Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar 4. september 2025 10:03 Undanfarið hefur verið fjallað um nýtt samræmt mælitæki Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS), ekki síst eftir að frumvarp um nýtt námsmat var samþykkt í sumar. Nafn mælitækisins er Matsferill sem er safn mælitækja fyrir skóla til að mæla og meta námsframvindu barna. Því ber að fagna að mælitækjum fyrir grunnskóla landsins sé fjölgað því að ekkert eitt mælitæki getur mælt alla þá þekkingu, hæfni og leikni sem nemendur búa yfir. Samræmd próf hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni og nú verður nýtt samræmt námsmat í íslensku og stærðfræði hluti af Matsferli MMS. Samræmt námsmat getur reynst sveitarfélögum mikilvægt til að bera sig saman og sjá hvernig námsárangur hefur þróast yfir langan tíma og til að meta ákveðnar framfarir. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir og muna að samræmt námsmat/samræmd próf mæla aðeins afmarkaða hæfni og eru því aðeins eitt mælitæki af mörgum. Með fjölbreyttu námsmati eru meiri líkur á að allir nemendur geti blómstrað, hvort sem það er í prófum, einstaklings- eða hópverkefnum, ritgerðum, verklegum æfingum, framsögum, o.fl. Námsmatið á að endurspegla fjölbreytta hæfni nemenda og það þurfum við að standa vörð um. Nemendur nota mismunandi aðferðir við að tileinka sér námsefni og fjölbreytt námsmat gefur betri heildarmynd af hverjum nemenda. Höldum líka til haga að fjölbreytt námsmat gerir nám áhugaverðara og jafnvel meira spennandi fyrir fleiri og ýtir undir sköpunargáfu nemenda sem mun nýtast í veröld sem breytist hratt. Nútíma störf krefjast fjölbreyttrar þekkingar, leikni og hæfni og því er eðlilegt að gera kröfu um að námsmat sé fjölbreytt og jafnvel síbreytilegt í takt við þarfirnar hverju sinni. Námsmat á ekki að vera íhaldssamt og bundið eingöngu við samræmd próf í fáum greinum. Nauðsynlegt er að til staðar sé námsefni sem styður vel við námsmatið og gefur kennurum tækifæri á að fara ólíkar leiðir í átt að fjölbreyttu námsmati. Mestu skiptir að námsmat sé gagnsætt og auðskiljanlegt og með góðri og uppbyggilegri endurgjöf. Þannig getur námsmatið hjálpað foreldrum að fylgjast með námi barna sinna, framförum og hvar aðstoðar er þörf. Áhugi foreldra er alltaf hvatning fyrir nemendur og í gegnum samtal út frá námsmatinu fá foreldrar betri innsýn í skólastarfið og það sem er efst á baugi hverju sinni. Stöndum saman um hagsmuni barnanna og hvetjum þau til dáða þannig að öll börn fái tækifæri til að blómstra í skólastarfinu á sínum forsendum. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Steinn Jóhannsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um nýtt samræmt mælitæki Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS), ekki síst eftir að frumvarp um nýtt námsmat var samþykkt í sumar. Nafn mælitækisins er Matsferill sem er safn mælitækja fyrir skóla til að mæla og meta námsframvindu barna. Því ber að fagna að mælitækjum fyrir grunnskóla landsins sé fjölgað því að ekkert eitt mælitæki getur mælt alla þá þekkingu, hæfni og leikni sem nemendur búa yfir. Samræmd próf hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni og nú verður nýtt samræmt námsmat í íslensku og stærðfræði hluti af Matsferli MMS. Samræmt námsmat getur reynst sveitarfélögum mikilvægt til að bera sig saman og sjá hvernig námsárangur hefur þróast yfir langan tíma og til að meta ákveðnar framfarir. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir og muna að samræmt námsmat/samræmd próf mæla aðeins afmarkaða hæfni og eru því aðeins eitt mælitæki af mörgum. Með fjölbreyttu námsmati eru meiri líkur á að allir nemendur geti blómstrað, hvort sem það er í prófum, einstaklings- eða hópverkefnum, ritgerðum, verklegum æfingum, framsögum, o.fl. Námsmatið á að endurspegla fjölbreytta hæfni nemenda og það þurfum við að standa vörð um. Nemendur nota mismunandi aðferðir við að tileinka sér námsefni og fjölbreytt námsmat gefur betri heildarmynd af hverjum nemenda. Höldum líka til haga að fjölbreytt námsmat gerir nám áhugaverðara og jafnvel meira spennandi fyrir fleiri og ýtir undir sköpunargáfu nemenda sem mun nýtast í veröld sem breytist hratt. Nútíma störf krefjast fjölbreyttrar þekkingar, leikni og hæfni og því er eðlilegt að gera kröfu um að námsmat sé fjölbreytt og jafnvel síbreytilegt í takt við þarfirnar hverju sinni. Námsmat á ekki að vera íhaldssamt og bundið eingöngu við samræmd próf í fáum greinum. Nauðsynlegt er að til staðar sé námsefni sem styður vel við námsmatið og gefur kennurum tækifæri á að fara ólíkar leiðir í átt að fjölbreyttu námsmati. Mestu skiptir að námsmat sé gagnsætt og auðskiljanlegt og með góðri og uppbyggilegri endurgjöf. Þannig getur námsmatið hjálpað foreldrum að fylgjast með námi barna sinna, framförum og hvar aðstoðar er þörf. Áhugi foreldra er alltaf hvatning fyrir nemendur og í gegnum samtal út frá námsmatinu fá foreldrar betri innsýn í skólastarfið og það sem er efst á baugi hverju sinni. Stöndum saman um hagsmuni barnanna og hvetjum þau til dáða þannig að öll börn fái tækifæri til að blómstra í skólastarfinu á sínum forsendum. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun