Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 30. júní 2025 08:33 Í umræðu um sjávarútveg og tekjur ríkissjóðs hefur allt of oft sú einfaldaða mynd skapast að greinin eigi að „skila sínu“ – með veiðigjöldum eða öðrum sértækum álögum. Líkt og hún sé sjálfstæð ótæmandi tekjulind sem hægt sé að stýra líkt og skrúfað sé frá krana. En sú sýn nær skammt. Hún horfir framhjá því að sjávarútvegur er ekki bara ein atvinnugrein meðal annarra – hann er, eins og fleiri undirstöðuatvinnugreinar, burðarás í vistkerfi íslensks atvinnulífs. Í raun má líta á sjávarútveg sem orkugjafa margra annarra greina. Þegar hann gengur vel, nýtur fjöldi annarra atvinnugreina góðs af. Þegar hann veikist, þá veikjast þær með honum. Þetta á við um tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hanna sjálfvirknilausnir, gervigreind og vöktunarkerfi fyrir vinnslur og skip. Þetta á við um flutningafyrirtæki sem flytja afurðir á markaði, tryggingafélög sem tryggja skip og rekstur, fjármálafyrirtæki sem fjármagna endurnýjun og fjárfestingar, og ráðgjafa sem vinna að gæðastjórnun, markaðssetningu og umhverfismálum. Þúsundir starfa eru háð virkni sjávarútvegsins – þó þau séu ekki innan útgerðarinnar sjálfrar. Þegar við ræðum um „réttláta“ hlutdeild sjávarútvegs í ríkisrekstri, þurfum við að muna að tekjur ríkissjóðs af greininni koma í gegnum marga farvegi. Það eru ekki aðeins veiðigjöld sem skipta máli, heldur einnig tekjuskattar, tryggingagjöld, virðisaukaskattar og aðrar afleiddar skattgreiðslur frá starfsfólki, þjónustuaðilum og undirverktökum. Þetta afleidda skattspor er víðfeðmt – og það byggir á því að grunnstoðin, sjávarútvegurinn sjálfur, gangi vel. Þegar sjávarútveginum gengur vel, þá slagar skattspor hans upp í 100 milljarða og samsett skattspor hinna fjölmörgu greina er hann þjónusta bætir þar tugum milljarða við. Ef við þrengjum að þessari grunnstoð okkar með of miklum álögum, óstöðugu rekstrarumhverfi eða skorti á langtímahugsun, þá dregur úr getu hennar til að skapa aukin verðmæti. Það hefur keðjuverkandi áhrif – ekki bara á útgerðarfyrirtækin, heldur einnig á tugi annarra greina sem byggja afkomu sína að miklu leyti á virkni sjávarútvegsins. Það dregur úr fjárfestingum, nýsköpun, störfum og á endanum dragast skatttekjur ríkisins saman. Við þurfum því að horfa á heildarmyndina. Sjávarútvegur er ekki eyland. Hann er burðarás í vistkerfi atvinnulífsins – og þegar við styðjum við hann, styðjum við við fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í landinu. Það er ekki spurning um að hlífa greininni eða stunda einhverja sérhagsmunagæslu– heldur að hlúa að verðmætasköpuninni sem hún knýr áfram. Það eru hinir raunverulegu almannahagsmunir. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Sjá meira
Í umræðu um sjávarútveg og tekjur ríkissjóðs hefur allt of oft sú einfaldaða mynd skapast að greinin eigi að „skila sínu“ – með veiðigjöldum eða öðrum sértækum álögum. Líkt og hún sé sjálfstæð ótæmandi tekjulind sem hægt sé að stýra líkt og skrúfað sé frá krana. En sú sýn nær skammt. Hún horfir framhjá því að sjávarútvegur er ekki bara ein atvinnugrein meðal annarra – hann er, eins og fleiri undirstöðuatvinnugreinar, burðarás í vistkerfi íslensks atvinnulífs. Í raun má líta á sjávarútveg sem orkugjafa margra annarra greina. Þegar hann gengur vel, nýtur fjöldi annarra atvinnugreina góðs af. Þegar hann veikist, þá veikjast þær með honum. Þetta á við um tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hanna sjálfvirknilausnir, gervigreind og vöktunarkerfi fyrir vinnslur og skip. Þetta á við um flutningafyrirtæki sem flytja afurðir á markaði, tryggingafélög sem tryggja skip og rekstur, fjármálafyrirtæki sem fjármagna endurnýjun og fjárfestingar, og ráðgjafa sem vinna að gæðastjórnun, markaðssetningu og umhverfismálum. Þúsundir starfa eru háð virkni sjávarútvegsins – þó þau séu ekki innan útgerðarinnar sjálfrar. Þegar við ræðum um „réttláta“ hlutdeild sjávarútvegs í ríkisrekstri, þurfum við að muna að tekjur ríkissjóðs af greininni koma í gegnum marga farvegi. Það eru ekki aðeins veiðigjöld sem skipta máli, heldur einnig tekjuskattar, tryggingagjöld, virðisaukaskattar og aðrar afleiddar skattgreiðslur frá starfsfólki, þjónustuaðilum og undirverktökum. Þetta afleidda skattspor er víðfeðmt – og það byggir á því að grunnstoðin, sjávarútvegurinn sjálfur, gangi vel. Þegar sjávarútveginum gengur vel, þá slagar skattspor hans upp í 100 milljarða og samsett skattspor hinna fjölmörgu greina er hann þjónusta bætir þar tugum milljarða við. Ef við þrengjum að þessari grunnstoð okkar með of miklum álögum, óstöðugu rekstrarumhverfi eða skorti á langtímahugsun, þá dregur úr getu hennar til að skapa aukin verðmæti. Það hefur keðjuverkandi áhrif – ekki bara á útgerðarfyrirtækin, heldur einnig á tugi annarra greina sem byggja afkomu sína að miklu leyti á virkni sjávarútvegsins. Það dregur úr fjárfestingum, nýsköpun, störfum og á endanum dragast skatttekjur ríkisins saman. Við þurfum því að horfa á heildarmyndina. Sjávarútvegur er ekki eyland. Hann er burðarás í vistkerfi atvinnulífsins – og þegar við styðjum við hann, styðjum við við fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í landinu. Það er ekki spurning um að hlífa greininni eða stunda einhverja sérhagsmunagæslu– heldur að hlúa að verðmætasköpuninni sem hún knýr áfram. Það eru hinir raunverulegu almannahagsmunir. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun