Nýbakaðir foreldrar og óbökuð loforð Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2025 16:02 Í mars 2024 lagði þáverandi ríkisstjórn fram aðgerðarpakka til að styðja við kjarasamninga til næstu fjögurra ára. Meðal annars var boðað að hækka skyldi hámarksgreiðslur fæðingarorlofsgreiðslna upp í 900 þúsund kr. á mánuði í þremur skrefum. Það þótti nauðsynlegt til að ná fram sáttum og klára kjarasamninga. Þessum breytingum var náð fram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, var gestur í Kastljósi á mánudagskvöld þar sem ýmis mál voru til umræðu. Auk þess að saka minnihluta Alþingis um málflutning í falsfréttastíl sagði ráðherrann að ríkisstjórn hennar væri búin að leggja fram „umbótamál fyrir fólk í fæðingarorlofi“. Hér er rétt að staldra ögn við. Í stefnuræðu sinni við upphaf yfirstandandi þings sagði forsætisráðherra stolt frá vikulegum þingflokksfundum stjórnarflokkanna og einhug ríkisstjórnarinnar um öll mál sem fram væru komin á þingmálaskrá. Síðan hefur reyndar komið í ljós að meintur einhugur var bara í orði en ekki borði. Auk þessa kom fram að ríkisstjórnin ætlaði vitaskuld að leggja fram alls konar mál, sem er vel enda skylda ríkisstjórnarinnar. Þegar betur er að gáð má þó sjá að ríkisstjórnin hefur alls ekki klárað dæmið, enn vantar fjöldan allan af málum. Frumvarp um hlutdeildarlán er hvergi að finna, enn er beðið eftir boðuðum bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, frumvarpi um fjármagnskostnað húsnæðisfélaga án hagnaðarsjónarmiða, nú eða uppbyggingu einingahúsa. Eitt er ljóst, ríkisstjórninni ætlar ekki að takast að vera sú verkstjórn sem hún lofaði að vera. Það eitt að halda á dagskrárvaldi Alþingis hefur nú reynst þeim ofviða. Samfylkingin lagði mikla áherslu á velferðarmál í kosningabaráttunni og bar þar einna hæst tal þeirra um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Margar fjölskyldur í landinu treystu því að Samfylkingin kæmi til með að standa við stóru orðin um að breyta kerfinu enn frekar en þau loforð virðast þegar upp er staðið hafa verið innantóm. Í stefnuræðu sinni sagði forsætisráðherra: ,,Fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu munu sömuleiðis skipta sköpum fyrir marga með frumvarpi í mars til að bæta hag fjölburaforeldra, lengja fæðingarorlof foreldra sem veikjast á meðgöngu eða eftir fæðingu og tryggja að hærri greiðslur gangi til allra foreldra sem eru í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þá verða fæðingarstyrkir námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækkaðir um 30 þúsund krónur á mánuði.“ Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi sem snýr að réttindum fjölburaforeldra og veikinda á meðgöngu. Þetta eru bæði þarfar og góðar breytingar og vert að fagna. Hins vegar hefur ráðherra ekki lagt fram neinar breytingar sem snúa að enn stærri hópi fólks, þ.e. foreldrum í orlofi sem eiga ekki rétt á þeim hækkunum á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði sem tóku gildi 1. janúar nú eða fæðingarstyrkjum námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar. Hvað hefur orðið af því loforði sem forsætisráðherra gaf í stefnuræðu sinni? Ljóst er að þær eru ófáar fjölskyldurnar sem stækkuðu eða urðu til fyrir áramót og foreldrarnir því þurft að taka fæðingarorlof árið 2025 en fengið 100 þúsund krónum lægri greiðslur á foreldri en foreldrar barna fæddra eftir áramót. Hvers vegna lagði ráðherra ekki fram þær breytingar sem boðaðar höfðu verið? Er það vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ekki áhuga á því að styðja frekar við barnafjölskyldur í landinu eða vegna þess að forsætisráðherra lofaði einfaldlega upp í ermina á sér? Ekki er þó öll von úti. Enn geta stjórnarliðar sýnt vilja sinn í verki með því að greiða atkvæði með breytingartillögu minnihluta velferðarnefndar um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, sem kemur upphaflega frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem tekur á því að greiðslur muni hækka til allra þeirra foreldra sem eiga rétt á fæðingarorlofi hverju sinni en ekki aðeins þeirra sem eiga börnin sín á réttum tíma. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Kjaramál Fæðingarorlof Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Sjá meira
Í mars 2024 lagði þáverandi ríkisstjórn fram aðgerðarpakka til að styðja við kjarasamninga til næstu fjögurra ára. Meðal annars var boðað að hækka skyldi hámarksgreiðslur fæðingarorlofsgreiðslna upp í 900 þúsund kr. á mánuði í þremur skrefum. Það þótti nauðsynlegt til að ná fram sáttum og klára kjarasamninga. Þessum breytingum var náð fram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, var gestur í Kastljósi á mánudagskvöld þar sem ýmis mál voru til umræðu. Auk þess að saka minnihluta Alþingis um málflutning í falsfréttastíl sagði ráðherrann að ríkisstjórn hennar væri búin að leggja fram „umbótamál fyrir fólk í fæðingarorlofi“. Hér er rétt að staldra ögn við. Í stefnuræðu sinni við upphaf yfirstandandi þings sagði forsætisráðherra stolt frá vikulegum þingflokksfundum stjórnarflokkanna og einhug ríkisstjórnarinnar um öll mál sem fram væru komin á þingmálaskrá. Síðan hefur reyndar komið í ljós að meintur einhugur var bara í orði en ekki borði. Auk þessa kom fram að ríkisstjórnin ætlaði vitaskuld að leggja fram alls konar mál, sem er vel enda skylda ríkisstjórnarinnar. Þegar betur er að gáð má þó sjá að ríkisstjórnin hefur alls ekki klárað dæmið, enn vantar fjöldan allan af málum. Frumvarp um hlutdeildarlán er hvergi að finna, enn er beðið eftir boðuðum bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði, frumvarpi um fjármagnskostnað húsnæðisfélaga án hagnaðarsjónarmiða, nú eða uppbyggingu einingahúsa. Eitt er ljóst, ríkisstjórninni ætlar ekki að takast að vera sú verkstjórn sem hún lofaði að vera. Það eitt að halda á dagskrárvaldi Alþingis hefur nú reynst þeim ofviða. Samfylkingin lagði mikla áherslu á velferðarmál í kosningabaráttunni og bar þar einna hæst tal þeirra um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Margar fjölskyldur í landinu treystu því að Samfylkingin kæmi til með að standa við stóru orðin um að breyta kerfinu enn frekar en þau loforð virðast þegar upp er staðið hafa verið innantóm. Í stefnuræðu sinni sagði forsætisráðherra: ,,Fyrstu breytingar nýrrar ríkisstjórnar á fæðingarorlofskerfinu munu sömuleiðis skipta sköpum fyrir marga með frumvarpi í mars til að bæta hag fjölburaforeldra, lengja fæðingarorlof foreldra sem veikjast á meðgöngu eða eftir fæðingu og tryggja að hærri greiðslur gangi til allra foreldra sem eru í orlofi, óháð fæðingardegi barns. Þá verða fæðingarstyrkir námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækkaðir um 30 þúsund krónur á mánuði.“ Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi sem snýr að réttindum fjölburaforeldra og veikinda á meðgöngu. Þetta eru bæði þarfar og góðar breytingar og vert að fagna. Hins vegar hefur ráðherra ekki lagt fram neinar breytingar sem snúa að enn stærri hópi fólks, þ.e. foreldrum í orlofi sem eiga ekki rétt á þeim hækkunum á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði sem tóku gildi 1. janúar nú eða fæðingarstyrkjum námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar. Hvað hefur orðið af því loforði sem forsætisráðherra gaf í stefnuræðu sinni? Ljóst er að þær eru ófáar fjölskyldurnar sem stækkuðu eða urðu til fyrir áramót og foreldrarnir því þurft að taka fæðingarorlof árið 2025 en fengið 100 þúsund krónum lægri greiðslur á foreldri en foreldrar barna fæddra eftir áramót. Hvers vegna lagði ráðherra ekki fram þær breytingar sem boðaðar höfðu verið? Er það vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ekki áhuga á því að styðja frekar við barnafjölskyldur í landinu eða vegna þess að forsætisráðherra lofaði einfaldlega upp í ermina á sér? Ekki er þó öll von úti. Enn geta stjórnarliðar sýnt vilja sinn í verki með því að greiða atkvæði með breytingartillögu minnihluta velferðarnefndar um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, sem kemur upphaflega frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem tekur á því að greiðslur muni hækka til allra þeirra foreldra sem eiga rétt á fæðingarorlofi hverju sinni en ekki aðeins þeirra sem eiga börnin sín á réttum tíma. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar