Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 12. júlí 2025 07:02 Það er öllum ljóst að nú er breytt ástand í stjórnmálum. Miðað við hegðun og orðræðu meirihlutans mætti halda að hér hefði verið skrifað leikrit og það sett á svið á Alþingi. Vandinn er sá að leikstjórinn virðist of upptekinn við að ljúga um það sem gerist baksviðs til þess að taka í taumana og leikstýra aðal- og auka leikurum. Til að mynda vonar maður að leikkonan í hlutverki félags- og húsnæðismálaráðherra hafi farið langt út fyrir handritið í þingsal. Í þeim leikþætti velti hún fyrir sér hvort minnihlutinn vildi að það þyrfti að „Draga þá undir húsvegg og skjóta þá“ fyrir þær sakir að þegja ekki og kjósa blint með tillögu meirihlutans. Þarna vitnar hún í aðferðafræði einræðisherra og uppreisnarseggja þegar að stjórnarskipti eiga sér stað. Hvað gengur fólki til þegar það lætur frá sér slík ummæli? Er þetta hennar hugmynd af lýðræði? Hvað er þemað? Það er algengt að bíómyndir, skáldsögur og leikrit séu með þemu. Þemað á þinginu virðist vera hégómi, hræsni og lygar. Það er talað um skatt sem gjald, reglufylgni sem valdarán og síðast en ekki síst er kjarnorkuákvæðið virkjað sem hefur ekki verið nýtt síðan 1959. Leikstjóri ársins ákvað að nú væri tími til kominn til að taka í gikkinn frekar en að miðla málum og ná samningum um þinglok líkt og forsætisráðherrar hafa gert undanfarin 66 ár. Þetta gerir hún þrátt fyrir að vera búinn að lýsa því yfir að það þyrfti að íhuga það vel og vandlega áður en ákvæðið væri nýtt, enda er það hugsað til þess að hægt sé að bregðast við neyðarástandi (ekki skattahækkunum). En hún virðist hafa fengið innblástur frá félags- og húsnæðismálaráðherra þegar að hún ákvað að verja lýðveldið með þessum einræðistilburðum. Slík árás á lýðræðið og vanvirðing fyrir venjum Alþingis ætti ekki að koma neinum á óvart, enda virðist hér vera um sovéska ska sápuóperu að ræða. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Það er öllum ljóst að nú er breytt ástand í stjórnmálum. Miðað við hegðun og orðræðu meirihlutans mætti halda að hér hefði verið skrifað leikrit og það sett á svið á Alþingi. Vandinn er sá að leikstjórinn virðist of upptekinn við að ljúga um það sem gerist baksviðs til þess að taka í taumana og leikstýra aðal- og auka leikurum. Til að mynda vonar maður að leikkonan í hlutverki félags- og húsnæðismálaráðherra hafi farið langt út fyrir handritið í þingsal. Í þeim leikþætti velti hún fyrir sér hvort minnihlutinn vildi að það þyrfti að „Draga þá undir húsvegg og skjóta þá“ fyrir þær sakir að þegja ekki og kjósa blint með tillögu meirihlutans. Þarna vitnar hún í aðferðafræði einræðisherra og uppreisnarseggja þegar að stjórnarskipti eiga sér stað. Hvað gengur fólki til þegar það lætur frá sér slík ummæli? Er þetta hennar hugmynd af lýðræði? Hvað er þemað? Það er algengt að bíómyndir, skáldsögur og leikrit séu með þemu. Þemað á þinginu virðist vera hégómi, hræsni og lygar. Það er talað um skatt sem gjald, reglufylgni sem valdarán og síðast en ekki síst er kjarnorkuákvæðið virkjað sem hefur ekki verið nýtt síðan 1959. Leikstjóri ársins ákvað að nú væri tími til kominn til að taka í gikkinn frekar en að miðla málum og ná samningum um þinglok líkt og forsætisráðherrar hafa gert undanfarin 66 ár. Þetta gerir hún þrátt fyrir að vera búinn að lýsa því yfir að það þyrfti að íhuga það vel og vandlega áður en ákvæðið væri nýtt, enda er það hugsað til þess að hægt sé að bregðast við neyðarástandi (ekki skattahækkunum). En hún virðist hafa fengið innblástur frá félags- og húsnæðismálaráðherra þegar að hún ákvað að verja lýðveldið með þessum einræðistilburðum. Slík árás á lýðræðið og vanvirðing fyrir venjum Alþingis ætti ekki að koma neinum á óvart, enda virðist hér vera um sovéska ska sápuóperu að ræða. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálstæðismanna.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar