Viðskipti innlent

Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján Vilhelmsson á 36 prósenta hlut í Samherja.
Kristján Vilhelmsson á 36 prósenta hlut í Samherja.

Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag.

Fjögur tilboð bárust og var tilboð félagsins hæsta gilda tilboðið að því er fram kemur á vef Landsbankans.

Sigtún Þróunarfélag er í eigu Leó Árnasonar og Kristjáns Vilhelmssonar, stærsta einstaka eiganda í útgerðarfélaginu Samherja. Eiga þeir hvor fyrir sig 44 prósenta hlut í Sigtúni þróunarfélagi.

Landsbankahúsið á Selfossi stendur við Austurveg og því fyrir augum allra sem aka í gegnum bæinn á leið sinni á Þjóðvegi 1. Það mun reyndar breytast þegar ný brú yfir Ölfusá verður byggð.Landsbankinn

Landsbankahúsið á Selfossi var reist á árunum 1949-1953, eftir grunnteikningum Guðjóns Samúelssonar, en áður hafði bankinn verið til húsa í Tryggvaskála og að Austurvegi 21. Húsið var auglýst til sölu í lok október.

Bæjarfulltrúi Árborgar gagnrýndi Landsbankann á dögunum fyrir að setja húsið á sölu. Miklu nær væri að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar í húsið í stað þess að vera að eyða milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva í miðbæ Reykjavíkur.

Á vefsíðu Landsbankans segir að fjögur tilboð hafi borist en fallið frá einu þeirra. Landsbankinn mun leigja hluta hússins undir starfsemi sína þar til útibúið flytur á nýjan stað á Selfossi.

Leó Árnason, athafnamaður á Selfossi, við eina af teikningunum af nýja miðbænum.vísir/magnús hlynur

„Þessi kaup eru liður í uppbyggingu okkar á Selfossi og undirstrikar þá sannfæringu sem við höfum fyrir framtíðarmöguleikum bæjarins. Húsið er stór hluti af sögu og bæjarmynd Selfoss og í því liggja mikil menningarverðmæti. Sigtún Þróunarfélag er meðvitað um varðveislugildi þess og mun leggja áherslu á að það haldi reisn sinni til framtíðar og að dyr þess verði áfram opnar Selfyssingum og gestum þeirra, segir Leó Árnason á vefsíðu Landsbankans.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir Landsbankahúsið á Selfossi fallegt og svipmikið hús sem tengist sögu bankans órjúfanlegum böndum.

„Vegna breytinga á bankaþjónustu er það hins vegar orðið of stórt fyrir starfsemina og það er tímabært fyrir bankann að flytja í nýtt og hentugra húsnæði. Sigtún Þróunarfélag vinnur nú að uppbyggingu á nýjum miðbæ á Selfossi af miklum myndarskap og mun félagið vafalaust finna húsinu nýtt og spennandi hlutverk.“


Tengdar fréttir

Vill fá höfuðstöðvar Landsbankans á Selfoss

Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg vill að Landsbankinn flytji höfuðstöðvar sínar á Selfoss í stað þess að vera að byggja höfuðstöðvar í miðbæ Reykjavíkur fyrir marga milljarða á meðan bankinn vill selja húsnæði útibúsins síns á Selfossi, þar sé nóg pláss.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0,96
1
500
ARION
0,63
12
300.232
SJOVA
0,16
9
20.335
MAREL
0,06
15
96.773
KVIKA
0
10
107.788

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-5,06
89
185.127
HAGA
-2,34
29
396.446
VIS
-1,25
10
91.026
SIMINN
-1,1
8
137.092
EIM
-0,96
2
416
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.