Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar 1. september 2025 12:30 Gulur september er genginn í garð en þá beinum við athyglinni að geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla á sjálfsvígsforvarnir meðal eldra fólks. Fólk á efri árum og þá sérstaklega karlmenn eru í aukinni áhættu. Ástæður þess eru margþættar og liggja í samspili félagslegra þátta, áfalla, sálræns vanda og líkamlegra veikinda. Það er þörf á að auka við sjálfsvígsforvarnir hjá eldra fólki. Áhættuþættir Rannsóknir benda til þess að ákveðnir áhættuþættir tengist aukinni sjálfsvígshættu hjá eldra fólki. Fyrst ber að nefna einmanaleika og félagslega einangrun. Við efri ár upplifa margir einmanaleika þegar félagsleg tengsl rofna svo sem við starfslok, makamissi eða missi samferðafólks. Þá eykst einnig tíðni líkamlegra veikinda eftir því sem fólk verður eldra en langvinnir sjúkdómar og krónískir verkir geta haft veruleg áhrif á lífsgæði og dregið úr þátttöku í samfélaginu. Algengur geðrænn vandi er vangreindur hjá eldra fólki en við aukna einangrun og slakari lífsgæði geta einkenni kvíða og depurðar aukist. Stundum eru þessi geðrænu einkenni rædd sem eðlilegir fylgikvillar öldrunar en í mörgum tilfellum er um að ræða vanda sem krefst viðeigandi meðferðar. Gamli skólinn Oft hefur verið rætt um að eldri kynslóðir hafi alist upp við að tjá ekki erfiðar tilfinningar, heldur að fara áfram á hnefanum og stinga tilfinningum ofan í næstu sokkaskúffu. Margt eldra fólk er alið upp við ákveðna orðræðu sem getur hamlað því að fólk leiti sér hjálpar. Svo sem: “Það á ekki að tala um tilfinningar” eða “maður á ekki að vera að kveinka sér”. Fólk með sjálfsvígshugsanir upplifir oft mikla skömm. Sumir telja hugsanirnar bera merki um veikleika og óttast jafnvel dóm annarra. Þetta veldur því að fólk opnar síður á líðan sína og leitar sér síður aðstoðar - jafnvel þegar líðan verður óbærileg. Svona orðræða lifir enn og viðheldur vanlíðan, þögn og skömm. Sjálfsvígshugsanir eru fyrst og fremst merki um sársauka og vanlíðan en ekki veikleika. Verndandi þættir Að þekkja verndandi þætti skiptir sköpum þegar markmiðið er að fækka sjálfsvígum. Félagsleg tengsl eru mjög mikilvæg. Að tengjast öðrum - hvort sem það eru fjölskyldumeðlimir, vinir eða kunningjar getur dregið úr einmannaleika. Þá skiptir máli að finna tilgang og merkingu í lífinu svo sem með áhugamálum, einföldum daglegum venjum eða sjálfboðastarfi. Flest viljum við hafa hlutverk og því er mikilvægt að gera hluti sem gefa okkur tilgang. Þá má aldrei vanmeta mátt hreyfingar en hreyfing getur stuðlað að bættri líðan bæði andlegri og líkamlegri. Fyrir suma er trú á eitthvað æðra verndandi þáttur sem getur veitt von og styrk á erfiðum tímabilum í lífinu. Gott aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur einnig forvarnargildi. Það þurfa að vera til úrræði þar sem hægt er að fá aðstoð og viðeigandi meðferð og fólk þarf að þekkja þau. Hlutverk okkar allra Sjálfsvígsforvarnir eru ekki eingöngu á ábyrgð einstaklinga heldur samfélagsins í heild. Vitundarvakning og fræðsla er mikilvæg. Við þurfum ekki að vera hrædd við að spyrja okkar nánustu út í líðan þeirra eða hugsanir. Það getur skapað rými til að opna á vandann og fá viðeigandi hjálp. Við þurfum að draga úr fordómum með því að tala opinskátt um sjálfsvígshugsanir líkt og um önnur geðheilbrigðisvandamál. Þannig drögum við úr skömm og getum jafnvel bjargað mannslífum. Við getum dregið úr einangrun með því að skapa vettvang fyrir virkni og tengsl svo sem í félagsmiðstöðvum, kirkjum og félagasamtökum. Þá er mjög mikilvægt að veita aðstandendum stuðning. Fjölskylda og vinir þurfa fræðslu og úrræði til að geta verið til staðar fyrir sína nánustu. Píeta samtökin - það er alltaf von Píeta samtökin sinna sjálfsvígsforvörnum ásamt því að veita meðferð fyrir fólk með sjálfsvígshugsanir og stuðning fyrir aðstandendur. Markmið Píeta er að bjóða upp á öruggt og heimilislegt umhverfi þar sem hægt er að opna á hugsanir og líðan og fá hjálp. Hægt er að hringja í hjálparsíma Píeta 552-2218 allan sólarhringinn og fá ráðgjöf eða bóka viðtal. Á hverju ári leita um 500 nýir skjólstæðingar til Píeta samtakanna. Langstærstur hluti þeirra sem leitar til samtakanna er ungt fólk. Eldra fólk er síður líklegt til að leita sér aðstoðar sem er áhyggjuefni í ljósi aukinnar sjálfsvígshættu meðal eldra fólks. Píeta leggur áherslu á að mæta öllum sem leita til samtakanna með hlýju og virðingu óháð aldri eða bakgrunni. Öll eru velkomin og það er alltaf heitt á könnunni. Segðu það upphátt Meginboðskapurinn er skýr: það er ekki veikleiki að viðurkenna vanlíðan. Það er mikill styrkur og krefst hugrekkis. Staðreyndin er sú að vandamálin stækka í þögninni. Því fyrr sem við tölum saman og leitum hjálpar því meiri líkur eru á að líðan batni og von kvikni á ný. Enginn ætti að þurfa að þjást í þögninni. Með samstilltu átaki, opnum samtölum og minni fordómum getum við sem samfélag búið til umhverfi sem stuðlar að góðum lífsgæðum óháð aldri þar sem öll geta lifað með reisn og fengið stuðning þegar þörf krefur. Ekki bera harm þinn í hljóði heldur segðu það upphátt. Höfundur er sálfræðingur og fagstjóri Píeta samtakanna. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is eða112.is og á Píeta símann s.552-2218. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til bráðamóttöku geðþjónustu eða bráðamóttöku Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Sjá meira
Gulur september er genginn í garð en þá beinum við athyglinni að geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla á sjálfsvígsforvarnir meðal eldra fólks. Fólk á efri árum og þá sérstaklega karlmenn eru í aukinni áhættu. Ástæður þess eru margþættar og liggja í samspili félagslegra þátta, áfalla, sálræns vanda og líkamlegra veikinda. Það er þörf á að auka við sjálfsvígsforvarnir hjá eldra fólki. Áhættuþættir Rannsóknir benda til þess að ákveðnir áhættuþættir tengist aukinni sjálfsvígshættu hjá eldra fólki. Fyrst ber að nefna einmanaleika og félagslega einangrun. Við efri ár upplifa margir einmanaleika þegar félagsleg tengsl rofna svo sem við starfslok, makamissi eða missi samferðafólks. Þá eykst einnig tíðni líkamlegra veikinda eftir því sem fólk verður eldra en langvinnir sjúkdómar og krónískir verkir geta haft veruleg áhrif á lífsgæði og dregið úr þátttöku í samfélaginu. Algengur geðrænn vandi er vangreindur hjá eldra fólki en við aukna einangrun og slakari lífsgæði geta einkenni kvíða og depurðar aukist. Stundum eru þessi geðrænu einkenni rædd sem eðlilegir fylgikvillar öldrunar en í mörgum tilfellum er um að ræða vanda sem krefst viðeigandi meðferðar. Gamli skólinn Oft hefur verið rætt um að eldri kynslóðir hafi alist upp við að tjá ekki erfiðar tilfinningar, heldur að fara áfram á hnefanum og stinga tilfinningum ofan í næstu sokkaskúffu. Margt eldra fólk er alið upp við ákveðna orðræðu sem getur hamlað því að fólk leiti sér hjálpar. Svo sem: “Það á ekki að tala um tilfinningar” eða “maður á ekki að vera að kveinka sér”. Fólk með sjálfsvígshugsanir upplifir oft mikla skömm. Sumir telja hugsanirnar bera merki um veikleika og óttast jafnvel dóm annarra. Þetta veldur því að fólk opnar síður á líðan sína og leitar sér síður aðstoðar - jafnvel þegar líðan verður óbærileg. Svona orðræða lifir enn og viðheldur vanlíðan, þögn og skömm. Sjálfsvígshugsanir eru fyrst og fremst merki um sársauka og vanlíðan en ekki veikleika. Verndandi þættir Að þekkja verndandi þætti skiptir sköpum þegar markmiðið er að fækka sjálfsvígum. Félagsleg tengsl eru mjög mikilvæg. Að tengjast öðrum - hvort sem það eru fjölskyldumeðlimir, vinir eða kunningjar getur dregið úr einmannaleika. Þá skiptir máli að finna tilgang og merkingu í lífinu svo sem með áhugamálum, einföldum daglegum venjum eða sjálfboðastarfi. Flest viljum við hafa hlutverk og því er mikilvægt að gera hluti sem gefa okkur tilgang. Þá má aldrei vanmeta mátt hreyfingar en hreyfing getur stuðlað að bættri líðan bæði andlegri og líkamlegri. Fyrir suma er trú á eitthvað æðra verndandi þáttur sem getur veitt von og styrk á erfiðum tímabilum í lífinu. Gott aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur einnig forvarnargildi. Það þurfa að vera til úrræði þar sem hægt er að fá aðstoð og viðeigandi meðferð og fólk þarf að þekkja þau. Hlutverk okkar allra Sjálfsvígsforvarnir eru ekki eingöngu á ábyrgð einstaklinga heldur samfélagsins í heild. Vitundarvakning og fræðsla er mikilvæg. Við þurfum ekki að vera hrædd við að spyrja okkar nánustu út í líðan þeirra eða hugsanir. Það getur skapað rými til að opna á vandann og fá viðeigandi hjálp. Við þurfum að draga úr fordómum með því að tala opinskátt um sjálfsvígshugsanir líkt og um önnur geðheilbrigðisvandamál. Þannig drögum við úr skömm og getum jafnvel bjargað mannslífum. Við getum dregið úr einangrun með því að skapa vettvang fyrir virkni og tengsl svo sem í félagsmiðstöðvum, kirkjum og félagasamtökum. Þá er mjög mikilvægt að veita aðstandendum stuðning. Fjölskylda og vinir þurfa fræðslu og úrræði til að geta verið til staðar fyrir sína nánustu. Píeta samtökin - það er alltaf von Píeta samtökin sinna sjálfsvígsforvörnum ásamt því að veita meðferð fyrir fólk með sjálfsvígshugsanir og stuðning fyrir aðstandendur. Markmið Píeta er að bjóða upp á öruggt og heimilislegt umhverfi þar sem hægt er að opna á hugsanir og líðan og fá hjálp. Hægt er að hringja í hjálparsíma Píeta 552-2218 allan sólarhringinn og fá ráðgjöf eða bóka viðtal. Á hverju ári leita um 500 nýir skjólstæðingar til Píeta samtakanna. Langstærstur hluti þeirra sem leitar til samtakanna er ungt fólk. Eldra fólk er síður líklegt til að leita sér aðstoðar sem er áhyggjuefni í ljósi aukinnar sjálfsvígshættu meðal eldra fólks. Píeta leggur áherslu á að mæta öllum sem leita til samtakanna með hlýju og virðingu óháð aldri eða bakgrunni. Öll eru velkomin og það er alltaf heitt á könnunni. Segðu það upphátt Meginboðskapurinn er skýr: það er ekki veikleiki að viðurkenna vanlíðan. Það er mikill styrkur og krefst hugrekkis. Staðreyndin er sú að vandamálin stækka í þögninni. Því fyrr sem við tölum saman og leitum hjálpar því meiri líkur eru á að líðan batni og von kvikni á ný. Enginn ætti að þurfa að þjást í þögninni. Með samstilltu átaki, opnum samtölum og minni fordómum getum við sem samfélag búið til umhverfi sem stuðlar að góðum lífsgæðum óháð aldri þar sem öll geta lifað með reisn og fengið stuðning þegar þörf krefur. Ekki bera harm þinn í hljóði heldur segðu það upphátt. Höfundur er sálfræðingur og fagstjóri Píeta samtakanna. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is eða112.is og á Píeta símann s.552-2218. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til bráðamóttöku geðþjónustu eða bráðamóttöku Landspítala.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun