir því að hlusta á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda og skapa þannig raunveruleg lífsgæði. Sjómannadagsráð mun leggja sitt af mörkum til að taka þátt í þessari uppbyggingu. Rétturinn til að velja og hafa áhrif á það hvar og hvernig ég vil búa eiga að vera sjálfsögð mannréttindi sem standa öllum til boða. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Húsnæðismál Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Við munum öll þann tíma í lífi okkar þegar ekkert var mikilvægara en að vera eins og allir hinir. Fyrir eina kynslóð var t.d. þráin eftir að eignast Millet-úlpu og uppháa Adidas körfuboltaskó djúp og innileg. Án þess fatnaðar myndi enginn verða hrifinn af okkur og jafnvel hætta á að verða fyrir stríðni jafnaldra. Á næsta skeiði lífsins snérist þetta við hjá okkur. Við hófum leitina að okkur sjálfum og ekkert var verra en að vera alveg eins og hinir. Síðan komst á jafnvægi og lífið tók við. Lífið leiðir fólk mismunandi vegu og margt gerist á ferðinni sem við áttum ekki von á í upphafi. Við veljum okkur ólíka menntun og störf. Við höfum mismunandi áhugamál og sjáum mis mikið af heiminum. Okkur er útdeilt misstórum skömmtum af gleði og sorg. Við veljum okkur ólík búsetuform, bæði hvað varðar staðsetningu og gerð. Kannski verðum við heppin og náum háum aldri. Á efri árum erum við einmitt hvað ólíkust hvort öðru - þó að við séum í grunninn eins. Óskir okkar og þarfir eru misjafnar, í takt við það sem við höfum vanið okkur á í lífinu. Sum okkar munu á einhverjum tímapunkti þurfa á þjónustu að halda við daglegar athafnir og vilja flytja í húsnæði sem svarar þeim þörfum. En það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við höfum sjálf eitthvað um það að segja hvar og hvernig við búum á efri árum. Eitt stærsta og mikilvægasta mál heilbrigðiskerfisins núna er uppbygging á húsum og þjónustu fyrir aldraða. Þegar þessi orð eru skrifuð eru um 500 eldri borgarar að bíða eftir búsetuúrræði, en til að mæta þörfinni næstu árin þarf að útvega um 100 ný hjúkrunarrými á ári. Og það eru ekki bara hjúkrunarrými sem vantar, heldur einnig pláss í dagdvölum, aukið framboð á heimaþjónustu og einnig heilsueflandi þjónustu sem gerir öldruðum kleift að halda sjálfstæðri búsetu sem lengst. Sjómannadagsráð, Hrafnista og DAS íbúðir hafa undanfarin tvö ár unnið að uppbyggingaráætlun félaganna til næstu 15 ára. Fjölmargar vinnustofur með starfsfólki, stjórnendum, íbúum og hinum ýmsu hagaðilum leggja grunninn að þessari áætlun þar sem rauði þráðurinn er að búa til samfélög fólks sem gera ráð fyrir því að við erum mismunandi einstaklingar. Hægt er að kynna sér uppbyggingaráætlunina og koma með athugasemdir á vefslóðinni uppbygging.sjomannadagsrad.is. Ég held áfram að vera ég þó ég eldist. Við höldum áfram að sinna áhugamálum og lifa lífinu á okkar hátt. Einhverjir halda áfram að ganga á fjöll og ferðast til fjarlægra landa á meðan aðrir spila á hljóðfæri, mála og dansa. Þau sem geta haft áhrif á stefnur í uppbyggingu fyrir aldraða ættu að gefa þessu gaum. Muna eftir því að hlusta á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda og skapa þannig raunveruleg lífsgæði. Sjómannadagsráð mun leggja sitt af mörkum til að taka þátt í þessari uppbyggingu. Rétturinn til að velja og hafa áhrif á það hvar og hvernig ég vil búa eiga að vera sjálfsögð mannréttindi sem standa öllum til boða. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun