Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2025 09:02 Á hverju ári eftir Gleðigöngunni kemur upp spurningin „á BDSM fólk heima í göngunni?“ Í kjölfarið skapast gjarnan umræður þar sem BDSM er smættað niður í þrönga skilgreiningu sem einblínir á þær athafnir sem BDSM fólk gerir en skautar alveg fram hjá mögulegum vangaveltum um af hverju BDSM fólk gerir þessar athafnir og upplifun einstaklinga sem skilgreina sig sem BDSM hneigða er alfarið afskráð. Þessi afstaða byggir á misskilningi um að hinseginleiki geti aðeins verið kynhneigð eða kynvitund sem samfélagið samþykkir en raunveruleikinn er sá að hinseginleiki er víðari, róttækari og pólitískari en það. Hugtakið hinsegin nær yfir allt sem brýtur upp ríkjandi norm um kyn, kynhneigð, kynverund og tengsl. BDSM í gruninn snýst um óhefðbundin sambönd, valdaskipti, kynferðislega tjáningu og fjölbreytta nálgun á nánd og sjálfsmynd. Fyrir marga er BDSM mikilvæg sjálfstjáning og hluti af því hvernig fólk skilgreina sig sem einstaklinga fyrir utan hið hefðbundna. Það er með öðrum orðum að vera hinsegin. BDSM fólk hefur staðið í sinni réttindabaráttu líkt og aðrir hinsegin hópar. Við höfum þurft að berjast gegn sjúkdómsvæðingu og stimplun, gegn því að samþykkt kynferðisleg hegðun sé gerð refsiverð eða að fólk eigi ekki í hættu við að BDSM iðkun þeirra sé notuð gegn þeim í forræðisdeilum eða á atvinnu markaði. Landlæknir tók mikilvægt skref árið 2015 með því að afnema BDSM-hneigðir úr sjúkdómaskrá sem loks viðurkennir að fjölbreytni í kynverund og samböndum er ekki afbrigðileg, heldur mannleg. Gleðigangan sýnir fram á þessa fjölbreytni, hún stillir sér ekki upp með þeim sem ákveða hvað telst „viðeigandi“ hinseginleiki. Hún stendur með þeim sem hafa þurft að berjast fyrir tilverurétt sínum, líka þegar það fer út fyrir ramma þess sem samfélagið þykist geta samþykkt. BDSM er hinseginleiki. Ekki sem aukaatriði heldur sem sjálfstæð, gild og nauðsynleg rödd innan regnbogans. Höfundur er formaður BDSM á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári eftir Gleðigöngunni kemur upp spurningin „á BDSM fólk heima í göngunni?“ Í kjölfarið skapast gjarnan umræður þar sem BDSM er smættað niður í þrönga skilgreiningu sem einblínir á þær athafnir sem BDSM fólk gerir en skautar alveg fram hjá mögulegum vangaveltum um af hverju BDSM fólk gerir þessar athafnir og upplifun einstaklinga sem skilgreina sig sem BDSM hneigða er alfarið afskráð. Þessi afstaða byggir á misskilningi um að hinseginleiki geti aðeins verið kynhneigð eða kynvitund sem samfélagið samþykkir en raunveruleikinn er sá að hinseginleiki er víðari, róttækari og pólitískari en það. Hugtakið hinsegin nær yfir allt sem brýtur upp ríkjandi norm um kyn, kynhneigð, kynverund og tengsl. BDSM í gruninn snýst um óhefðbundin sambönd, valdaskipti, kynferðislega tjáningu og fjölbreytta nálgun á nánd og sjálfsmynd. Fyrir marga er BDSM mikilvæg sjálfstjáning og hluti af því hvernig fólk skilgreina sig sem einstaklinga fyrir utan hið hefðbundna. Það er með öðrum orðum að vera hinsegin. BDSM fólk hefur staðið í sinni réttindabaráttu líkt og aðrir hinsegin hópar. Við höfum þurft að berjast gegn sjúkdómsvæðingu og stimplun, gegn því að samþykkt kynferðisleg hegðun sé gerð refsiverð eða að fólk eigi ekki í hættu við að BDSM iðkun þeirra sé notuð gegn þeim í forræðisdeilum eða á atvinnu markaði. Landlæknir tók mikilvægt skref árið 2015 með því að afnema BDSM-hneigðir úr sjúkdómaskrá sem loks viðurkennir að fjölbreytni í kynverund og samböndum er ekki afbrigðileg, heldur mannleg. Gleðigangan sýnir fram á þessa fjölbreytni, hún stillir sér ekki upp með þeim sem ákveða hvað telst „viðeigandi“ hinseginleiki. Hún stendur með þeim sem hafa þurft að berjast fyrir tilverurétt sínum, líka þegar það fer út fyrir ramma þess sem samfélagið þykist geta samþykkt. BDSM er hinseginleiki. Ekki sem aukaatriði heldur sem sjálfstæð, gild og nauðsynleg rödd innan regnbogans. Höfundur er formaður BDSM á Íslandi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun