Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 9. júlí 2025 14:01 Það er villandi að halda því fram, líkt og Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður Samfylkingar heldur fram í grein í Morgunblaðinu í dag 9. júlí að svigrúm til tvöföldunar veiðigjalda í sjávarútvegi sé ótvírætt og mikið, byggt á samanlögðum rekstrarhagnaði og eigin fé heillar atvinnugreinar. Slíkt mat er bæði yfirborðskennt og hættulegt, enda tekur það hvorki tillit til raunverulegrar greiðslugetu né þeirra miklu sveiflna og áhættuþátta sem einkenna sjávarútveginn. Að nota bókhaldstölur af þessu tagi sem eina röksemd er annað hvort byggt á vanþekkingu eða meðvitaðri einföldun. Greiðslusvigrúm ekki kannað Það er áhyggjuefni að í frumvarpinu hefur ekkert verið fjallað um raunverulegt greiðslusvigrúm fyrirtækjanna – þ.e. getu þeirra til að standa undir hærri veiðigjöldum án þess að veikja rekstur sinn, fjárfestingargetu eða atvinnuöryggi í greininni. Eigið fé og rekstrarhagnaður segja lítið um handbært fé eða lausafjárstöðu, sem skiptir öllu máli þegar kemur að greiðslu aukinna gjalda. Fjármagnsfrekir rekstrarliðir, skuldbindingar og sveiflur í afkomu eru staðreyndir sem ekki má horfa fram hjá. Mótvægisaðgerðirnar duga skammt Þótt lögð hafi verið áhersla á hækkun frítekjumarks og að áhrifin lendi helst á stærstu fyrirtækin, þá er skattahækkunin svo umfangsmikil að hún étur upp þessa mótvægisaðgerð og meira til. Það er einfaldlega rangt að halda því fram að breytingarnar leggi aðeins byrðar á “breiðustu bökin”. Smærri og meðalstór fyrirtæki, sem eru burðarásar atvinnulífs á landsbyggðinni, munu finna verulega fyrir þessari hækkun, sérstaklega í ljósi þess að þau búa yfir minni fjárhagslegum sveigjanleika og eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum. Hætta á aukinni samþjöppun á kostnað lítilla og meðalstórra útgerða Verði þessar forsendur notaðar í blindni og veiðigjöld hækkuð án tillits til raunverulegra rekstrarskilyrða, má búast við að það leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni. Ákvörðun um sölu, sameiningu eða samdrátt í rekstri eru vissulega teknar á viðskiptalegum grunni, en þær verða ekki teknar í tómarúmi. Þvert á móti byggjast þær á verulega þrengdum rekstrarskilyrðum fyrirtækja sem rekja má beint til skattahækkana stjórnvalda. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjölbreytileika, samkeppni og byggð í landinu. Sjávarútvegurinn er ekki peningaprentvél ríkissjóðs Það er líka rangt að líta á sjávarútveginn sem stöðuga og áhættulausa tekjuauðlind fyrir ríkissjóð. Tekjur og afkoma greinarinnar sveiflast mikið eftir aflabrögðum, verði, gengi og ytri aðstæðum. Að nota eitt gott rekstrarár sem réttlætingu tvöföldunar veiðigjalds, án þess að tryggja að gjaldið taki mið af sveiflum og greiðslugetu, er uppskrift að óstöðugleika og getur haft alvarlegar afleiðingar þegar harðnar á dalnum. Sanngirni og réttlæti þarf að byggja á raunsæi Sanngirni og réttlæti felast í því að leggja á gjöld sem atvinnugreinin hefur raunverulega getu til að greiða, án þess að grafa undan fjárfestingu, nýsköpun og stöðugleika í atvinnulífinu. Það er ekki sanngjarnt að miða við bókhaldstölur sem segja aðeins hluta sögunnar, né að gera lítið úr þeim áhrifum sem skattahækkanir hafa á atvinnulíf á landsbyggðinni. Það er því ljóst að frumvarpið, eins og það er lagt fram, byggir rökstuðning sinn á of einföldum og misvísandi forsendum. Það er brýnt að greiðslusvigrúm og áhrif á rekstur fyrirtækja séu metin af raunsæi, ekki pólitískri óskhyggju. Annars er hætta á að við fórnum verðmætum störfum, fjárfestingu, fjölbreytileika og byggð fyrir skammtímahagsmuni ríkissjóðs. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er villandi að halda því fram, líkt og Eydís Ásbjörnsdóttir þingmaður Samfylkingar heldur fram í grein í Morgunblaðinu í dag 9. júlí að svigrúm til tvöföldunar veiðigjalda í sjávarútvegi sé ótvírætt og mikið, byggt á samanlögðum rekstrarhagnaði og eigin fé heillar atvinnugreinar. Slíkt mat er bæði yfirborðskennt og hættulegt, enda tekur það hvorki tillit til raunverulegrar greiðslugetu né þeirra miklu sveiflna og áhættuþátta sem einkenna sjávarútveginn. Að nota bókhaldstölur af þessu tagi sem eina röksemd er annað hvort byggt á vanþekkingu eða meðvitaðri einföldun. Greiðslusvigrúm ekki kannað Það er áhyggjuefni að í frumvarpinu hefur ekkert verið fjallað um raunverulegt greiðslusvigrúm fyrirtækjanna – þ.e. getu þeirra til að standa undir hærri veiðigjöldum án þess að veikja rekstur sinn, fjárfestingargetu eða atvinnuöryggi í greininni. Eigið fé og rekstrarhagnaður segja lítið um handbært fé eða lausafjárstöðu, sem skiptir öllu máli þegar kemur að greiðslu aukinna gjalda. Fjármagnsfrekir rekstrarliðir, skuldbindingar og sveiflur í afkomu eru staðreyndir sem ekki má horfa fram hjá. Mótvægisaðgerðirnar duga skammt Þótt lögð hafi verið áhersla á hækkun frítekjumarks og að áhrifin lendi helst á stærstu fyrirtækin, þá er skattahækkunin svo umfangsmikil að hún étur upp þessa mótvægisaðgerð og meira til. Það er einfaldlega rangt að halda því fram að breytingarnar leggi aðeins byrðar á “breiðustu bökin”. Smærri og meðalstór fyrirtæki, sem eru burðarásar atvinnulífs á landsbyggðinni, munu finna verulega fyrir þessari hækkun, sérstaklega í ljósi þess að þau búa yfir minni fjárhagslegum sveigjanleika og eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum. Hætta á aukinni samþjöppun á kostnað lítilla og meðalstórra útgerða Verði þessar forsendur notaðar í blindni og veiðigjöld hækkuð án tillits til raunverulegra rekstrarskilyrða, má búast við að það leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni. Ákvörðun um sölu, sameiningu eða samdrátt í rekstri eru vissulega teknar á viðskiptalegum grunni, en þær verða ekki teknar í tómarúmi. Þvert á móti byggjast þær á verulega þrengdum rekstrarskilyrðum fyrirtækja sem rekja má beint til skattahækkana stjórnvalda. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjölbreytileika, samkeppni og byggð í landinu. Sjávarútvegurinn er ekki peningaprentvél ríkissjóðs Það er líka rangt að líta á sjávarútveginn sem stöðuga og áhættulausa tekjuauðlind fyrir ríkissjóð. Tekjur og afkoma greinarinnar sveiflast mikið eftir aflabrögðum, verði, gengi og ytri aðstæðum. Að nota eitt gott rekstrarár sem réttlætingu tvöföldunar veiðigjalds, án þess að tryggja að gjaldið taki mið af sveiflum og greiðslugetu, er uppskrift að óstöðugleika og getur haft alvarlegar afleiðingar þegar harðnar á dalnum. Sanngirni og réttlæti þarf að byggja á raunsæi Sanngirni og réttlæti felast í því að leggja á gjöld sem atvinnugreinin hefur raunverulega getu til að greiða, án þess að grafa undan fjárfestingu, nýsköpun og stöðugleika í atvinnulífinu. Það er ekki sanngjarnt að miða við bókhaldstölur sem segja aðeins hluta sögunnar, né að gera lítið úr þeim áhrifum sem skattahækkanir hafa á atvinnulíf á landsbyggðinni. Það er því ljóst að frumvarpið, eins og það er lagt fram, byggir rökstuðning sinn á of einföldum og misvísandi forsendum. Það er brýnt að greiðslusvigrúm og áhrif á rekstur fyrirtækja séu metin af raunsæi, ekki pólitískri óskhyggju. Annars er hætta á að við fórnum verðmætum störfum, fjárfestingu, fjölbreytileika og byggð fyrir skammtímahagsmuni ríkissjóðs. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun