Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar 15. september 2025 14:03 Sársauki er ekki hverful tilfinning heldur vera sem býr innra með þér. Hún hefur vígtennur og fingur, þrýstir á hjartað, þyngir bringuna og andardrátturinn hikar eins og loftið sé ótryggt. Það er augnablik, bara eitt augnablik, þegar allir innri veggirnir sem við höfum reynt að byggja, molna og við náum því sem kalla má þröskuld sársaukans. Á þessum þröskuldi er sársauki ekki lengur bara bergmál eða skjálfti. Hann breytist í óp. Ekki hátt, heyranlegt öskur, heldur óp sálarinnar, þetta fíngerða hljóð sem eyrað nemur ekki en veldur því að allur líkaminn skelfur innan frá. Það er eins og vindurinn sem sópar tómt hús eða tómleikinn sem fyllir höfuðið. Á Gaza er þetta óp orðið leyndarmál allra. Barnsins sem brosir til að gráta ekki fyrir framan móður sína, móðurinnar sem felur tárin fyrir barni sínu, mannsins sem stendur þögull fyrir framan lík sonar síns ... þau öskra öll innra með sér, með rödd sem heimurinn heyrir ekki. Þau eru öll á þröskuldinum. Ópið birtist ekki alltaf í öskrum eða tárum. Stundum birtist það í köldu andleysi. Rýmingartilkynningar falla í tilgangsleysi á dyr, lesnar af fólki með tóm í augum sem heldur áfram með líf sitt: maður sem rífst við nágranna sinn um lítra af vatni, konur sem deila um pláss við ofninn, ungur maður sem lagar sprungur í vegg. Það er eins og tilkynningin um eyðileggingu borgarinnar þýði ekkert, eins og fyrirfram ákveðinn fjöldaflótti sé bara enn einn orðrómurinn. Þetta er ekki raunverulegt sinnuleysi, heldur annars konar óp: falin vörn gegn algjöru hruni. Þegar einstaklingur er ófær um að horfast í augu við nakinn sannleikann felur hann sig í smáatriðunum, festir sig við þau til að koma í veg fyrir að sál hans sundrist. Stjórnmálin eru ekki ánægð með að drepa fólk; þau leitast við að brjóta það niður innan frá, láta fólk fara með endalok sín eins og þau séu aukafrétt. Þau vilja að sjálf rýmingin verði venja, þyngdarlaust pappírsblað, hluti af daglegu skvaldri. Ópið verður þögult og sljótt. Þversögnin er sú að þegar sársaukinn nær þessu stigi fer hann á svig við tungumálið. Engir textar, engar ræður, engar yfirlýsingar nægja. Hann birtist sem stöðugt öskur, titringur sem býr í hverjum líkama. Reikandi augu, skjálfandi hendur, löng þögn … allt eru þetta aðrar birtingarmyndir þessa öskurs. Eftirlifendurnir lifa ekki af í raun og veru. Þeir lifa aðeins með þessu stöðuga ópi. Þeir sofa og heyra það í draumum sínum, þeir vakna og finna það falið á bak við fyrstu skímuna. Það hverfur ekki, því það er varanlegt ástand. Þeir sem fara yfir þröskuld sársaukans snúa ekki aftur eins og þeir voru, heldur lifa að eilífu í bergmáli hans. Heimurinn heldur að sársauki sé mældur með fjölda píslarvotta og eyðilagðra heimila. En hann sér ekki þetta falda andlit: að sálin sjálf er brotin, neydd til að hrópa í þögn. Þetta óp er sannasta lýsingin á því sem er að gerast: vitnisburður sem þarfnast ekki þýðanda, því styrkleiki hans er nægur. Að lokum er kannski það sársaukafyllsta að þetta óp heyrist aðeins af eigendum þess. Eins og sálin sé að æpa út í tómið. Með hverjum deginum sem líður verður ópið háværara, þar til það nær yfir alla borgina. Heil borg hrópar í hljóði, les rýmingartilkynningar og áætlanir um fjöldaflótta, á þröskuldi sársauka sem hefur farið fram úr öllu sem hægt er að þola. Höfundur er kennari og skáld frá Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sársauki er ekki hverful tilfinning heldur vera sem býr innra með þér. Hún hefur vígtennur og fingur, þrýstir á hjartað, þyngir bringuna og andardrátturinn hikar eins og loftið sé ótryggt. Það er augnablik, bara eitt augnablik, þegar allir innri veggirnir sem við höfum reynt að byggja, molna og við náum því sem kalla má þröskuld sársaukans. Á þessum þröskuldi er sársauki ekki lengur bara bergmál eða skjálfti. Hann breytist í óp. Ekki hátt, heyranlegt öskur, heldur óp sálarinnar, þetta fíngerða hljóð sem eyrað nemur ekki en veldur því að allur líkaminn skelfur innan frá. Það er eins og vindurinn sem sópar tómt hús eða tómleikinn sem fyllir höfuðið. Á Gaza er þetta óp orðið leyndarmál allra. Barnsins sem brosir til að gráta ekki fyrir framan móður sína, móðurinnar sem felur tárin fyrir barni sínu, mannsins sem stendur þögull fyrir framan lík sonar síns ... þau öskra öll innra með sér, með rödd sem heimurinn heyrir ekki. Þau eru öll á þröskuldinum. Ópið birtist ekki alltaf í öskrum eða tárum. Stundum birtist það í köldu andleysi. Rýmingartilkynningar falla í tilgangsleysi á dyr, lesnar af fólki með tóm í augum sem heldur áfram með líf sitt: maður sem rífst við nágranna sinn um lítra af vatni, konur sem deila um pláss við ofninn, ungur maður sem lagar sprungur í vegg. Það er eins og tilkynningin um eyðileggingu borgarinnar þýði ekkert, eins og fyrirfram ákveðinn fjöldaflótti sé bara enn einn orðrómurinn. Þetta er ekki raunverulegt sinnuleysi, heldur annars konar óp: falin vörn gegn algjöru hruni. Þegar einstaklingur er ófær um að horfast í augu við nakinn sannleikann felur hann sig í smáatriðunum, festir sig við þau til að koma í veg fyrir að sál hans sundrist. Stjórnmálin eru ekki ánægð með að drepa fólk; þau leitast við að brjóta það niður innan frá, láta fólk fara með endalok sín eins og þau séu aukafrétt. Þau vilja að sjálf rýmingin verði venja, þyngdarlaust pappírsblað, hluti af daglegu skvaldri. Ópið verður þögult og sljótt. Þversögnin er sú að þegar sársaukinn nær þessu stigi fer hann á svig við tungumálið. Engir textar, engar ræður, engar yfirlýsingar nægja. Hann birtist sem stöðugt öskur, titringur sem býr í hverjum líkama. Reikandi augu, skjálfandi hendur, löng þögn … allt eru þetta aðrar birtingarmyndir þessa öskurs. Eftirlifendurnir lifa ekki af í raun og veru. Þeir lifa aðeins með þessu stöðuga ópi. Þeir sofa og heyra það í draumum sínum, þeir vakna og finna það falið á bak við fyrstu skímuna. Það hverfur ekki, því það er varanlegt ástand. Þeir sem fara yfir þröskuld sársaukans snúa ekki aftur eins og þeir voru, heldur lifa að eilífu í bergmáli hans. Heimurinn heldur að sársauki sé mældur með fjölda píslarvotta og eyðilagðra heimila. En hann sér ekki þetta falda andlit: að sálin sjálf er brotin, neydd til að hrópa í þögn. Þetta óp er sannasta lýsingin á því sem er að gerast: vitnisburður sem þarfnast ekki þýðanda, því styrkleiki hans er nægur. Að lokum er kannski það sársaukafyllsta að þetta óp heyrist aðeins af eigendum þess. Eins og sálin sé að æpa út í tómið. Með hverjum deginum sem líður verður ópið háværara, þar til það nær yfir alla borgina. Heil borg hrópar í hljóði, les rýmingartilkynningar og áætlanir um fjöldaflótta, á þröskuldi sársauka sem hefur farið fram úr öllu sem hægt er að þola. Höfundur er kennari og skáld frá Palestínu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun