Handbolti

Lang­þráð hjá Melsungen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Melsungen eru komnir á blað í þýsku úrvalsdeildinni.
Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Melsungen eru komnir á blað í þýsku úrvalsdeildinni. getty/Marius Becker

Misjafnlega hefur gengið hjá Íslendingaliðunum í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu vann Melsungen útisigur á Eisenach, 27-29.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen sem í baráttu um þýska meistaratitilinn á síðasta tímabili og komst í bikarúrslit. Reynir Þór Stefánsson lék ekki með liðinu í dag.

Strákarnir hans Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach áttu erfitt uppdráttar gegn Lemgo og töpuðu, 31-25. Þetta var fyrsta tap Gummersbach á tímabilinu en liðið vann fyrstu tvo leiki sína.

Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach í dag og Teitur Örn Einarsson eitt.

Blær Hinriksson skoraði fjögur mörk þegar Leipzig laut í lægra haldi fyrir Wetzlar á heimavelli, 24-25.

Blær hefur farið vel af stað með Leipzig og skorað samtals átján mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Leipzig er enn í leit að sínu fyrsta stigi í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×