Selja höfuðstöðvarnar sem voru rýmdar vegna myglu Árni Sæberg skrifar 14. júní 2024 11:08 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að selja höfuðstöðvar félagsins að Háaleitisbraut 68 í Reykjavík. Lýkur þar með endanlega tæplega hálfrar aldar aðsetri orkufyrirtækis þjóðarinnar á þeim stað. Landsvirkjun hefur ekki haft aðsetur í húsinu í tæpt ár vegna myglu. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðar á þessu ári ári skýrist hvar Landsvirkjun sest að til framtíðar, en þar til nýjar höfuðstöðvar verða tilbúnar hafi fyrirtækið komið sér vel fyrir við Katrínartún 2. Greint var frá því fyrir rétt tæpu árið að Landsvirkjun hefði fært höfuðstöðvar sínar frá Háaleitisbraut vegna myglu sem þar fannst haustið 2022. „Undanfarin ár hefur Landsvirkjun skoðað möguleika á nýju húsnæði, enda var húsnæðið að Háaleitisbraut ekki lengur hentugt. Öllum slíkum vangaveltum var hins vegar hætt á meðan kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Að honum loknum greindist mygla í húsnæðinu og þá hófst aftur leit að nýju húsnæði. Starfsfólk höfuðstöðvanna var um tíma á þremur stöðum í borginni, í Grósku, á Hafnartorgi og við Háaleitisbraut, en er nú allt sameinað í leiguhúsnæði við Katrínartún. Ekki hefur verið ákveðið hvort nýtt húsnæði verður leigt, keypt eða það byggt frá grunni,“ segir í tilkynningu. Þar segir einnig að eign Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68 sé rúmir 4.500 fermetrar, eða rétt tæplega helmingur alls hússins. „Húsnæði okkar að Háaleitisbraut hefur þjónað Landsvirkjun með sóma í tæp 50 ár. Nú er kominn tími til að við færum okkur annað. Það kemur því í hlut annarra að taka við þessu húsnæði, sem býður upp á mikla möguleika á einstökum útsýnisstað í borginni. Þar er hægt að horfa til að auka nýtingarhlutfall lóðar og jafnvel breyta húsinu í heild eða að hluta í íbúðarhúsnæði,“ er haft eftir Rafnari Lárussyni, framkvæmdastjóra fjármála og upplýsingatækni Landsvirkjunar. Húsnæðismál Mygla Landsvirkjun Reykjavík Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðar á þessu ári ári skýrist hvar Landsvirkjun sest að til framtíðar, en þar til nýjar höfuðstöðvar verða tilbúnar hafi fyrirtækið komið sér vel fyrir við Katrínartún 2. Greint var frá því fyrir rétt tæpu árið að Landsvirkjun hefði fært höfuðstöðvar sínar frá Háaleitisbraut vegna myglu sem þar fannst haustið 2022. „Undanfarin ár hefur Landsvirkjun skoðað möguleika á nýju húsnæði, enda var húsnæðið að Háaleitisbraut ekki lengur hentugt. Öllum slíkum vangaveltum var hins vegar hætt á meðan kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Að honum loknum greindist mygla í húsnæðinu og þá hófst aftur leit að nýju húsnæði. Starfsfólk höfuðstöðvanna var um tíma á þremur stöðum í borginni, í Grósku, á Hafnartorgi og við Háaleitisbraut, en er nú allt sameinað í leiguhúsnæði við Katrínartún. Ekki hefur verið ákveðið hvort nýtt húsnæði verður leigt, keypt eða það byggt frá grunni,“ segir í tilkynningu. Þar segir einnig að eign Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68 sé rúmir 4.500 fermetrar, eða rétt tæplega helmingur alls hússins. „Húsnæði okkar að Háaleitisbraut hefur þjónað Landsvirkjun með sóma í tæp 50 ár. Nú er kominn tími til að við færum okkur annað. Það kemur því í hlut annarra að taka við þessu húsnæði, sem býður upp á mikla möguleika á einstökum útsýnisstað í borginni. Þar er hægt að horfa til að auka nýtingarhlutfall lóðar og jafnvel breyta húsinu í heild eða að hluta í íbúðarhúsnæði,“ er haft eftir Rafnari Lárussyni, framkvæmdastjóra fjármála og upplýsingatækni Landsvirkjunar.
Húsnæðismál Mygla Landsvirkjun Reykjavík Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira