Handbolti

ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára vel­farnaðar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kári Kristján segist hafa verið svikinn um samning sem honum var lofað. 
Kári Kristján segist hafa verið svikinn um samning sem honum var lofað.  vísir/Hulda Margrét

ÍBV hefur sent frá sér stuttorða yfirlýsingu þar sem félagið harmar að samningsviðræður við Kára Kristján Kristjánsson hafi ekki gengið sem skyldi.

„Félagið áréttar að ávallt séu tvær hliðar á öllum málum og mun ekki tjá sig frekar um einstök samningsmál.

Við óskum Kára velfarnaðar í framtíðinni og þökkum fyrir hans framlag til félagsins“ segir í snubbóttri yfirlýsingu ÍBV.

Garðar B. Sigurjónsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, svaraði ekki fyrirspurn Vísis í dag.

Kári Kristján sagði frá því hlaðvarpsþættinum Handkastið í gær að hann hefði náð munnlegu samkomulagi við ÍBV fyrr í sumar en verið svikinn um samning. Hann ætli sér aldrei að spila aftur fyrir ÍBV og muni líklega leggja skóna á hilluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×