Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 9. júlí 2025 14:01 Það er villandi að halda því fram, líkt og Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður Samfylkingar heldur fram í grein í Morgunblaðinu í dag 9. júlí að svigrúm til tvöföldunar veiðigjalda í sjávarútvegi sé ótvírætt og mikið, byggt á samanlögðum rekstrarhagnaði og eigin fé heillar atvinnugreinar. Slíkt mat er bæði yfirborðskennt og hættulegt, enda tekur það hvorki tillit til raunverulegrar greiðslugetu né þeirra miklu sveiflna og áhættuþátta sem einkenna sjávarútveginn. Að nota bókhaldstölur af þessu tagi sem eina röksemd er annað hvort byggt á vanþekkingu eða meðvitaðri einföldun. Greiðslusvigrúm ekki kannað Það er áhyggjuefni að í frumvarpinu hefur ekkert verið fjallað um raunverulegt greiðslusvigrúm fyrirtækjanna – þ.e. getu þeirra til að standa undir hærri veiðigjöldum án þess að veikja rekstur sinn, fjárfestingargetu eða atvinnuöryggi í greininni. Eigið fé og rekstrarhagnaður segja lítið um handbært fé eða lausafjárstöðu, sem skiptir öllu máli þegar kemur að greiðslu aukinna gjalda. Fjármagnsfrekir rekstrarliðir, skuldbindingar og sveiflur í afkomu eru staðreyndir sem ekki má horfa fram hjá. Mótvægisaðgerðirnar duga skammt Þótt lögð hafi verið áhersla á hækkun frítekjumarks og að áhrifin lendi helst á stærstu fyrirtækin, þá er skattahækkunin svo umfangsmikil að hún étur upp þessa mótvægisaðgerð og meira til. Það er einfaldlega rangt að halda því fram að breytingarnar leggi aðeins byrðar á “breiðustu bökin”. Smærri og meðalstór fyrirtæki, sem eru burðarásar atvinnulífs á landsbyggðinni, munu finna verulega fyrir þessari hækkun, sérstaklega í ljósi þess að þau búa yfir minni fjárhagslegum sveigjanleika og eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum. Hætta á aukinni samþjöppun á kostnað lítilla og meðalstórra útgerða Verði þessar forsendur notaðar í blindni og veiðigjöld hækkuð án tillits til raunverulegra rekstrarskilyrða, má búast við að það leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni. Ákvörðun um sölu, sameiningu eða samdrátt í rekstri eru vissulega teknar á viðskiptalegum grunni, en þær verða ekki teknar í tómarúmi. Þvert á móti byggjast þær á verulega þrengdum rekstrarskilyrðum fyrirtækja sem rekja má beint til skattahækkana stjórnvalda. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjölbreytileika, samkeppni og byggð í landinu. Sjávarútvegurinn er ekki peningaprentvél ríkissjóðs Það er líka rangt að líta á sjávarútveginn sem stöðuga og áhættulausa tekjuauðlind fyrir ríkissjóð. Tekjur og afkoma greinarinnar sveiflast mikið eftir aflabrögðum, verði, gengi og ytri aðstæðum. Að nota eitt gott rekstrarár sem réttlætingu tvöföldunar veiðigjalds, án þess að tryggja að gjaldið taki mið af sveiflum og greiðslugetu, er uppskrift að óstöðugleika og getur haft alvarlegar afleiðingar þegar harðnar á dalnum. Sanngirni og réttlæti þarf að byggja á raunsæi Sanngirni og réttlæti felast í því að leggja á gjöld sem atvinnugreinin hefur raunverulega getu til að greiða, án þess að grafa undan fjárfestingu, nýsköpun og stöðugleika í atvinnulífinu. Það er ekki sanngjarnt að miða við bókhaldstölur sem segja aðeins hluta sögunnar, né að gera lítið úr þeim áhrifum sem skattahækkanir hafa á atvinnulíf á landsbyggðinni. Það er því ljóst að frumvarpið, eins og það er lagt fram, byggir rökstuðning sinn á of einföldum og misvísandi forsendum. Það er brýnt að greiðslusvigrúm og áhrif á rekstur fyrirtækja séu metin af raunsæi, ekki pólitískri óskhyggju. Annars er hætta á að við fórnum verðmætum störfum, fjárfestingu, fjölbreytileika og byggð fyrir skammtímahagsmuni ríkissjóðs. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er villandi að halda því fram, líkt og Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður Samfylkingar heldur fram í grein í Morgunblaðinu í dag 9. júlí að svigrúm til tvöföldunar veiðigjalda í sjávarútvegi sé ótvírætt og mikið, byggt á samanlögðum rekstrarhagnaði og eigin fé heillar atvinnugreinar. Slíkt mat er bæði yfirborðskennt og hættulegt, enda tekur það hvorki tillit til raunverulegrar greiðslugetu né þeirra miklu sveiflna og áhættuþátta sem einkenna sjávarútveginn. Að nota bókhaldstölur af þessu tagi sem eina röksemd er annað hvort byggt á vanþekkingu eða meðvitaðri einföldun. Greiðslusvigrúm ekki kannað Það er áhyggjuefni að í frumvarpinu hefur ekkert verið fjallað um raunverulegt greiðslusvigrúm fyrirtækjanna – þ.e. getu þeirra til að standa undir hærri veiðigjöldum án þess að veikja rekstur sinn, fjárfestingargetu eða atvinnuöryggi í greininni. Eigið fé og rekstrarhagnaður segja lítið um handbært fé eða lausafjárstöðu, sem skiptir öllu máli þegar kemur að greiðslu aukinna gjalda. Fjármagnsfrekir rekstrarliðir, skuldbindingar og sveiflur í afkomu eru staðreyndir sem ekki má horfa fram hjá. Mótvægisaðgerðirnar duga skammt Þótt lögð hafi verið áhersla á hækkun frítekjumarks og að áhrifin lendi helst á stærstu fyrirtækin, þá er skattahækkunin svo umfangsmikil að hún étur upp þessa mótvægisaðgerð og meira til. Það er einfaldlega rangt að halda því fram að breytingarnar leggi aðeins byrðar á “breiðustu bökin”. Smærri og meðalstór fyrirtæki, sem eru burðarásar atvinnulífs á landsbyggðinni, munu finna verulega fyrir þessari hækkun, sérstaklega í ljósi þess að þau búa yfir minni fjárhagslegum sveigjanleika og eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum. Hætta á aukinni samþjöppun á kostnað lítilla og meðalstórra útgerða Verði þessar forsendur notaðar í blindni og veiðigjöld hækkuð án tillits til raunverulegra rekstrarskilyrða, má búast við að það leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni. Ákvörðun um sölu, sameiningu eða samdrátt í rekstri eru vissulega teknar á viðskiptalegum grunni, en þær verða ekki teknar í tómarúmi. Þvert á móti byggjast þær á verulega þrengdum rekstrarskilyrðum fyrirtækja sem rekja má beint til skattahækkana stjórnvalda. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjölbreytileika, samkeppni og byggð í landinu. Sjávarútvegurinn er ekki peningaprentvél ríkissjóðs Það er líka rangt að líta á sjávarútveginn sem stöðuga og áhættulausa tekjuauðlind fyrir ríkissjóð. Tekjur og afkoma greinarinnar sveiflast mikið eftir aflabrögðum, verði, gengi og ytri aðstæðum. Að nota eitt gott rekstrarár sem réttlætingu tvöföldunar veiðigjalds, án þess að tryggja að gjaldið taki mið af sveiflum og greiðslugetu, er uppskrift að óstöðugleika og getur haft alvarlegar afleiðingar þegar harðnar á dalnum. Sanngirni og réttlæti þarf að byggja á raunsæi Sanngirni og réttlæti felast í því að leggja á gjöld sem atvinnugreinin hefur raunverulega getu til að greiða, án þess að grafa undan fjárfestingu, nýsköpun og stöðugleika í atvinnulífinu. Það er ekki sanngjarnt að miða við bókhaldstölur sem segja aðeins hluta sögunnar, né að gera lítið úr þeim áhrifum sem skattahækkanir hafa á atvinnulíf á landsbyggðinni. Það er því ljóst að frumvarpið, eins og það er lagt fram, byggir rökstuðning sinn á of einföldum og misvísandi forsendum. Það er brýnt að greiðslusvigrúm og áhrif á rekstur fyrirtækja séu metin af raunsæi, ekki pólitískri óskhyggju. Annars er hætta á að við fórnum verðmætum störfum, fjárfestingu, fjölbreytileika og byggð fyrir skammtímahagsmuni ríkissjóðs. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar