Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Lovísa Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2025 10:29 Gamlar höfuðstöðvar Landsvirkjunar. Landsvirkjun Félagið Landsbyggð í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Leós Árnasonar hefur fest kaup á gömlu höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Samkvæmt tilkynningu er kaupverð rúmir 1,2 milljarðar. Landsbyggð keypti fyrr í sumar einnig gamlar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti en félagið hefur komið að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi undanfarin ár. Húseignin er 4.555 fermetrar eða um 56 prósent af skráðri stærð alls hússins. Greint var frá því í sumar að sex tilboð hefðu borist í húsið eftir að það var sett á sölu í apríl. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hafði umsjón með söluferlinu. Í tilkynningu segir um Landsbyggð að það sé fasteigna- og þróunarfélag sem sérhæfir sig í uppbyggingar- og umbreytingarverkefnum um allt land og hefur meðal annars staðið að uppbyggingunni í miðbæ Selfoss í gegnum dótturfélagið Sigtún þróunarfélag ehf. Félagið keypti í júlí á þessu ári gömlu höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti 11 í Reykjavík og vinnur nú að áætlunum um nýtingu þess. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Í umfjöllun Vísis um kaupin í sumar kom fram að gömlu höfuðstöðvar Landsbankans væri þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum. Sjá einnig: Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir „Við sjáum fram á að nýta þetta hús á fjölbreyttan og metnaðarfullan hátt. Staðsetningin er frábær, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og nálægt helstu samgönguæðum. Við teljum að húsið geti orðið fyrsta flokks atvinnuhúsnæði þar sem fara saman skrifstofu-, þjónustu- og verslunarrými,“ segir Guðjón Auðunsson, stjórnarformaður Landsbyggðar ehf., í tilkynningu. Við hlið gömlu höfuðstöðvanna er verslunar- og þjónustukjarni. Já.is Landsvirkjun var í hálfa öld til húsa á Háaleitisbrautinni en flutti höfuðstöðvar sína í fyrra í kjölfar þess að mygla fannst í húsnæðinu árið 2022. Í sameiginlegri tilkynningu frá Landsvirkjun og Landsbyggð kemur fram að húsnæðið hafi ekki þótt hentugt fyrir áframhaldandi starfsemi og að stjórn hafi því samþykkt í júní í fyrra að selja húsið. Landsvirkjun er nú með höfuðstöðvar sínar í Katrínartúni og verður með aðsetur þar til nýjar höfuðstöðvar verða tilbúnar. Þær er áformað að reisa austast á Bústaðavegi í Reykjavík, þar sem Landsvirkjun keypti lóðir í febrúar síðastliðnum. „Við hjá Landsvirkjun fögnum því að gömlu höfuðstöðvarnar okkar séu komnar í hendur nýrra eigenda sem hafa mikla reynslu af uppbyggingar- og umbreytingaverkefnum. Það fór vel um okkur áratugum saman á þessum einstaka útsýnisstað í miðri borginni með góðum grönnum. Við einbeitum okkur núna að því að undirbúa byggingu nýrra höfuðstöðva. Það mál er komið á rekspöl þótt endanlegar ákvarðanir um uppbyggingu liggi ekki fyrir,“ segir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun, um söluna í tilkynningu. Landsvirkjun Fasteignamarkaður Reykjavík Landsbankinn Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Húseignin er 4.555 fermetrar eða um 56 prósent af skráðri stærð alls hússins. Greint var frá því í sumar að sex tilboð hefðu borist í húsið eftir að það var sett á sölu í apríl. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hafði umsjón með söluferlinu. Í tilkynningu segir um Landsbyggð að það sé fasteigna- og þróunarfélag sem sérhæfir sig í uppbyggingar- og umbreytingarverkefnum um allt land og hefur meðal annars staðið að uppbyggingunni í miðbæ Selfoss í gegnum dótturfélagið Sigtún þróunarfélag ehf. Félagið keypti í júlí á þessu ári gömlu höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti 11 í Reykjavík og vinnur nú að áætlunum um nýtingu þess. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Í umfjöllun Vísis um kaupin í sumar kom fram að gömlu höfuðstöðvar Landsbankans væri þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum. Sjá einnig: Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir „Við sjáum fram á að nýta þetta hús á fjölbreyttan og metnaðarfullan hátt. Staðsetningin er frábær, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og nálægt helstu samgönguæðum. Við teljum að húsið geti orðið fyrsta flokks atvinnuhúsnæði þar sem fara saman skrifstofu-, þjónustu- og verslunarrými,“ segir Guðjón Auðunsson, stjórnarformaður Landsbyggðar ehf., í tilkynningu. Við hlið gömlu höfuðstöðvanna er verslunar- og þjónustukjarni. Já.is Landsvirkjun var í hálfa öld til húsa á Háaleitisbrautinni en flutti höfuðstöðvar sína í fyrra í kjölfar þess að mygla fannst í húsnæðinu árið 2022. Í sameiginlegri tilkynningu frá Landsvirkjun og Landsbyggð kemur fram að húsnæðið hafi ekki þótt hentugt fyrir áframhaldandi starfsemi og að stjórn hafi því samþykkt í júní í fyrra að selja húsið. Landsvirkjun er nú með höfuðstöðvar sínar í Katrínartúni og verður með aðsetur þar til nýjar höfuðstöðvar verða tilbúnar. Þær er áformað að reisa austast á Bústaðavegi í Reykjavík, þar sem Landsvirkjun keypti lóðir í febrúar síðastliðnum. „Við hjá Landsvirkjun fögnum því að gömlu höfuðstöðvarnar okkar séu komnar í hendur nýrra eigenda sem hafa mikla reynslu af uppbyggingar- og umbreytingaverkefnum. Það fór vel um okkur áratugum saman á þessum einstaka útsýnisstað í miðri borginni með góðum grönnum. Við einbeitum okkur núna að því að undirbúa byggingu nýrra höfuðstöðva. Það mál er komið á rekspöl þótt endanlegar ákvarðanir um uppbyggingu liggi ekki fyrir,“ segir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun, um söluna í tilkynningu.
Landsvirkjun Fasteignamarkaður Reykjavík Landsbankinn Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira