Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar 24. ágúst 2025 10:01 Að ógleymdri mörg þúsund ára langri og flókinni sögu þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs er nauðsynlegt að merkja við tímalínuna á miðjum 3. áratug 21. aldar. Í aðdraganda árásar Hamas á Ísrael 7. október 2023 höfðu ísraelskir borgarar fjölmennt á götum ísraelskra borga tugum og hundruðum þúsunda saman kvöld efti kvöld vikum og mánuðum saman til að mótmæla Netanyahu forsætisráðherra og öfgahægri ríkisstjórn hans. Um þær mundir hafði ríkissaksóknari Ísraels birt Nethanyahu ákæru fyrir vanrækslu í starfi, mútuþægni, fjársvik og trúnaðarbrot. Augljóst er að athygli ísraelska hersins og harðsnúinnar leyniþjónustu landsins hafi um of beinst inn á við að fjöldamótmælunum á götum borganna en í staðinn um of frá mörkunum að Gaza þar sem haldið hefur verið uppi sérlega strangri öryggisgæslu áratugum saman. Því hafi Hamas gripið það óvænta tækifæri, sem þannig gafst, til útrásar með hryllilegum afleiðingum. Líklegt er að stjórn Ísraelsríkis hafi með enn skelfilegri og langdregnari viðbrögðum skaðað orðspor og hagsmuni Gyðinga um allan heim, bæði innan og utan Ísraels, varanlega eða amk. til langrar framtíðar. Ekki er td. ólíklegt að í ólýsanlegum hörmungum sl. tveggja ára á Gaza hafi Ísraelsher fyllt hug og hjörtu hundruða þúsunda, jafnvel milljóna Gazabúa ævilangri heift og hatri um ókomin ár og aldir. Margar ríkisstjórnir vestrænna lýðræðisríkja hafa enn ekki haft kjark eða döngun í sér til að draga skýra línu milli þjóðar og samfélags gyðinga, sögu þeirra og menningu annars vegar og hins vegar öfgafullra stjórnvalda Ísraelsríkis. Engu er líkara en ísraelski herinn skjóti og varpi sprengjum á öll mjúku skotmörkin, sjúkrahús, matarmarkaði, bænastaði, tjaldbúðir og jafnvel hópa kvenna og barna í von um að einhvers staðar leynist Hamasliðar. Engu er líkara en þessi her virði líf Gazabúa minna en einskis. Er hugsanleg að Netanyahu haldi stríðsrekstri sínum á Gaza áfram eins lengi og mögulet er til þess eins að forðast ákærur á hendur sér persónulega fyrir mútuþægni, trúnaðarbrot, fjársvik, og vanrækslu í starfi ? Er hugsanleg að Netanyahu ætli að raungera hugmynd vinar síns, fasteignsalans í Hvíta húsinu, um að breyta Gaza í glæsilegt fasteignaævintýri. Rústirnar væru etv. efni í dálaglega landfyllingu á Miðjarðarhafsströndinni ? Eitt er víst. Á meðan voldugasti fasteignasali heims veitir Netanyahu óskoraðan stuðning mun Ísraelsher halda áfram að fremja þjóðarmorð. Þess vegna þurfa allir að beina orðum sínum að Hvíta húsinu, sem fjármagnar meðvitað eða ómeðvitað þá hungursneyð af manna völdum, sem Sameinuðu þjóðirnar og IPC hafa lýst yfir í dag. Föstudagurinn 22. ágúst 2025 verðskuldar annað greinilegt merki á rás tímans. Þó við Íslendingar séu agnarsmátt samfélag meðal þjóða heims verður rödd okkar að heyrast. Strax ! Og það hátt og snallt ! Höfundur er arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Að ógleymdri mörg þúsund ára langri og flókinni sögu þjóða fyrir botni Miðjarðarhafs er nauðsynlegt að merkja við tímalínuna á miðjum 3. áratug 21. aldar. Í aðdraganda árásar Hamas á Ísrael 7. október 2023 höfðu ísraelskir borgarar fjölmennt á götum ísraelskra borga tugum og hundruðum þúsunda saman kvöld efti kvöld vikum og mánuðum saman til að mótmæla Netanyahu forsætisráðherra og öfgahægri ríkisstjórn hans. Um þær mundir hafði ríkissaksóknari Ísraels birt Nethanyahu ákæru fyrir vanrækslu í starfi, mútuþægni, fjársvik og trúnaðarbrot. Augljóst er að athygli ísraelska hersins og harðsnúinnar leyniþjónustu landsins hafi um of beinst inn á við að fjöldamótmælunum á götum borganna en í staðinn um of frá mörkunum að Gaza þar sem haldið hefur verið uppi sérlega strangri öryggisgæslu áratugum saman. Því hafi Hamas gripið það óvænta tækifæri, sem þannig gafst, til útrásar með hryllilegum afleiðingum. Líklegt er að stjórn Ísraelsríkis hafi með enn skelfilegri og langdregnari viðbrögðum skaðað orðspor og hagsmuni Gyðinga um allan heim, bæði innan og utan Ísraels, varanlega eða amk. til langrar framtíðar. Ekki er td. ólíklegt að í ólýsanlegum hörmungum sl. tveggja ára á Gaza hafi Ísraelsher fyllt hug og hjörtu hundruða þúsunda, jafnvel milljóna Gazabúa ævilangri heift og hatri um ókomin ár og aldir. Margar ríkisstjórnir vestrænna lýðræðisríkja hafa enn ekki haft kjark eða döngun í sér til að draga skýra línu milli þjóðar og samfélags gyðinga, sögu þeirra og menningu annars vegar og hins vegar öfgafullra stjórnvalda Ísraelsríkis. Engu er líkara en ísraelski herinn skjóti og varpi sprengjum á öll mjúku skotmörkin, sjúkrahús, matarmarkaði, bænastaði, tjaldbúðir og jafnvel hópa kvenna og barna í von um að einhvers staðar leynist Hamasliðar. Engu er líkara en þessi her virði líf Gazabúa minna en einskis. Er hugsanleg að Netanyahu haldi stríðsrekstri sínum á Gaza áfram eins lengi og mögulet er til þess eins að forðast ákærur á hendur sér persónulega fyrir mútuþægni, trúnaðarbrot, fjársvik, og vanrækslu í starfi ? Er hugsanleg að Netanyahu ætli að raungera hugmynd vinar síns, fasteignsalans í Hvíta húsinu, um að breyta Gaza í glæsilegt fasteignaævintýri. Rústirnar væru etv. efni í dálaglega landfyllingu á Miðjarðarhafsströndinni ? Eitt er víst. Á meðan voldugasti fasteignasali heims veitir Netanyahu óskoraðan stuðning mun Ísraelsher halda áfram að fremja þjóðarmorð. Þess vegna þurfa allir að beina orðum sínum að Hvíta húsinu, sem fjármagnar meðvitað eða ómeðvitað þá hungursneyð af manna völdum, sem Sameinuðu þjóðirnar og IPC hafa lýst yfir í dag. Föstudagurinn 22. ágúst 2025 verðskuldar annað greinilegt merki á rás tímans. Þó við Íslendingar séu agnarsmátt samfélag meðal þjóða heims verður rödd okkar að heyrast. Strax ! Og það hátt og snallt ! Höfundur er arkitekt
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar