„Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2025 11:01 Blær blæs nýjum og ferskum blæ í lið Leipzig. leipzig Nýjan, ferskan blæ vantaði í lið Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og þar kemur Blær Hinriksson sterkur inn, að eigin sögn. Blær hefur spilað með Aftureldingu hér á landi undanfarin ár en hugurinn hefur lengi leitað út í atvinnumennsku. Í sumar ákvað hann að stíga skrefið út og tók nokkuð stórt stökk með því að semja við Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, bestu handboltadeild heims. „Síðustu ár hefur maður verið að stefna út og ég hef alveg hugsað líka um að taka einhver milliskref en svo er maður líka bara búinn að vera þolinmóður. Markmiðið hefur alltaf verið að fara til Þýskalands og mér finnst bara mjög gott og gaman að geta byrjað í bestu deild í heimi. Ekki þurfa að fara til Svíþjóðar eða í eitthvað svoleiðis milliskref. Mér finnst ég eiga heima í þýsku deildinni og þarf núna að sýna það.“ Blær byrjar atvinnumannaferilinn erlendis í sterkustu handboltadeild heims.leipzig Blær er hluti af miklum breytingum hjá Leipzig, sem endaði í þrettánda sæti á síðasta tímabili og ákvað að láta þjálfara liðsins, Rúnar Sigtryggsson fara. Sonur hans, Andri Már Rúnarsson, fór einnig frá félaginu og Blær kemur inn í hans stöðu. „Þetta er klúbbur sem er búinn að vera á uppleið síðustu ár en það koma smá babb í bátinn á síðasta tímabili og varð mjög þung stemning. Ég held að hugsunin með ráðningunni á þjálfaranum og að fá nýja leikmenn er að byrja smá upp á nýtt. Þeir eru með góðan grunn en svo er mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta, þá kem ég sterkur inn“ sagði Blær glottandi og blikkaði myndavélina. Fjöllistamaður sem lætur ekki setja sig í box En Blær er ekki bara handboltamaður, hann er listamaður líka og hefur starfað mikið sem leikari og fyrirsæta. Þeim ferli er ekki lokið þrátt fyrir flutninginn til Þýskalands. „Nei, alls ekki. Ég er mjög lítið í því að loka á eitthvað og hef aldrei gert það. Það er svo fyndið, fólk er alltaf að reyna að setja mann í einhver box, alltaf verið að skilgreina mann sem eitthvað. En maður er bara í öllu, einhvers konar fjöllistamaður, get verið að leika einn daginn og svo í handbolta einn daginn.“ Fjallað var um félagaskipti Blæs í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Blær hefur spilað með Aftureldingu hér á landi undanfarin ár en hugurinn hefur lengi leitað út í atvinnumennsku. Í sumar ákvað hann að stíga skrefið út og tók nokkuð stórt stökk með því að semja við Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, bestu handboltadeild heims. „Síðustu ár hefur maður verið að stefna út og ég hef alveg hugsað líka um að taka einhver milliskref en svo er maður líka bara búinn að vera þolinmóður. Markmiðið hefur alltaf verið að fara til Þýskalands og mér finnst bara mjög gott og gaman að geta byrjað í bestu deild í heimi. Ekki þurfa að fara til Svíþjóðar eða í eitthvað svoleiðis milliskref. Mér finnst ég eiga heima í þýsku deildinni og þarf núna að sýna það.“ Blær byrjar atvinnumannaferilinn erlendis í sterkustu handboltadeild heims.leipzig Blær er hluti af miklum breytingum hjá Leipzig, sem endaði í þrettánda sæti á síðasta tímabili og ákvað að láta þjálfara liðsins, Rúnar Sigtryggsson fara. Sonur hans, Andri Már Rúnarsson, fór einnig frá félaginu og Blær kemur inn í hans stöðu. „Þetta er klúbbur sem er búinn að vera á uppleið síðustu ár en það koma smá babb í bátinn á síðasta tímabili og varð mjög þung stemning. Ég held að hugsunin með ráðningunni á þjálfaranum og að fá nýja leikmenn er að byrja smá upp á nýtt. Þeir eru með góðan grunn en svo er mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta, þá kem ég sterkur inn“ sagði Blær glottandi og blikkaði myndavélina. Fjöllistamaður sem lætur ekki setja sig í box En Blær er ekki bara handboltamaður, hann er listamaður líka og hefur starfað mikið sem leikari og fyrirsæta. Þeim ferli er ekki lokið þrátt fyrir flutninginn til Þýskalands. „Nei, alls ekki. Ég er mjög lítið í því að loka á eitthvað og hef aldrei gert það. Það er svo fyndið, fólk er alltaf að reyna að setja mann í einhver box, alltaf verið að skilgreina mann sem eitthvað. En maður er bara í öllu, einhvers konar fjöllistamaður, get verið að leika einn daginn og svo í handbolta einn daginn.“ Fjallað var um félagaskipti Blæs í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira