Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar 4. ágúst 2025 14:32 Íslensk náttúra er fögur, en getur verið lífshættuleg. Nýlega lést barnung stúlka í Reynisfjöru. Hún var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi undanfarinn áratug hefur orðið til þess að slík tilvik eru orðin æði mörg. Því má spyrja hvernig reglum um öryggi á ferðamannastöðum er háttað hér á landi og hvort breytinga er þörf. Hættum fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum. Á íslenska ríkinu hvílir skylda samkvæmt 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til lífs til að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Íslenska ríkið getur talist brotlegt við sáttmálann ef á skortir að settar hafi verið almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi verið fylgt eftir, við tilteknar aðstæður, með raunhæfum og virkum aðgerðum. Hinn 19. janúar 2022 skipaði þáverandi ferðamála, viðskipta- og menningarmálaráðherra, í samvinnu við dómsmálaráðherra, verkefnastjórn í tengslum við öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila. Verkefnastjórnin skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Ein megintillaga skýrslunnar var að skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannastöðum. Markmið laganna yrði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á nánar skilgreindum svæðum. Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim. Frumvarp af þessu tagi hefur ekki verið lagt fram þegar þetta er ritað. Rök kunna að standa til þess að huga að almennri reglusetningu af þessu tagi og þá í ljósi skyldna íslenska ríkisins samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu. Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Reynisfjara Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk náttúra er fögur, en getur verið lífshættuleg. Nýlega lést barnung stúlka í Reynisfjöru. Hún var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi undanfarinn áratug hefur orðið til þess að slík tilvik eru orðin æði mörg. Því má spyrja hvernig reglum um öryggi á ferðamannastöðum er háttað hér á landi og hvort breytinga er þörf. Hættum fylgja náttúru Íslands og ljóst er að ekki er hægt að gera óraunhæfar kröfur til stjórnvalda um að afstýra slysum. Þegar kemur að reglusetningu á þessu sviði verður einnig að gera greinarmun á slysum við fjölsótta ferðamannastaði eins og Reynisfjöru, þar sem mögulegt er að stýra aðgangi almennings, og slysum sem eiga sér stað á ótroðnum slóðum. Á íslenska ríkinu hvílir skylda samkvæmt 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til lífs til að tryggja, eins og kostur er, öryggi á ferðamannastöðum sem opnir eru almenningi. Íslenska ríkið getur talist brotlegt við sáttmálann ef á skortir að settar hafi verið almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og að þeim reglum hafi verið fylgt eftir, við tilteknar aðstæður, með raunhæfum og virkum aðgerðum. Hinn 19. janúar 2022 skipaði þáverandi ferðamála, viðskipta- og menningarmálaráðherra, í samvinnu við dómsmálaráðherra, verkefnastjórn í tengslum við öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila. Verkefnastjórnin skilaði af sér skýrslu í júlí 2022. Ein megintillaga skýrslunnar var að skoða þyrfti forsendur til að leggja fram frumvarp til sérlaga um öryggi ferðamanna á fjölsóttum ferðamannastöðum. Markmið laganna yrði að vinna gegn tjóni og slysum og efla varnir á nánar skilgreindum svæðum. Í lögunum yrði nánar kveðið á um skyldu viðeigandi stofnana til að vinna staðbundin áhættumöt og viðbragðsáætlanir. Þá yrði með reglugerð heimilt að skilgreina áhættusvæði og nauðsynlega aðkomu viðbragðsaðila og stjórnvalda. Jafnframt yrði kveðið á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að grípa til tiltekinna öryggisráðstafana, svo sem rýmingar svæða og tímabundinna takmarkana á aðgengi að þeim. Frumvarp af þessu tagi hefur ekki verið lagt fram þegar þetta er ritað. Rök kunna að standa til þess að huga að almennri reglusetningu af þessu tagi og þá í ljósi skyldna íslenska ríkisins samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu. Aldrei verður hægt að koma alveg í veg fyrir slys ferðamanna hér á landi, enda er íslensk náttúra óútreiknanleg. Mikilvægt er hins vegar að skýrt liggi fyrir hvernig eftirliti skuli háttað, hvernig framkvæma skuli mat á áhættu og um framkvæmd viðbragðsáætlana, ef þörf krefur, t.d. vegna fyrirsjáanlegra áhrifa veðurfars. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun