Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar 2. september 2025 19:31 Í dag mælti ég fyrir tillögu á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarsögulegra minja á Laugarnestanga. Frá árinu 2016 hefur verið í gildi verndaráætlun Laugarnestanga til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur, meðal annars á forsendum þeirra. Þar á undan hafði svæðið verið sett undir hverfisvernd Reykjavíkurborgar en fjölmörg svæði í Reykjavík eru undir hverfisvernd og flest þeirra vinsæl og fjölfarin útivistar- og afþreyingarsvæði, eins og Laugarnestangi. Laugarnestangi er sérstæður í borgarlandinu. Hann hefur ekki einvörðungu hátt sögu- og menningargildi heldur er hann einnig mikilvægur í tilliti náttúruverndar og fyrir líffræðilegar og jarðfræðilegar náttúruminjar. Þá má nefna að frá Laugarnestanga sést til allra átta; vel yfir Reykjavík og hið manngerða borgarskipulag, til fjalla og yfir óspillta strandlengju og langt út á haf. Þetta er eitt fárra svæða í þéttbýli höfuðborgarinnar þar sem hægt er að upplifa jafn heildstætt menningarlandslag og náttúru. Með því að færa vernd svæðisins á hærra stig gefst okkur ríkara tækifæri til að miðla enn frekar sögu og menningu þess til komandi kynslóða en einnig standa vörð um verðmætin sem felast í náttúrunni sem þar fyrirfinnst og hlúa að lífbreytileika og búsetusvæðum fjölbreyttra lífvera. Friðlýsingarformið er sú verndaraðgerð sem er best skilgreind í lögum og með því eru sett skýr verndarmarkmið og skilmálar hvernig framfylgja skuli þeim. Það er því ánægjulegt að borgarstjórn samþykkti að hefja friðlýsingarferli Laugarnestangans. Samhliða framsækinni borgarþróun verðum við ávallt að skoða gaumgæfilega hugmyndir um náttúruvernd og verndun minja og mannvistaleifa í borgarlandinu. Með því að styrkja slíkt um alla borg náum við að tryggja sjálfbæra borgarþróun og vernda land og svæði um ókomna tíð fyrir hugsanlega óafturkræfum athöfnum manna. Slíkt gegnir einnig mikilvægu hlutverki í að draga úr og aðlagast loftslagsbreytingum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara en nú að huga að aukinni vernd og friðlýsingum í Reykjavík. Hvort sem þær taka til menningarlandslags og menningarminja, eins og tilfelli Laugarnestangans, eða vegna verðmætra og viðkvæmra vistkerfa, leira, þangfjara, búsvæða fugla, sjávarhryggleysingja og straumvatna sem eru búsvæði laxa og silunga. Að því sögðu er það er von mín að friðlýsingarferli Laugarnestanga gangi hratt og örugglega fyrir sig og að í kjölfarið verði nýtt fleiri tækifæri til friðlýsinga í landi Reykjavíkur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Borgarstjórn Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Á matarslóðum Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í dag mælti ég fyrir tillögu á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarsögulegra minja á Laugarnestanga. Frá árinu 2016 hefur verið í gildi verndaráætlun Laugarnestanga til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur, meðal annars á forsendum þeirra. Þar á undan hafði svæðið verið sett undir hverfisvernd Reykjavíkurborgar en fjölmörg svæði í Reykjavík eru undir hverfisvernd og flest þeirra vinsæl og fjölfarin útivistar- og afþreyingarsvæði, eins og Laugarnestangi. Laugarnestangi er sérstæður í borgarlandinu. Hann hefur ekki einvörðungu hátt sögu- og menningargildi heldur er hann einnig mikilvægur í tilliti náttúruverndar og fyrir líffræðilegar og jarðfræðilegar náttúruminjar. Þá má nefna að frá Laugarnestanga sést til allra átta; vel yfir Reykjavík og hið manngerða borgarskipulag, til fjalla og yfir óspillta strandlengju og langt út á haf. Þetta er eitt fárra svæða í þéttbýli höfuðborgarinnar þar sem hægt er að upplifa jafn heildstætt menningarlandslag og náttúru. Með því að færa vernd svæðisins á hærra stig gefst okkur ríkara tækifæri til að miðla enn frekar sögu og menningu þess til komandi kynslóða en einnig standa vörð um verðmætin sem felast í náttúrunni sem þar fyrirfinnst og hlúa að lífbreytileika og búsetusvæðum fjölbreyttra lífvera. Friðlýsingarformið er sú verndaraðgerð sem er best skilgreind í lögum og með því eru sett skýr verndarmarkmið og skilmálar hvernig framfylgja skuli þeim. Það er því ánægjulegt að borgarstjórn samþykkti að hefja friðlýsingarferli Laugarnestangans. Samhliða framsækinni borgarþróun verðum við ávallt að skoða gaumgæfilega hugmyndir um náttúruvernd og verndun minja og mannvistaleifa í borgarlandinu. Með því að styrkja slíkt um alla borg náum við að tryggja sjálfbæra borgarþróun og vernda land og svæði um ókomna tíð fyrir hugsanlega óafturkræfum athöfnum manna. Slíkt gegnir einnig mikilvægu hlutverki í að draga úr og aðlagast loftslagsbreytingum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara en nú að huga að aukinni vernd og friðlýsingum í Reykjavík. Hvort sem þær taka til menningarlandslags og menningarminja, eins og tilfelli Laugarnestangans, eða vegna verðmætra og viðkvæmra vistkerfa, leira, þangfjara, búsvæða fugla, sjávarhryggleysingja og straumvatna sem eru búsvæði laxa og silunga. Að því sögðu er það er von mín að friðlýsingarferli Laugarnestanga gangi hratt og örugglega fyrir sig og að í kjölfarið verði nýtt fleiri tækifæri til friðlýsinga í landi Reykjavíkur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar