Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Hjörvar Ólafsson skrifar 6. september 2025 14:48 Gauti Gunnarsson var iðinn við kolann hjá Stjörnuliðinu í dag. Vísir/Anton Brink Stjarnan fékk rúmenska liðið Minaur Baia Mare í heimsókn í Hekluhöllina í Mýrina í Garðabænum í dag í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninnar í Evrópudeildinni í handbolta karla. Fyrri leikur liðanna liðanna ytra endaði með 26-26 jafntefli þar sem Ísak Logi Einarsson jafnaði metin með marki sínu undir lok leiksins. Stjarnan var því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli sínum. Leikmenn Minaur Baia Mare tóku hressilega á Ísaki Loga Einarssyni í þessum leik. Vísir/Anton Brink Það var þó nokkur taugaspenna sem einnkendi fyrstu mínútur leiksins þar sem lítið var skorað en sterkar varnir voru aftur á móti í fyrirrúmi. Staðan var jöfn 2-2 þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af leiknum en þá jafnaði Gauti Gunnarsson með marki úr hraðaupphlaupi. Áfram var jafnræði með liðunum og um miðjan fyrri hálfleikinn náði Gauti forystunni fyrir Stjörnuna, 7-6, með frábæru marki úr hraðaupphlaupi. Þá tók við slæmur kafli hjá Stjörnunni og gestirnir komust 11-8 yfir. Stjarnan tók þá aftur við sér og lagaði stöðuna fyrir lok fyrri hálfleiks en Minaur Baia Mare var 14-13 yfir í hálfleik. Títtnefndur Gauti skoraði síðasta mark fyrri hálfleiksins en hægri hornamaðurinn var kominn með sex mörk í hálfleik og var markahæstur á vellinum. Sigurður Dan Óskarsson var stór partur af því að Stjarnan náði að komast í vítakastkeppnina. Vísir/Anton Brink Minaur Baia Mare var áfram að yfirhöndina í leiknum fram eftir seinni hálfleiknum og leiddu með einu til þremur mörkum. Frábær lokasprettur Stjörnunnar með Sigurð Dan Óskarsson í banastuði í markinu varð til þess að liðið náði að jafna metin, 23-23, andartaki áður en leiktíminn rann út. Það var Barnabás Rea sem gerði það með lokakasti venjulegs leiktíma. Úrslitin réðust af þeim sökum í vítakastkeppni þar sem Starri Friðriksson og Jóhannes Bjørgvin brenndu úr sínum vítaköstum en Minaur Baia Mare skoraði hins vegar úr fjórum vítaköstum. Þar með var ljóst að Evrópuævintýri Stjörnunnar er lokið að þessu sinni. Töpin verða ekki meira svekkjandi en svona. Barnabás Rea skoraði markið sem kom Stjörnunni í vítakastkeppina. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Barnabás Rea jafnaði og kom leiknum í vítakastkeppni. Tilfinngarússibaninnn féll svo yfir á hina hliðina þegar leikmenn Minaur Baia Mare náðu að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með því hafa betur í vítakastkeppni. Stjörnur og skúrkar Sigurður Dan kom sterkur inn í markið hjá Stjörnunni í þessum leik og varði nokkta bolta á lykilaugnablikum í leiknum og lagði grunninn að því að Garðbæingar komust í vítakastkeppni. Sigurður varði svo eitt víti í vítakastkeppninni og lagði þar sín lóð á vogarskálina í baráttu Stjörnunnar um að tryggja sér farseðil í riðlakeppnina. Gauti var drjúgur í markaskorun Stjörnunnar í fyrri hálfeik. Jóel Berngburg var svo öflugur inni á línuni hjá Stjörunni, einkum og sér í lagi eftir að Hrannar Guðmundsson og Arnar Daði Arnarsson fóru í sjö á sex sem gekk vel upp á síðustu 10 mínútum leiksins um það bil. Stjörnumenn voru skiljanlega sárir og svekktir að leik lonum. Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Frakkarnir Thitouan Picard og Pierre Vauchez, höfðu góð tök á þessum leik og ekkert upp á þá að klaga í þessum leik. Stemming og umgjörð Stjarnan blés í herlúðra fyrir þennan leik og það voru hoppukastalar, grilllykt og glænýir Audi-bilar sem tóku á móti manni þegar mætt var á svæðið. Vösk sveit ungra manna voru slógu taktfastan trommuslátt allan leikinn og stemmingin með besta móti. Forráð'amenn Stjörnunnar eiga hrós skilið fyrir flotta umgjörð á þessum æsispennandi Evrópudegi. Jóel Bernburg var öflugur á báðum endum vallarins. Vísir/Anton Brink Evrópudeild karla í handbolta Stjarnan
Stjarnan fékk rúmenska liðið Minaur Baia Mare í heimsókn í Hekluhöllina í Mýrina í Garðabænum í dag í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninnar í Evrópudeildinni í handbolta karla. Fyrri leikur liðanna liðanna ytra endaði með 26-26 jafntefli þar sem Ísak Logi Einarsson jafnaði metin með marki sínu undir lok leiksins. Stjarnan var því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli sínum. Leikmenn Minaur Baia Mare tóku hressilega á Ísaki Loga Einarssyni í þessum leik. Vísir/Anton Brink Það var þó nokkur taugaspenna sem einnkendi fyrstu mínútur leiksins þar sem lítið var skorað en sterkar varnir voru aftur á móti í fyrirrúmi. Staðan var jöfn 2-2 þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af leiknum en þá jafnaði Gauti Gunnarsson með marki úr hraðaupphlaupi. Áfram var jafnræði með liðunum og um miðjan fyrri hálfleikinn náði Gauti forystunni fyrir Stjörnuna, 7-6, með frábæru marki úr hraðaupphlaupi. Þá tók við slæmur kafli hjá Stjörnunni og gestirnir komust 11-8 yfir. Stjarnan tók þá aftur við sér og lagaði stöðuna fyrir lok fyrri hálfleiks en Minaur Baia Mare var 14-13 yfir í hálfleik. Títtnefndur Gauti skoraði síðasta mark fyrri hálfleiksins en hægri hornamaðurinn var kominn með sex mörk í hálfleik og var markahæstur á vellinum. Sigurður Dan Óskarsson var stór partur af því að Stjarnan náði að komast í vítakastkeppnina. Vísir/Anton Brink Minaur Baia Mare var áfram að yfirhöndina í leiknum fram eftir seinni hálfleiknum og leiddu með einu til þremur mörkum. Frábær lokasprettur Stjörnunnar með Sigurð Dan Óskarsson í banastuði í markinu varð til þess að liðið náði að jafna metin, 23-23, andartaki áður en leiktíminn rann út. Það var Barnabás Rea sem gerði það með lokakasti venjulegs leiktíma. Úrslitin réðust af þeim sökum í vítakastkeppni þar sem Starri Friðriksson og Jóhannes Bjørgvin brenndu úr sínum vítaköstum en Minaur Baia Mare skoraði hins vegar úr fjórum vítaköstum. Þar með var ljóst að Evrópuævintýri Stjörnunnar er lokið að þessu sinni. Töpin verða ekki meira svekkjandi en svona. Barnabás Rea skoraði markið sem kom Stjörnunni í vítakastkeppina. Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Barnabás Rea jafnaði og kom leiknum í vítakastkeppni. Tilfinngarússibaninnn féll svo yfir á hina hliðina þegar leikmenn Minaur Baia Mare náðu að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með því hafa betur í vítakastkeppni. Stjörnur og skúrkar Sigurður Dan kom sterkur inn í markið hjá Stjörnunni í þessum leik og varði nokkta bolta á lykilaugnablikum í leiknum og lagði grunninn að því að Garðbæingar komust í vítakastkeppni. Sigurður varði svo eitt víti í vítakastkeppninni og lagði þar sín lóð á vogarskálina í baráttu Stjörnunnar um að tryggja sér farseðil í riðlakeppnina. Gauti var drjúgur í markaskorun Stjörnunnar í fyrri hálfeik. Jóel Berngburg var svo öflugur inni á línuni hjá Stjörunni, einkum og sér í lagi eftir að Hrannar Guðmundsson og Arnar Daði Arnarsson fóru í sjö á sex sem gekk vel upp á síðustu 10 mínútum leiksins um það bil. Stjörnumenn voru skiljanlega sárir og svekktir að leik lonum. Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Frakkarnir Thitouan Picard og Pierre Vauchez, höfðu góð tök á þessum leik og ekkert upp á þá að klaga í þessum leik. Stemming og umgjörð Stjarnan blés í herlúðra fyrir þennan leik og það voru hoppukastalar, grilllykt og glænýir Audi-bilar sem tóku á móti manni þegar mætt var á svæðið. Vösk sveit ungra manna voru slógu taktfastan trommuslátt allan leikinn og stemmingin með besta móti. Forráð'amenn Stjörnunnar eiga hrós skilið fyrir flotta umgjörð á þessum æsispennandi Evrópudegi. Jóel Bernburg var öflugur á báðum endum vallarins. Vísir/Anton Brink
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti