„Við getum ekki þagað yfir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2025 22:32 Það tók á fyrir Viðar að ræða leik gærkvöldsins og hann vonaðist til að geta sleppt honum alfarið. Hann sitji enn í mönnum. Vísir/Hulda Margrét „Það var erfitt að sofna en það er off dagur í dag og við náðum að sofa aðeins fram yfir til klukkan átta,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem átti líkt og flestir í kringum íslenska liðið erfitt með svefn eftir galinn körfuboltaleik við Pólland á EM í Katowice í gær. „Menn voru bara ósáttir. Ég myndi segja að við megum vera stoltir af frammistöðunni og mér fannst við leggja allt í þetta sem við mögulega gátum og þá er maður bara vonsvikinn að það sé eitthvað annað sem ráði úrslitum,“ segir Viðar Örn en dómarakonsert undir lok leiks hafði mikið að segja um niðurstöðuna og tók leikinn raunar úr höndum leikmanna sem hefðu viljað útkljá leikinn á vellinum. Klippa: Gott að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni Viðari var ekki skemmt að fá spurningar um téðan dómarakonsert á hóteli íslenska liðsins í dag, enda ætlaði hann að vera búinn að koma leiknum í baksýnisspegilinn. Flestir á liðshóteli Íslands voru þó enn með óbragð í munni eftir gærkvöldið. „Ég ætlaði að vakna í morgun og ekki vera með þetta lengur á heilanum. En þá ætla ég núna að vakna á morgun og ekki vera með þetta á heilanum. Þetta er bara ósanngjarnt, þetta er bara svindl. Þetta er eitthvað meira en óeðlilegt. Það er bara þannig. Við þurfum að finna einhverja orku og hvatningu í mótlætinu. Ég hef trú á því að við gerum það,“ segir Viðar Örn. Hann var þá spurður hvort einhverjir eftirmálar yrðu eða ef sambandið hygðist láta í sér heyra vegna þess sem gekk á. Hann staðfesti það, og síðan að viðtalið var tekið hefur Vísir greint frá slíkri kvörtun. „Sambandið mun senda eitthvað frá sér inn til FIBA. Það er líka einhver léttir. Við getum ekki bara þagað yfir þessu. Sambandið tæklar það. Það er annað fólk í því en þjálfararnir og leikmennirnir,“ segir Viðar. Það sé gott fyrir leikmenn og starfsfólk að sambandið geri það upp á að koma leiknum frá. „Stundum þarf maður bara að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni og létta á sér. Þetta er kannski eitthvað svoleiðis dæmi.“ Viðtalið við Viðar má sjá í spilaranum. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Sjá meira
„Menn voru bara ósáttir. Ég myndi segja að við megum vera stoltir af frammistöðunni og mér fannst við leggja allt í þetta sem við mögulega gátum og þá er maður bara vonsvikinn að það sé eitthvað annað sem ráði úrslitum,“ segir Viðar Örn en dómarakonsert undir lok leiks hafði mikið að segja um niðurstöðuna og tók leikinn raunar úr höndum leikmanna sem hefðu viljað útkljá leikinn á vellinum. Klippa: Gott að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni Viðari var ekki skemmt að fá spurningar um téðan dómarakonsert á hóteli íslenska liðsins í dag, enda ætlaði hann að vera búinn að koma leiknum í baksýnisspegilinn. Flestir á liðshóteli Íslands voru þó enn með óbragð í munni eftir gærkvöldið. „Ég ætlaði að vakna í morgun og ekki vera með þetta lengur á heilanum. En þá ætla ég núna að vakna á morgun og ekki vera með þetta á heilanum. Þetta er bara ósanngjarnt, þetta er bara svindl. Þetta er eitthvað meira en óeðlilegt. Það er bara þannig. Við þurfum að finna einhverja orku og hvatningu í mótlætinu. Ég hef trú á því að við gerum það,“ segir Viðar Örn. Hann var þá spurður hvort einhverjir eftirmálar yrðu eða ef sambandið hygðist láta í sér heyra vegna þess sem gekk á. Hann staðfesti það, og síðan að viðtalið var tekið hefur Vísir greint frá slíkri kvörtun. „Sambandið mun senda eitthvað frá sér inn til FIBA. Það er líka einhver léttir. Við getum ekki bara þagað yfir þessu. Sambandið tæklar það. Það er annað fólk í því en þjálfararnir og leikmennirnir,“ segir Viðar. Það sé gott fyrir leikmenn og starfsfólk að sambandið geri það upp á að koma leiknum frá. „Stundum þarf maður bara að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni og létta á sér. Þetta er kannski eitthvað svoleiðis dæmi.“ Viðtalið við Viðar má sjá í spilaranum.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Sjá meira