Golf

Stjörnurnar sam­glöddust Fleetwood sem vann loks í 164. til­raun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tommy Fleetwood hefur FedEx bikarinn á loft.
Tommy Fleetwood hefur FedEx bikarinn á loft. epa/ERIK S. LESSER

Hún var tilfinningarík stundin þegar Tommy Fleetwood vann loks PGA-mót. Enski kylfingurinn vann Tour Championship í gær en það var fyrsta sigur hans á PGA-móti í 164. tilraun.

Fleetwood hefur oft misstigið sig á ögurstundu en hélt haus á lokametrunum á Tour Championship og tryggði sér sigurinn með því að setja niður pútt á 18. holu. Hann lék hringina fjóra á samtals átján höggum undir pari og var þremur höggum á undan Bandaríkjamönnunum Patrick Cantley og Russell Henley.

„Þegar þú hefur tapað svona oft er þriggja högga forysta á síðustu holunni ekki mikið,“ grínaðist Fleetwood með gleðitár í augunum eftir að hann tryggði sér sigurinn á Tour Championship í gær.

Ekki nóg með að Fleetwood hafi loksins unnið PGA-mót heldur stóð hann uppi sem sigurvegari á PGA-mótaröðinni í ár. Fyrir það fær hann tíu milljónir Bandaríkjadala, eða 1,2 milljarð íslenskra króna.

Tvisvar sinnum á þessu tímabili hefur Fleetwood mistekist að vinna mót eftir að hafa verið með forystu eftir þrjá hringi. Hann hefur þrjátíu sinnum endað í fimm efstu sætum á PGA-mótinu, þar af sex sinnum í ár.

„Þú heldur bara áfram að læra. Þetta var ekki þægilegast, sérstaklega þegar þetta safnast saman þá ferðu að hugsa um hluti. En mér finnst viðhorfð mitt hafa verið gott í gegnum þetta allt. Þú getur ekki unnið marga titla ef þú vinnur ekki þann fyrsta,“ sagði Fleetwood.

Hrós frá stjörnunum

Þessi 34 ára Englendingur er gríðarlega vinsæll og fjölmargir þekktir einstaklingar samglöddust honum á samfélagsmiðlum í gær, þar á meðal LeBron James, Tiger Woods, Justin Rose og Caitlin Clark.

„Vegferðin þín er áminning um að dugnaður og þrautseigja borga sig. Enginn á þetta meira skilið. Til hamingju,“ skrifaði Tiger á X.

Næsta stóra verkefni á dagskrá hjá Fleetwood er Ryder-bikarinn eftir mánuð. Leikið verður í New York. Evrópa á titil að verja eftir að hafa unnið Ryder-bikarinn fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×